Mér fannst nú myndin vera frekar mikil vonbrigði, enda erfitt að reyna að fylgja þessari snilldarbók eftir. Það var eins og myndin væri bara runa af aðalatriðunum úr bókinni, allt of miklu sleppt úr! Eflaust er myndin miklu betri ef maður hefur ekki lesið bókina, en fyrir einhvern sem hefur lesið bókina þá hlýtur þessi mynd að vera vonbrigði.