Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JonGretar
JonGretar Notandi frá fornöld 44 ára karlmaður
584 stig

Re: ogvodafone internet

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 18 árum, 11 mánuðum
1D10D villa meinaru?

Re: rss feed eða álíka með ísl sjónvarpsdagskrá?

í Vefsíðugerð fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Það er voða lítið mál að fá þetta info hjá RUV. Getur fengið í XML skjali sem auðvelt er að converta í hvað sem þú vilt. http://dagskra.ruv.is/files/ Stöð 2 og tengdar stöðvar virðast bara vera með þetta í textaskölum. Þú mundir þurfa skrifa parser fyrir það. Ekki beint þægilegasta formið. http://stod2.visir.is/?PageID=614 Fann ekki á netinu skjalið fyrir Skjá einn en svoleiðis skrá er til. Spurning um að þau séu jafnvel með póstlista og sendi þetta í emaili. Ég veit að hinar stöðvarnar eru...

Re: Heilsufæði sem forvörn gegn sjúkdómum

í Heilsa fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Humm… hljómar ótrúlega one-sided.. Flestir apar eru þekktir til að borða kjöt og skordýr. Og nokkrir borða kjöt næstum einungis. Málið er að við erum orðnar kjötætur. Milljónir ára af kjötáti hafa séð til þess. Ástæða þess að við höfum ekki breyttar tennur er að við þróuðum í staðinn það að ganga og nota verkfæri og þurftum þannig ekki beittar veiðitennur.

Re: Aðför að Reykjavíkurflugvelli!

í Deiglan fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég er ekki að tala um hversu lengi þú ert frá úthverfunum til rvk flugvöll eða kef. Heldur hvernig það standi að þú getir verið 35-60 mín frá Breiðholti til Laugarvegs en með smá vegakerfis breytingum gætiru verið 25-35 mín frá Keflavíkurvelli til Laugarvegs. Þetta er það sem að Dagur B og fleiri hafa sagt. Hversvegna ekki bara gera þessar kraftaverka breytingar á gatnakerfinu og flytja úthverfin til Keflavíkur. EINU rökin fyrir því að flytja völlinn eru þau að það sé hægt að gera byggð...

Re: Aðför að Reykjavíkurflugvelli!

í Deiglan fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Gaman líka að hlusta á rökin sem eru að koma frá sama fólkinu um það að ef flugvöllurinn yrði fluttur til Keflavíkur þá væri hægt að laga gatnakerfið þannig að ferðin tæki aðeins 25-30 mínotur. En svo í næstu setningu tala þeir um að Reykvíkingar þurfi þetta svæði vegna þess að það taki 35-60 mínotur að keyra frá úthverfunum. Hvernig í ósköpunum bílferð frá Keflavík til Miðbæjar á að taka helmingi styttri tíma en ferð frá Hafnarfirði til Miðbæjar er skemmtileg útkoma reiknidæma og greinilegt...

Re: Stargate SG-1 kemur á Skjá-1

í Sci-Fi fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég hef forðast SG1 en Atlantis hefur komið í ljós að er eitt það besta í SciFi.

Re: Lost stelpurnar handteknar

í Spenna / Drama fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Minni háttar afbrot. Fær bara að semja um að vera í fangelsi nálægt tökustað. Margar kvikmyndastjörnur hafa fengið að ferðast inn og út úr fangelsi þegar stór verkefnihanga á þeim. Svo er nú alltaf hægt að útbúa klefann hennar með blue-screen og klippa hana bara inn í tökurnar. ;)

Re: NME

í Hugi fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Þetta var nú alltaf til í Mál & Menningu. Hef reyndar ekki verslað þetta lengi. Þegar ég var unglingur þá var þetta einnig til í Kaupfélaginu á Egilsstöðum ef þú ert með smá bensín á bílnum.

Re: Lost trailerinn 209

í Spenna / Drama fyrir 19 árum
Þarf ekki að spurja… :) Til þess að fá MSN beint á routerunum þarf að port forwarda réttum portum frá routernum yfir í tölvuna. Ports 6891-6900 TCP for file transfer, 6901 TCP/UDP for voice

Re: Maclantic - spjallvefur fyrir íslenska Apple notendur

í Apple fyrir 19 árum
Bæði apple.is og hugi.is eru í eign fyrirtækja sem náttúrulega verða passa upp á sinn hag og reka þar af leiðandi ritstjórnarstefnu.

Re: Lost trailerinn 209

í Spenna / Drama fyrir 19 árum
Flestir eru nú á bakvið firewall. Kemur með eginlega ÖLLUM ADSL tengingum.

Re: Að formata Linux

í Linux fyrir 19 árum
Einnig ef að þú ert þegar með Windows XP installað á einni partitionunni þá geturu bootað upp í recovery mode og skrifað FIXBOOT eða FIXMBR til að uninstalla GRUB eða LILO.

Re: Ubuntu eða Fedora??

í Linux fyrir 19 árum
Ubuntu, Kubuntu, Debian eða SuSe er það besta sem þú getur farið í. Fedora er alveg mis. Hefur ekki verið almennilegt síðan RedHat 6 útgáfunni. Ekki gott kerfi til að læra á vegna þess að það virðist ekki vera nein stefna eða stjórn á neinu. Bara troðið nógu miklu drasli inn svo að það sé allt sem allir þurfa á að halda en enginn leið að finna það.

Re: NÝJANN SÆSTRENG!!!!

í Tilveran fyrir 19 árum
Það er ekki verið að tala um nýjann sæsteng þar reyndar. Það á að leggja á svæði annan streng til hliðar við Farice-1 um ákveðinn kafla í Skotlandi. Á þessum kafla hafa flestar bilanir orðið og verða þær vegna ýmissa framkvæmda og meira að segja er mikið vandamál með að rottur séu að naga strenginn í sundur. Ég held að strengurinn hafi ekki slitnað oft ofaní sjónum.

Re: Lost á Rúv þann OG þáttur 207... [ekki spoiler nema þegar ég merki]

í Spenna / Drama fyrir 19 árum
Það var nefnilega helvíti margt merkilegt í þessum þætti þó það hafi ekki verið gert mikið úr því. Eins og td. þegar hann sagði hafa drepið gaurinn í gryfjunni. “He was not a good man. That is why he was not in the list.” Og svo það að börnin voru tekin vegna þess að þau eru ennþá saklaus. Þannig í rauninni eru The Others að sýna svipaða hluti og French Lady sýnir.

Re: Chaos Theory

í Hugi fyrir 19 árum
Þú skilur þetta þegar þú verður eldri.

Re: Chaos Theory

í Hugi fyrir 19 árum
Misskilningurinn kemur frá því að við notum bara 10-15 % á hverjum tíma. En það kemur samt fyrir að stór partur heilans er rafvæddur á sama tíma. Það kallast flogakast og fólk hefur ekki talað um það að því líði eitthvað meira snjöllu á meðan því stendur. ;)

Re: Chaos Theory

í Hugi fyrir 19 árum
Tek fram að þetta er er rosaleg einföldun á parti ef kenningunni eins og ég skil hana og er það sem oftast er talað um í myndum. Annar partur af henni er líka Butterfly Effect. Það er að blakandi vængir fiðrildis hér á landi gæti átt sinn þátt í að stofna til storms í Kína. Reyndar er þetta enn einn hluturinn sem að handritshöfundar og Leikstjórar fara ill með og ná næstum að eyðileggja. Eins og bullið um að við notum bara 15% heilans sem oft er farið útí í SciFi myndum. Sem allar snúast um...

Re: Chaos Theory

í Hugi fyrir 19 árum
Til að summa upp þessa kenningu í einni setningu þá er grunnurinn að henni sá að ef horft er nógu vel á eitthvað sem virðist vera tilviljunarkennt og í óreglu þá fer maður að taka eftir reglu vegna þess að allir hlutir vilja komast í reglu.

Re: Kanar ráða netinu

í Tilveran fyrir 19 árum
Evrópubúar fundu ekki upp netið. ARPA kom með grunn systemið. Evrópskir aðilar held ég samt að hafi fundið upp grunnin að heimasíðum.

Re: Kanar ráða netinu

í Tilveran fyrir 19 árum
Ummm…. Þetta er bara ekki rétt hjá þér. Niðurstaðan er nefnilega að ekkert breytist. Þarna er verið að tala um ICANN stofnuna sem er æðsti aðili um domain names og IP tölur á netinu. Þetta hefur verið svona frá byrjun netsins. ICANN er ekki stjórnað af bandaríska þinginu á neinn hátt heldur hefur einkaleyfi á stjórnun á þessu svipað og ISNIC hefur einkarétt á umsjón .is domain nafna. Þannig að þetta leyfir ekki neina meiri ritskoðun né stjórnun á netinu. Getur lesið meira um þessa stofnun á...

Re: walt

í Spenna / Drama fyrir 19 árum
Ég er bara ekki fyndinn einstaklingur þannig að ekkert vera pæla og mikið í þessu.

Re: walt

í Spenna / Drama fyrir 19 árum
Satt hjá þér satt hjá þér… Dreg ummæli mín tilbaka og bið afsökunar til foreldra allra barna undir lögaldri sem kunna að hafa séð þetta.

Re: walt

í Spenna / Drama fyrir 19 árum
Róóólegur drengur…. Ég er ekki búinn að vera með dónaskap eða skítköst. Þú hefur verið einn með það. Við höfum kanski ekki hugmynd um hver Others séu. En það merkir ekki að við megum ekki halda að engir séu það. En… Haltu því bara sem þú heldur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok