Ég verð nú að segja að eftir hátt í 20 ára áhorf á Nágranna þá var þetta ekki sena sem fékk mig til að tárast. Það gerist reyndar nánast aldrei yfir sjónvarpsefni, en þetta var ekkert sérstaklega tilfinningarík stund fannst mér. Þetta var leiðinlegt, en samt ekkert eins og t.d. dauði Drews eða álíka atvik.