Einu sinni var Jón í bíltúr með konu sinni og tengdamóður sinni. Þau keyrðu yfir brú og þá stoppaði lögreglan þau og lögregluþjónninn sagði ,, Þið eruð tíuþúsundasti bíllinn sem keyrir yfir þessa brú slysalaust þannig að við viljum veita ykkur tíuþúusund krónur''. Þá segir Jón ,, Jibbí þá hef ég loksins efni á að taka bílprófið''. Þá segir kona Jóns ,, Taktu ekki mark á honum, hann er fullur''. Þá heyrist úr aftursætinu ,, Ég vissi að við kæmumst ekki langt á stolnum bíl''.