Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JonGretar
JonGretar Notandi frá fornöld 44 ára karlmaður
584 stig

Re: Pan´s Labrynth 5 af 5

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Allt umhverfið í myndinni er mjög flott og frumlegt, ekker Hollywood drasl greenscreen sett.Það var nú reyndar þó nokkuð mikið af greenscreeni notað þarna.

Re: Pan´s Labrynth 5 af 5

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Þetta var náttúrulega allt í ímyndunaraflinu í henni. Fólk gerir undarlegustu hluti í dagraumunum.

Re: Talva - virkilega það vitlaust?

í Tungumál fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Og skjár er annað heiti á glugga. Things change. Mér persónulega fannst heimskulegt að hafa nefnt þetta tölva. Það voru mistök einhvers gamals karls sem að ætti að leiðrétta sem fyrst. Ég er ekki að mótmæla því að tölva sé rétt. Ég er að mótmæla því að þetta heimskulega orð hafi verið búið til. Af hverju var búið til orð sem að er öfugt á við allt sem við eigum til að venjast. Það er ástæða fyrir því að öllum hættir til að segja talva. Vegna þess að það er þægilegra að segja það.

Re: mikilvægi trúar :)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Augun eru nokkuð einfalt. Þú finnur mörg dýr í náttúrunni sem eru með mun vanþróaðari augu. Þetta byrjaði bara sem ljósnæmar frumur eins og fyrirfinnst ennþá. Augljóslega samkvæmt þróunarkenninguni má sjá hvernig afbrigði dýrana með aðeins betri ljósfrumur voru líklegri til að lifa af. Eftir 540 milljón ár af svoleiðis smábreytingum milli kynslóða má auðveldlega sjá hvernig augað þróast. Eina sem tekur smá tíma að fatta með þróunarkenninguna er tíminn. Við erum að tala um 540.000.000 síðan...

Re: Tölva / Talva

í Tungumál fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Jafnvel þó að orðið væri Talva þá mundiru samt segja tölvuna. Þú mundir áfram fallbeygja orðið eftir íslensku reglum. Við erum bara að tala um annað heiti á hlutnum sem við köllum tölva.

Re: mikilvægi trúar :)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Heldur betur…. :)

Re: mikilvægi trúar :)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Humm… Geimfarar æfa sig ekki í þyngdarlausum herbergjum. Þeir æfa sig í stærstu sundlaug í heimi. Einnig er til tækni þar sem að flugvél er flogið í átt að jörðunni þannig að allir sem eru í henni virðast vera þyngdarlausir. En í rauninni eru þeir bara að falla til jarðar á sama hraða og flugvélin. Að slökkva á þyngdaraflinu hinsvegar er ekki vísindalega hægt.

Re: Uppsetning á Mysql

í Vefsíðugerð fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Það er nú voða lítið sem þarf að gera…. Keyra bara installerinn og þetta ætti að vera komið. Ættir að geta bara tengst við hann.

Re: Byrja í forritun.

í Forritun fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Rails finnst mér reyndar gott. MVC framework er mjög sniðugt fyrir vefsíðugerð. Rails er hinsvega stórt og mikið enda er það til þess að skrifa stór web applications á borð við basecamphq.com og innranet og svoleiðis. Þetta er ekki ætlað fyrir einhverjar fyrirtækissíður.

Re: hjálp með apple tölvu

í Apple fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ef þetta er G5 vél þá á hún ennþá að vera mjög hæf í flesta vinnslu.

Re: mikilvægi trúar :)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Við skiljum hvorn annan. Og skil að trú getur haft góð áhrif. En ég tel bara að það séu betri leiðir og tel að heimurinn væri betri ef hún væri ekki til. Fólk sem getur hjálpað sér sjálft getur alltaf hjálpað sér sjálft án trúar jafn vel og með henni. Alvöru þunglyndi er ekkert sem þú leysir sjálfur. Þar mundi ég telja að trúin skaði frekar en hjálpi.

Re: mikilvægi trúar :)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Í öðru lagi býr mannkynið í dag yfir tækninni til að stjórna þyngdarlögmálinu algjörlega.njaaaahhhh…. Ég er sammála þér í flestu sem þú segir…. En við stjórnum nú ekki mikið þyngdaraflinu.

Re: mikilvægi trúar :)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Hefði ég ekki talið mig geta mótmælt punktinum þá hefði ég ekki gert það í fyrsta lagi. Ekki segja svona við fólk sem þú þekkir ekki..En þú mótmæltir engu sem hann sagði. Bara hverni hann sagði það. Æðra afl á yfirleitt við um einhverskonar guð. Það er bara merking orðatiltækisins. Og það skildu allir að hann átti við einhverskonar guð eða hugsandi afl. Ef það var skilgreint einhversstaðar í postinum hans þá sá ég það ekki, ég sá bara að “allir sem trúa á æðra afl eru fáfróðir” og það finnst...

Re: mikilvægi trúar :)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 9 mánuðum
En “æðra afl” var nokkuð vel skilgreint. Það varst svo þú sem komst og endurskilgreindir hugtakið. Og það er fátt hægt að gera þegar fólk gerir það. Þú hefðir getað notað sömu röksemdafærslu með orðið guð og gert það víðara til að reyna láta hann líta illa út. Þú vissir vel og allir aðrir vissu vel hvað átt var við með “æðra afl” hér. Þú gast ekki mótmælt púnktinum og fórst þá í staðinn í einhverja orðaleiki.

Re: mikilvægi trúar :)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Með miklahvell þá eru tilgátur í M-Theory(string theory) um það. Að svara “bara” er náttúrulega jafn slæmt og að svara “guð”. Enda geri ég það ekki né gera vísindamenn það. Rétta svarið er “Veit það ekki. En ég skal reyna finna það út fyrir þig.” Hvað er að því að skilja ekki eitthvað? Ef ég skil ekki einhverja flókna stærðfræði hvernig get ég sagt að hún sé útaf því að guð sé til. Hvernig leysir það vandamálið. Ég skil hana ekki enn. Hvernig hjálpaði tilvist guðs þarna?

Re: Nú falla öll vötn til Íran.

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ok…. Nú ertu bara gefa sjálfum þér upp einhverjar tölur. Þetta er ekki að reikna kalt og þetta hefur ekkert með röksemdir að gera. Þetta kallast að skálda reiknidæmi.

Re: mikilvægi trúar :)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ég tel vera bara skást að sleppa þessu alveg. Það eru til sunnudagsskólar (þó að mér findist að ætti að taka “skólar” partin burt úr því nafni) ef fólk vill endinlega breiða út vanþekkingu. En sú hugmynd að fólk velji sér trú get ég ekki skilið.

Re: mikilvægi trúar :)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Sorry en þú varst bara að teygja “æðra afl” vítt og breitt til að reyna láta hann líta illa út. Þú veist vel að þegar fólk segir “æðra afl” þá er verið að tala um intelligent afl. Afl sem að hugsar og hefur skoðanir. Og að trúa á slíkt er nálægt því að vera skilgreiningin á fáfræði og þraungsýni. Ég tel vera tvær hugsanir sem að búa til hugmyndina um Guð. Önnur er óttin við dauðan. Skiljanlegt finnst mér en full mikil sjálfsblekking fyrir mig. Hin hugsunin er basically “Ég skil ekki eitthvað...

Re: mikilvægi trúar :)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Að velja trú eftir því sem hentar þér eða sem þú fílar finnst mér vera bara mótsögn. Hvernig geturu valið þér trú? Hvernig getur fólk valið sér bara guð? Satt ber að segja finnst mér þetta vera sönnun á því að trúarbrögð séu bara félagsheimili og guð parturinn skiptir ekki máli.

Re: mikilvægi trúar :)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Nei nei nei nei. Skóli á ekki að kenna nein trúarbrögð at all í neinu formi. Ekki nema í sögufræði eða samfélagsfræði og þá allgerlega í fræðilegum skilningi. Skóli á að kenna fræðigreinar. Skóli á að kenna það sem vitað er satt. Skólinn á ekki að kenna hluti sem að eru vísindalega rangir.

Re: mikilvægi trúar :)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Intelligent Design er tilraun þeirra sem trúa á sköpunina til að reyna gera hana að vísindatilgátu til móts við þróunarkenninguna. Rökin þeirra eru að heimurinn sé svo flókin að það hljóti bara að vera hannað. Stór partur af því sem að þeir sem aðhillast ID gera er að dreifa misskilningi og lygum um þróunarkenninguna. Algeng lygi þeirra er að þróunarkenningin geti ekki útskýrt flókna hluti eins og augu og vængi sem er bara bull og merki um að fólk hafi ekki einu sinni kynnt sér málið. ID er...

Re: Byrja í forritun.

í Forritun fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ertu að tala um Ruby on Rails? Ertu ekki að fíla tungumál útaf frameworki? Það er eins og að fíla ekki C++ útaf Microsoft Foundation Classes.

Re: Byrja í forritun.

í Forritun fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Nú? Einhver misskilningur í gangi hérna eða? Bætt við 13. febrúar 2007 - 21:02 Það er nefnilega yfirleitt svipað fólk sem fer í Ruby og í Python. Svona svipuð mál í uppbyggingu. Ruby er ekki með ident nasismann sem ég fílaði ekki. Ruby er einnig fully OO fyrir þá sem fíla það og mér finnst syntaxinn fallegri.

Re: mikilvægi trúar :)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Vandamálið er að mörgum börnum er samt kennd vitleysa eins og Intelligent Design hér á landi þó það sé ekki gert í almennum skólum. Það er kanski ekki hægt að gera mikið í því ef að foreldrar segja börnum þetta en ég hef heyrt að þetta sé kennt hjá Krossinum og þar undir yfirskini menntunar. Og mér finnst bara að það eigi að vera refsivert. Vandamálið er að meðal foreldrar eignast tvö börn. Og þannig by definition fjöldar illa fólki sem hefur verið kennt vitleysa eins og þetta gífurlega í...

Re: Byrja í forritun.

í Forritun fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Úff… Ég mundi samt ekki mæla með PHP sem grunn að frekari forritun. PHP er svosem fínt til síns brúks en það eru svo mikið af ljótum ósiðum þar sem tók mig langann tíma að losa mig við. Ruby eða Python er mun betri byrjun. Einfaldari en samt öflugri. C getur svo komið smám saman og jafnvel bara með Python eða Ruby þar sem maður notar stundum C kóða inní Ruby ef eitthvað verður að gerast eldsnögg. Svona svipað og C gaurar fara í Assemly. Bætt við 13. febrúar 2007 - 18:12 Það er mjög sniðugur...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok