Það eru nokkur ár síðan ég keppti síðast á hestaíþróttamóti en þá var það að mig minnir svona: hálfur hringur fet, hálfur hringur tölt, hálfur hringur yfirferðartölt, einn hringur brokk, hálfur hringur stökk. Mig minnir að þetta hafi nú verið svona. Áttu ekki reglubókina? Þetta gæti nefnilega hafa breyst. Ég man ekki heldur hvort það hafi verið einhver regla með röðina á gangtegundunum. En mig minnir allavega að stökk og fet hafi ekki verið heill hringur.