Það er nú ekkert skrýtið að fólk hugsi mikið um íraksmálið og meira en öryrkjamálið. Það síðarnefnda snýst um það hvort nokkur þúsund hræður hafi efni á að borða steik endrum og sinnum (eða eitthvað svoleiðis), en í íraksmálinu er framtíð alls heimsins og öryggi flestra þjóða í húfi. Ef BNA mönnum tekst að ná sínu fram þá er komið fordæmi fyrir því að allir megi ráðast á alla, alltaf, ef þeir bara finna til þess átyllu. Ef BNA menn verða sigraðir, mun það breyta nálgun þeirra við heimsmálin...