Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Grindvíkingar völtu yfir Skagamenn! 3-0 (7 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Grindvíkingar tóku á móti Skagamönnum í dag, og maður var varla búinn að setjast niður fyrir framan sjónvarpið (vaknaði svo seint að ég nennti ekki á leikinn:)) þegar Grétar Hjartarson var búinn að koma Grindvíkingum yfir, Scotty stakk inná hann og Grétar smellti í markið á hlaupum fyrir utan teiginn, markið kom á 2. mín. Síðan strax á 9. mínútu skoraði Grétar aftur eftir að hafa tekið frákast frá Kela og Grindvíkingar komnir í 2-0. Glæsilegt byrjun gegn toppliðinu. Í seinnihálfleik setti...

Parma 2001/02 (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Parma mæta með nokkuð breytt lið frá því í fyrra, og að mínum dómi ekki eins sterkt, enda fóru mjög sterkir leikmenn frá liðinu þegar Buffon og Thuram fóru. Einnig fóru Sergio Conceicão og Amoroso frá liðinu, ekki lélegir leikmenn þar á ferð! Parma liðið lítur annars svona út: Markmenn: 83 Alfonso De Lucia Brazil 11/12/1983 1 Sebastien Frey France 18/03/1980* 30 Claudio Taffarel Brazil 08/05/1966* Varnarmenn: 3 Antonio Benarrivo Brindisi 21/08/1968 17 Fabio Cannavaro Napoli 13/09/1973 74...

Darlington FC, Part III (7 álit)

í Manager leikir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ævintýrið heldur áfram! Já eins og ég sagði frá í gær hófst barátta Darlington í úrvalsdeildinni í gærkvöldi, og eins og í öllum deildunum nema þriðju bjuggust menn við því að liðið myndi berjast hetjulega við fall. Nú þegar að 14 leikir eru búnir af tímabilinu er ég staddur í 4. sætinu(var í öðru fyrir síðustu umferð) með 25 stig, 8 sigra, 1 jafntefli og 5 töp. Ég verð nú að segja að þetta hefur alltsaman gengið vonum framar, og meðal þeirra liða sem ég hef lagt af velli eru Liverpool og...

Svolítið létt! (7 álit)

í Manager leikir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég tók aðeins við stjórnartaumum Lazio hjá einum vini mínum núna á mánudaginn, hann var ekki viðstaddur og sagði að ég mætti bara rugla í þessu eins og ég vildi! Ég hafði aldrei áður komið nálægt þessu liði og ætlaði nú ekki að fara að eyðileggja allt fyrir manninum, sérstaklega þar sem Meistaradeildin var í fullum gangi. Liðið var frekar þunnskipað, búið að selja nokkra en bara kaupa tvo, Super Sheva og einhvern lélegan ungan Svía(sem ég varð að nota sökum þess hve fáir miðjumenn eru í...

Tímarnir breytast (14 álit)

í Blizzard leikir fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég átti aldrei Diablo, ég byrjaði bara að spila Diablo II. Um helgina keypti ég mér hins vegar Diablo, BestSeller series dæmi eitthvað. Ég er nú ekki búinn að spila hann mikið en hann er mjög svipaður hinum, II er bara töluvert fullkomnari (hann er svo svipaður að það er sama stef undir!). En mikið hafa nú tímarnir breyst, system requirements eru all svakalega lágt! Pentium 60mhz (ég held að ég sleppi með mín 1000:) 8mb RAM (já ég held að mín 256 sleppi líka þar) Tveggja hraða geisladrif!...

Dude, where's my car? (15 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég sá Dude, where's my car loksins núna á föstudaginn, ætlaði alltaf á hana í bíó en komst aldrei til þess. Þegar ég byrjaði að horfa á myndina bjóst ég við að þetta væri einhver fyllerísvitleysis mynd sem gerðist nánast að öllu leyti á strippstað, en sú varð sko ekki raunin! Ævintýrin sem aðalpersónur myndarinnar, Jesse og Chester, lenda í eru ótrúleg. Þegar myndin byrjar muna þeir ekki hvar þeir lögðu bíl Jesse's og hefst þá mikil leit að honum. Í ljós kemur að þeir voru m.a. á strippstað...

Holly Valance - Flick Scully (Bio) (15 álit)

í Sápur fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Nafn: Holly Valance. Fæðingardagur: 11. maí, 1983. Kærasti: Peter, býr í Melbourne. Uppáhalds “hang out” staðir: Barir og veitingastaðir. Áhugamál: Bíómyndir, sérstaklega myndir með breskum leikurum, kickbox, bílar og sund. (Býr nálægt sjónum og fer oft að synda). Uppáhaldsmatur: Hamborgarar, Maggi núðlur og franskar. Heimili: Hús við ströndina í Brighton, sem er úthverfi suður af Melbourne. Uppáhaldsbrandari: Roses are red, violets are blue, I\'m schizophrenic and so am I. Framtíðar...

Neighbours brandarar (14 álit)

í Sápur fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Á netinu eru til nokkrar granna-síður. Þær eru nú mis góðar og sumar innihalda algjörlega useless upplýsingar og á einni fann á Neighbours brandara. Þeir eru djöfull margir þannig að ég ætla bara að birta hluta þeirra í bili. Warning - these jokes are extremely unfunny. (þessi viðvörun stendur efst á síðunni:) _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ Why did Karl give his son lots of money? He had to pay the Bill. What did Hamlet say when he met Jared Rebecchi? Toa - die or not Toa -...

"How low will you go?" (15 álit)

í Sápur fyrir 23 árum, 3 mánuðum
“How low will you go?” Þetta voru orð Lance í dag þegar að Toadie var að reyna að fá Lou til að semja við sig um afslátt af áfengi og rifta samningnum sem hann var búinn að gera við Lance. Lou er hins vegar ekki óheiðarlegur og sagði nei, og svo stóð Lance líka fyrir aftan Toadie :) Í dag kom það sem sagt í ljós hver Sandy Swimmer var, enginn annar en Toadie! Eftir að Sandy stal hugmynd Lance's grunaði mig annaðhvort Toadie eða Steph, og þar sem Steph er bæði mjög traustur vinur og ekki í...

Að borða hunda! (78 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Töluverð umræða hefur verið undanfarið um hundarækt til manneldis. Flestir segja bara: „Oj nei, ekki vil ég fara að éta hann Snata!" En það er ekki málið! Ég á ekki hund sjálfur en tveir vinir mínir eiga hunda og ekki hef ég neinn áhuga á að slátra þeim og leggja mér þá til munns! En ef einhver færi að rækta hunda í þeim einum tilgangi að éta þá liti málið öðruvísi við. Tökum sem dæmi hestamenn, flestir éta þeir sennilega hrossakjöt þó svo að enginn þeirra gæti hugsað sér að éta Grána sinn...

Opið bréf til Stöðvar 2 (23 álit)

í Sápur fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Nágrannar eru öðruvísi sápuópera. Í nágrönnum eru ekki allir millar, þar komast ekki allir upp með glæpi án þess að vera nokkurn tíman refsað, og þar er mamma eins mans ekki fráskilin ekkja, fimm barna móðir, drykkjusjúklingur og heldur við besta vin sama mans(dæmigerð persóna úr Leiðindaljósi:). Nágrannar fjalla um daglegt líf og það sem venjulegar manneskjur þurfa að fást við á hverjum degi, og það held ég einmitt að sé ástæða þess hversu vinsælir þættirnir eru! Hvers vegna í ósköpunum er...

Að borða hund! (3 álit)

í Matargerð fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Töluverð umræða hefur verið undanfarið um hundarækt til manneldis. Flestir segja bara: „Oj nei, ekki vil ég fara að éta hann Snata!" En það er ekki málið! Ég á ekki hund sjálfur en tveir vinir mínir eiga hunda og ekki hef ég neinn áhuga á að slátra þeim og leggja mér þá til munns! En ef einhver færi að rækta hunda í þeim einum tilgangi að éta þá liti málið öðruvísi við. Tökum sem dæmi hestamenn, flestir éta þeir sennilega hrossakjöt þó svo að enginn þeirra gæti hugsað sér að éta Grána sinn...

Draumurinn farinn í Toronto (0 álit)

í Körfubolti fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Eftir frekar dapurt tímabil með Rockets í fyrra, þar sem Hakeem spilaði ekki mikið sökum meiðsla (og elli), hefur hann nú skipt yfir í Toronto. Í staðinn fengu Houston tvo valrétti í nýliðavalinu. Hakeem sem orðinn er 38 ára var ósáttur við það hversu lítið hann fékk að spila hjá Houston og var að íhuga að hætta á tímabili í vetur en Tomjanovich sannfærði hann um að halda áfram sem hann og gerði. Hakeem var búinn að tala um það að ef hann ætti að halda áfram með Rockets yrði hann að fá...

HIV og Afríka (5 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 4 mánuðum
HIV og Afríka Í Afríku ríkir fár og hungur, þar er enginn leikur að vera ungur. En mennirnir þar eru sko alls engar gungur, þeir veiða ljón og skera úr þeim tungur. Þar er eigi gaman til þess að vita, að börnin í Afríku fá aldrei ætan bita, engan þar hrjáir offita og daglegt vandamál er skita. Svo til að bæta svörtu ofaná grátt át fólkið apakjötið hrátt. Síðan fengu sér flestir drátt, er nú fólkið frekar fátt. Í Afríku er enginn fullorðinn lengur, aðeins gamall maður ellegar ungur drengur....

Að redda sér! (5 álit)

í Matargerð fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Síðustu daga og næstu daga, hef ég og mun vera einn heima. Þá er ekkert elsku mamma heldur verður maður bara takk fyrir að redda sér! Það er hægt að malla ótrúlegustu hluti á eigin spýtur og mig langar að miðla nokkrum af þeim til ykkar, og um leið veita þeim leiðbeiningar sem eiga eftir að lenda í sömu aðstöðu einn góðan veðurdag! Hamborgarar: Öll kunnum við nú að meta góða hamborgara, og það er lítið mál að útbúa þá sjálfur! Ég nota gasgrillið helst(þarf ekki að þrífa eins oft og pönnu) en...

Unndór Sigurðsson þjálfar Grindavík(stelpurnar) (2 álit)

í Körfubolti fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Það er ljóst að Unndór Sigurðsson mun verða næsti þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík, en Unndór hefur þjálfað yngri flokka félagsins undanfarin ár með góðum árangri. Verið er að skoða leikmannamál og allar líkur eru á því að fenginn verður erlendur leikmaður. Unndór mun einnig aðstoða Friðrik Inga með meistaraflokk karla. Unndór var á sínum tíma mjög efnilegur leikmaður og var þekktur fyrir sérstakan skotstíl og einnig ágæta hittni, þá sérstaklega af þriggjastiga línunni, eða neðan...

Njótum ásta (ritskoðaður titill) (11 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ljóð þetta var samið í flýti af mér og kumpánum mínum, og á sér enga stoð í raunveruleikanum :) ——— Ó mín kæra Fríða, þér vil ég ríða, uppí rúm til þín skríða. Þú munt fætur þína glenna, þegar ég mun í sköp þín renna. Saman við þeysum á ógnarhraða, þar sem ég er búinn að gera þig gríðargraða, hvort þú færð það mun ég engu lofa, því þegar ég er búinn fer ég að sofa. —– “Then God said; ”Let there be boobs,“” Fez, That 70's Show

Collymore ekki með Boston Utd! (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Enska utandeildarliðið Boston United bauð hinum hætta Stan Collymore að ganga til liðs við liðið og reyna þannig að rífa sig uppúr þunglyndinu og reyna að finna ástina á leiknum á ný. En Collymore sagði bara nei takk! Hann er bara búinn að fá nóg, og vill víst frekar vera „á pöbbanum heldur en að spila pöbbabolta" (tilvitnun í gras.is). Stan var á sínum tíma gríðarlega góður knattspyrnumaður en skemmdi það allt fyrir sér með bölvuðu rugli. Hann sýndi það með Bradford í fyrra að hann átti...

Buffon endanlega farinn og fleiri fréttir (8 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Það er orðið (því miður) endanlega staðfest að Juve hefur gengið frá kaupum á markverði Parma, Gianlugi Buffon. Eitthvað virðist kaupverðið vera á reiki, en nefndar hafa verið tölur eins og 65 milljónir dollara og 30 milljónir punda. Buffon vildi koma þökkum á framfæri við eigendur Parma, fyrst þakka þeim fyrir árin sem hann hefur eytt hjá Parma og einnig fyrir að leifa honum að fara, en hann telur þessa sölu vera stórt skref uppá við. Nú er talið mjög líklegt að Parma kaupi Sebastian Frey...

Darlington FC (9 álit)

í Manager leikir fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Þegar ég byrjaði fyrst í CM2 96/97 spilaði ég alltaf með stórlið, og nánast undantekningalaust Liverpool því hópurinn þeirra var frábær. James var einn besti markmaðurinn, Ruddock og Babb með bestu varnarmönnum í leiknum(einnig stóðu Bjorneby, Harkness, Scales og Rob Jones allir fyrir sínu), Redknapp, McManaman, Berger og McAteer rokkuðu á miðjunni, Mark Kennedy var mjög öflugur sóknartengiliður og að lokum voru Robbie Fowler og sérstaklega Stan Collymore snilldar sóknarmenn. Ég vil þó taka...

Ólöglegt mark hjá ÍBV? (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Í dómarahorninu á gras.is var eftirfarandi text: Spurning: Er einhverjar reglur sem banna mönnum að pressa á markmann þegar hann annað hvort hendir frá marki eða tekur útspörk? Yrði dæmd aukaspyrna ef maður setti fótinn fyrir þegar markmaður væri að taka útspark og leikmaðurinn næði boltanum? kveðja, ÁG —————— Svar: Svarið við þessari spurningu er já. Í 12. grein knattspyrnulaganna (sjá ksi.is) er m.a. að finna eftirfarandi ákvæði: Óbein aukaspyrna er (einnig) dæmd liði mótherjanna, ef...

Kláraði loksins Soviet! (7 álit)

í Herkænskuleikir fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Jæja ég tók mig til í dag og skellti RA2 aftur í eftir langt hlé. Ég þurfti nefnilega að formatta tölvuna á sínum tíma, skrifaði þá save-in á disk(ég á bara Soviet disk, þannig að þetta voru bara save með þeim) og hef ekki hreyft við þeim síðan, ég var í þriðja síðasta missioninu, átti bara eftir að láta engenier-inn labba inní Battle-labið, var búinn að hreinsa allt annað út(og m.a. fá Yuri Prime úr kassa!). Eftir þetta tók við borðið þar sem maður þarf að rústa Kreml(og ég hélt jafnvel að...

Að vera vinir fyrst! (22 álit)

í Rómantík fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég var að horfa á Friends í gær þegar mér varð hugsað til umræðu hérna á rómantík hvort það væri hægt að vera „bara“ vinir og þar fram eftir götunum. Joey öfundaði Chandler nefnilega af því hve samband hans og Monicu var náið og innihaldsríkt og Rachel hafði mjög góða skýringu á því, þau voru vinir fyrst! Joey vildi þá komast í svipað samband og fór að reyna við Rachel en þá sagði hún: ”Joey, don't hit on your old friends!“ Góður punktur hjá Rachel. Það er mín skoðun að vinátta sé hinn...

Thuram á förum, en hvert? (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Það er orðið alveg ljóst að Thuram er á förum frá Parma, en hvert virðist enginn vita! Parma var búið að ganga frá samningi við Lazio en Thuram virðist hins vegar hafa hafnað því að fara til þeirra vegna kynþáttahaturs stuðningsmanna Lazio sem hafa verið kærðir fyrir kynþáttahatur, og því ekki skrýtið að þeldökkur maður vilji ekki fara þangað! Það nýjasta í stöðunni er það að Thuram sé kominn til Juve, fyrir 22 milljónir punda, miðað við fréttir DV, en það ber þó að taka þeim með fyrirvara...

Roma meistarar og leikmenn berháttaðir! (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Jæja Roma lönduðu loksins titlinum í dag eftir að hafa verið alveg við það í síðustu leikjum. Roma unnu Parma í dag og voru þar með öruggir en Juve og Lazio áttu bæði möguleika á titlinum en þá hefðu Roma menn þurft að tapa sínum leik. Hefðu Roma tapað hefðu Juve orðið meistarar því þeir unnu sinn leik 2-1 á móti Atalanta, Lazio töpuðu hins vegar á móti Lecce. Leikur Roma og Parma var í beinni á Sýn en ég sá aðeins hluta af honum þar sem ég var að fara á leik Grindavíkur og FC Vilash, en ég...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok