Það kostar í kringum 5000kr. að fá gat í eyra á stofu, en þar ertu vissulega með lærðan einstakling. Ég hef alltaf farið í Mebu, man ekki hvað venjulegu götin kostuðu, það eru komin 8 ár síðan, en fékk mér annars staðar í eyrað um daginn og það kostaði 3000. Þetta er alls ekki vont. Þetta er svo fljótt að gerast að þú nærð ekki einu sinni að átta þig á sársaukanum fyrr en hann er horfinn. Þú getur samt verið aum í eyranu í nokkra daga, en það er ekkert til að hafa áhyggjur af.