Fyrir ofan himininn er virkilega öflugur diskur. Með þeim betri sem komu út á árinu á Íslandi að mér finnst. Það sem er að verða áhugavert varðandi Sign er tónlistarstefnan þeirra. Þeir hafa tekið Glamrokkinu opnum örmum núna en lagasmíðarnar eru þrátt fyrir það mun skemmtilegri en flest glamrokkið sem var í gangi þegar það var upp á sitt besta. Ætli það sé ekki helst gítarinn, sólóin, og ef til vill röddin sem minna mann svona á Glamrokkið. Eins og ég sagði um lagasmíðarnar þá finnst mér...