Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Karat
Karat Notandi frá fornöld 4.538 stig

Re: Vera bannaður...

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Eins og sjá má í reglunum á Huga þá má enginn stunda vefinn í nafni annarra, þ.e. það má ekki nota kennitölur annarra. Reglan hefur hingað til verið sú að ef notandi er staðinn að því að nota annarra manna kennitölu er viðkomandi bannaður og það varanlega. Við því er ekkert að gera. Viðkomandi verður bara að skrá sig inn á sinni eigin kennitölu. Svo hann getur ekkert gert í þessu þó hann sé admin.

Re: Vera bannaður...

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ó já.

Re: Boyd!

í Sápur fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég bannaði þennan notanda í 2 mánuði. Ég vona að sem fæstir hafi séð þennan spoiler.

Re: Skilnaðarfár í Erinsbæ

í Sápur fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Veistu það, þessi staður er fyrir svona pælingar svo að það er ekkert “get over it” á boðstólnum hér. Hér á að velta sér svolítið upp úr hlutunum.

Re: Vera bannaður...

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Notendur sem eru ekki að nota sína eigin kennitölu eru bara bannaðir for ever þegar það kemst upp um þá. Hún verður bara að skrá sig inn á huga með sinni eigin kennitölu.

Re: Diesel geðveikin (ekki um olíuverð !)

í Deiglan fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Mér myndi bara aldrei detta í hug að kaupa svona dýrar buxur eða flík. Þetta er bara brjálæði. Ég hef nóg annað að gera við mína peninga en að eyða svona miklu í eina flík. Enda eltist ég ekki við merki og kaupi mér bara það sem mér finnst flott en er á góðu verði, og það getur verið í hvaða búð sem er. Ég var reyndar líka alin upp þannig að ég lærði að spara og eyða peningum ekki í hvað sem er. Ég skil ekki í fólki sem kaupir svona dýran fatnað fyrir sig eða börnin sín.

Re: Sheila

í Sápur fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég horfði nú á Glæstar vonir þegar Sheila var í þáttunum. Hún var búin að vera í fangelsi fyrir morð ef ég man rétt (kveikti í húsi eða eitthvað og einhver dó, man ekki alveg en hún var geðveik). Reyndar man ég þetta ekki alveg nógu vel. En hún var sem sagt alveg snar geðveik. Hún lokkaði Eric til að giftast sér. Hún m.a. ruglaði faðernisprófinu hennar Bridgetar þannig að Eric yrði ekki dæmdur faðir hennar. Hún var hjúkka hjá Forrester fyrirtækinu og náði eins og ég sagði í Eric. Síðan...

Re: stjórnandi??

í Hip hop fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég var nú að því, en lét það vera um tíma. Ég hef svo lítið vit á þessu og var víst að samþykkja lélegar myndir og allt of margar. :P

Re: Strákarnir-könnun.

í Gamanþættir fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ömurlegir. Þeir eru í fyrsta lagi bara hallærislegir og eru að gera heimskulega hluti og hafa í öðru lagi slæm áhrif á æsku landsins, bæði með uppátækjum og málfari.

Re: stjórnandi??

í Hip hop fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Búinn að fá umsóknarplaggið sent frá vefstjóra eða bara búinn að senda tölvupóst til hans?

Re: stjórnandi??

í Hip hop fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Varstu búinn að fá umsóknarplaggið eða varstu bara búinn að senda póst?

Re: Sómi

í Tolkien fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Greinilega skjásvæfa. Ég á svona skjásvæfu af Legolasi. Tekið af Counsil of Elrond giska ég á.

Re: Tolien.is

í Tolkien fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ircrás með 2 einstaklingum þarf ekki á mörgum oppum að halda. Bara fleiri einstaklinga.

Re: Innistæða í griffil S:-F

í Skóli fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Eh, ertu að segja að þú viljir láta 13600 kr. inneignarnótu á 9000. Mér finnst það nú eiginlega algjört rugl.

Re: Karlar gáfaðari en konur!

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Já ég held að þú ættir að biðja konur afsökunar á þessu til að fyrirbyggja bann.

Re: Skilnaðarfár í Erinsbæ

í Sápur fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Hehehehe, já, ég held það geti bara verið. ;) Við erum á svipuðum aldri sjáðu til og ég hef orðið vör við þetta líka. Ég hef einhvern veginn á tilfinningunni að Boyd sé svona eiginlega aðal gæinn í Nágrönnum en hann er bara krakki í mínum augum.

Re: Snobb

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Þarf þá að fara að læra að segja “ég hlakka til”. ;)

Re: Snobb

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég er alveg sammála þér. Ég kaupi bara það sem mér finnst flott og á góðu verði. Ég kaupi ekki dýr föt eða merkjavöru. Mér líður ekkert verr út af því að fötin mín séu ekki úr dýrum búðum.

Re: nýr höfundur

í Sápur fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Þetta er nú ekkert nýtt. Það er bara langt síðan það var fjallað um þetta síðast.

Re: Diesel buxur á 20 þúsund....

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Þetta er bara brjálæði. Ég skil ekkert í því að fólk skuli kaupa buxur fyrir 20 þúsund kr.

Re: Skilnaðarfár í Erinsbæ

í Sápur fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Já, mér finnst þetta ekki nógu skemmtilegt ferli í þáttunum. Mér finnst alveg fáránlegt að Lyn skilji við Joe. Mér finnst hins vegar ekki að hún eigi að flytja til Bendigo. Mér finnst að það hefði bara átt að fá nýjan leikara til að leika Joe. Það hefur ekki oft verið skipt um leikara í Nágrönnum en þó nokkrum sinnum (t.d. Lucy Robinson, Bevery Marchall/Robinson og Cody Willis). Mér hefði fundist það mun betri lausn en að láta þau flytja eða skilja. Ég man reyndar ekki eftir því að mörg pör...

Re: RÚV bilað

í Sápur fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Það er stillimyndin hjá mér. Svo rúllar textinn: “útsending hefst innan skamms”, efst á skjánum.

Re: Sakaskrá

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Þú getur fengið upplýsingar um sjálfan þig auðvitað. En ef þú varst yngri en 14 ára þá varstu ósakhæfur (þegar þú stalst þessu blandi í poka í Hagkaupum) og þá fer ekkert á sakaskrá.

Re: RÚV bilað

í Sápur fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Það ætla ég RÉTT að vona ekki. Stillimyndin er að detta inn hjá mér öðru hvoru núna. En hún birtist bara í nokkrar sekúntur og hverfur svo aftur.

Re: RÚV bilað

í Sápur fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ok það er eins og hjá mér, nema ég er ekki með Breiðbandið. En núna sé ég öðru hvoru þetta sem er á daginn, tónlistarmyndbönd. Það kemur í svona 1 sekúntu og fer svo aftur og alveg svakalegar truflanir með. En það er þá allavega ekki verið með Leiðarljós í gangi svo maður missir ekki af heilum þætti.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok