Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Helvítis kattar óféti! (88 álit)

í Kettir fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég vil bara byrja á því að taka fram að ég hef ekkert á móti köttum. Ég er tiltölulega nýfluttur í íbúð sem var hér áður fyrr stútfull af köttum (amk 5 kettir þegar verst var). Eigandinn hugsaði ekkert um þá og skildi þá síðan eftir þegar hún flutti út og þeir migu útum ALLT! Það var því ærið verk að þrífa almennilega áður en við fluttum inn. Eftir að við fluttum inn hafa hins vegar kettir sótt í íbúðina eins og flugur í skít. Þeir koma iðulega inn á nóttunni og við þorum helst ekki að...

Fréttaskrif af íslenska boltanum til háborinnar skammar (30 álit)

í Körfubolti fyrir 19 árum, 1 mánuði
Nú er íslenski boltinn farinn að rúlla á ný. Heilar tvær umferðir eru búnar. Að sama skapi er búið að fjalla um heila tvo leiki í Fréttablaðinu! Eftir fyrstu umferðina ætlaði ég að lesa um leik minna manna í Grindavík á móti Haukum, en fann enga umfjöllun. Ég fann bara mjög takmarkað magn af íþróttafréttum en hins vegar alveg helling af auglýsingum á þessum fáu síðum sem íþróttirnar fá. Í morgun ætlaði ég svo að lesa um leiki 2. umferðar yfir morgunmatnum. Eina sem ég fann var umfjöllunum um...

Pantera koma aldrei saman aftur (177 álit)

í Metall fyrir 19 árum, 11 mánuðum
8. desember ætlar að reynast tónlistarsögunni erfiður dagur. Þennan dag árið 1980 var John Lennon skotinn til bana af geðveikum aðdáenda. Í gærkvöldi, 24 árum síðar var Dimebag Darrel, fyrrum gítarleikari Pantera, og núverandi gítarleikari Damageplan, skotinn til bana á sviði af snargeðveikum aðdáenda. Damageplan voru að halda tónleika í Columbus í Ohio og voru bara rétt byrjaðir á fyrsta laginu þegar byssumaðurinn ruddist uppá svið, öskraði eittvað á Dimebag að um að það væri honum að kenna...

Allt búið! *MIKLIR SPOILER-AR!* (39 álit)

í Gamanþættir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Jæja, þá er búið að sýna allra síðasta Friends þáttinn. Það var vægast sagt skrýtið að horfa á þetta, vitandi það að það verður aldrei gerður annar þáttur :( Þessir síðustu þættir hafa verið frekar væmnir, og sumir hafa verið að kvarta yfir því, en mér finnst að þetta verði bara að vera svona! Maður er að kveðja vini sem maður er búinn að eiga í 10 ár og mun aldrei sjá aftur nema endursýnda. Annars fór þetta nú allt á mjög fyrirsjáanlegan hátt. Chandler og Monica fengu loksins krakka, og...

Weezer - algjört æði! (33 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Einn dag í endaðan janúar síðastliðinn sat ég heima og lét mér leiðast. Það var vetrarfrí í skólanum og ég hafði lítið annað að gera en að dunda mér í tölvunni. Ég hafði nýlega sótt mér eina 24 diska á DC og meðal þeirra voru allir Weezer diskarnir. Ég hafði aldrei hlustað neitt á Weezer svona fyrir utan lögin sem maður heyrði í útvarpinu. Mér þótti þau mátulega heillandi og grípandi, amk nóg til þess að ég ákvað að þarna að kynna mér Weezer aðeins betur. Vá hvað ég hef ekki séð eftir því....

Fordómar gagnvart metalhausum (43 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég var skikkaður til að semja 800 orða grein í fjölmiðlafræði og ákvað að skrifa aðeins um þá fordóma sem maður þarf að mæta ef maður hlustar á góða tónlist. Ég ákvað að skella greininni hérna inn líka svona uppá grínið, njótið vel! — Ekki beygja þig fyrir tískustraumum líðandi stundar, vertu þú sjálfur! Að vera sjálfstæð persóna í nútíma samfélagi er erfitt. Hvert sem maður lítur eru öfl sem reyna að hafa áhrif á allt sem maður gerir eða hvers konar smekk maður á að hafa. Algengast er...

Félagsfræðibraut, the easy way out? (89 álit)

í Skóli fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein er sú að ég er í skóla (Menntaskólanum á Akureyri) með undarlegt skólaár. Við sem sagt byrjum í skólanum um miðjan september, förum í próf í janúar og ljúkum námi í kringum 10. júní. Vægast sagt afbrigðilegt skólaár, sennilega leifar frá því þegar allir nemendur þurftu að vera heima um réttirnar ;) En já, vegna þess hve prófin eru seint fara jólin hjá mörgum í endalaust prófstress og lærdóm, í stað þess að eiga róleg jól með fjölskyldu og vinum, eða...

Að vera kynferðislega kósý (28 álit)

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Mig langar aðeins að nefna ástarhöld hérna á þessu ágæta áhugamáli ;) Þannig er mál með vexti að í sumar var ég að tala við félaga minn á sjónum um það að við þyrftum nú að fara losa okkar við bjórvömbina. Þá sagði hann: “Nei blessaður vertu, þó svo að við kallarnir viljum losna við þetta þá finnst kellingunum þetta bara kynferðislega kósý!” Ég verð að segja eftir að hafa velt þessu svoldið fyrir mér að ég er alveg sammála honum, það er ekkert eins yndislegt og smá bumba á stelpu til að...

Undanfarnir dagar, allir að missa vitið! (25 álit)

í Sápur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Já, það eru hreinlega allir að missa vitið þessa daganna í grönnum. Hæst ber að sjálfsögðu minnisleysi Susan, en svo missti Marc greinilega vitið líka, og eitthvað var aðeins að klikka hjá Toadie kallinum líka, en heilinn fær jú ekki alltaf að ráða þegar kemur að ástarmálum ;) En já, eins og sennilega flestir vita lenti Susan í slysi og missti minnið í framhaldi af því. Hún heldur núna að hún sé orðinn 16 ára aftur, þekkir ekki Karl (né neinn annan í fjölskyldunni) og er bara engan veginn að...

X2 (27 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
X2, framhaldið af X Men ku vera stærsta bíóupplifun ársins samkvæmt auglýsingum, og mönnum er ráðlagt að búa sig undir það. Ég veit nú ekki alveg hversu rétt það er, en ansi stór er hún. (Ég tippa á Matrix sem stærstu bíóupplifun ársins…) Áður en lengra er haldið, verð ég þó því miður að játa það að ég hef ekki séð fyrri myndina, og get því ekki borið þessar tvær saman. En af framhaldi af vera, stendur þessi sig mjög vel, og jafnvel betur en fyrirrennari sinn vilja margir meina. Þegar hér er...

Stefna Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum (34 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Eftirfarandi texta fékk ég sendan í rafpósti frá vinum mínum í Sjálfstæðisflokknum í dag: “Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja stöðugleika við stjórn fiskveiða Sjálfstæðisflokkurinn vill standa vörð um hagsmuni sjávarbyggðanna og styður ekki ábyrgðarlausar tillögur um þá byltingu fiskveiðistjórnunarkerfisins, sem allir stjórnarandstöðuflokkarnir hafa boðað. Fólk og fyrirtæki um allt land hafa tekist á hendur miklar skuldbindingar og fjárfest í greininni. Mikilvægt er að tryggja að fótum verði...

Dreamcatcher (32 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
*Fyrir lestur þessarar greinar skal það tekið fram að ég hef ekki lesið eina einustu bók eftir King!* Ég hef nú aldrei verið mikill Stephen King aðdáandi en engu að síður á hann óhugnalega marga aðdáendur, þannig að eitthvað hlýtur að vera varið í það sem hann gerir! Þess vegna ákvað ég að skella mér á nýjustu afurð hans, Dreamcatcher, í gærkvöldi í góðra vinahópi, og ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum. Ég varð í rauninni bara mjög sáttur og er það ekki fyrir mestu þegar maður fer í bíó?...

Jasmin St. Clair (29 álit)

í Fræga fólkið fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þar sem allir hafa undanfarið verið að dæla inn greinum um fræga fólkið ákvað ég að ég yrði hreinlega að vera með og ákvað að senda inn grein um uppáhalds leikkonuna mína, Jasmin St. Clair. Margir hvá sennilega þegar þeir lesa þetta nafn en ég veit að það eru margir aðrir sem vita fullkomlega hver þessi guðdómlega kona er og glotta við tönn þegar þeir lesa þetta. Jasmin er fædd 23. október 1974 og verður því 29 ára á þessu ári. Hún er af frönskum ættum (einnig ítölskum og sænskum) en var...

Josie and the Pussycats (2001) Ojjjjj! (44 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég verð að drífa mig að skrifa þessa grein áður en þessi mynd hverfur algjörlega úr minni mínu, því hún skilur ekkert eftir sig. — Ég sá Josie and the Pussycats núna um daginn, rétt fyrir jól ef ég man rétt, þegar Stöð tvö sýndi hana. Ég ákvað að sjá hana svona uppá grínið, hafði ekki hugmynd um útá hvað hún snérist, en vissi að í henni væri hin gullfallega leikkona Tara Reid. Ég settist því fyrir framan sjónvarpið, vongóður um ágæta afþreyingu. Mikið rosalega varð ég fyrir miklum...

Parma sofnuðu á verðinum! (9 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Parma eru úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir að hafa tapað leik sínum á móti Wisla Krakow á frekar klaufalegan hátt. Parma sem unnu heimaleik sinn 2-1 töpuðu útleiknum 2-1 eftir venjulegan leiktíma, og fengu síðan tvö mörk á sig í framlenginunni og töpuðu því samanlagt 5-3. Þessi úrslit teljast nokkuð óvænt en margir veðbankar höfðu spáð liðinu alla leið í undanúrslit. Parma komust yfir í leiknum á 5. mínútu með þrumfleyg frá Adriano og komust þá í góða stöðu, 3-1 samanlagt. Allt fram á...

Hakeem "The Dream" Olajuwon heiðraður (6 álit)

í Körfubolti fyrir 22 árum
Í hálfleik er Houston Rockets og Golden State Warriors áttust við var Hakeem Olajuwon heiðraður er treyja hans, númer #34, var dregin uppí rjáfur hinnar glæsilegu íþróttarhallar Rockets. Með þessum hætti vilja forráðamenn Rockets votta hinum frábæra miðherja virðingu sína og þakka honum fyrir framlag hans til liðisins, og í framtíðinni verður bannað að nota treyju númer #34 hjá Rockets Hakeem sem kemur frá Nígeríu (en er núna með Bandarískan ríkisborgararétt) spilaði með háskólaliði Houston...

Manute Bol snýr aftur! (10 álit)

í Körfubolti fyrir 22 árum
Hver man ekki eftir risanum frá Sudan, Manute Bol, sem lék á árum áður með Sixers og er hæsti leikmaður (2,34 m) sem nokkurn tíman hefur leikið í NBA. Bol var þekktur fyrir hæfileika sína til að verja skot en gat víst lítið annað. Sjálfur man ég lítið eftir honum en það eru liðin sjö ár síðan að Bol hvarf á braut úr NBA. En nú hefur hann boðað endurkomu sína! Ekki í körfubolta, heldur hokkí! Já hokkí. Þessi risavaxni maður ætlar að fara að leika hokkí með atvinnumanna (ekki áhugamanna)...

Bohemian Rhapsody valið besta dægurlagið! (36 álit)

í Rokk fyrir 22 árum
Besta hljómsveit allra tíma, Queen, fékk laglega viðurkenningu á dögunum, þegar Bohemian Rhapsody var valið besta dægurlag síðustu 50 ára. Þessi grein er tekin af mbl.is: Lagið Bohemian Rhapsody sem hljómsveitin Queen sendi frá sér árið 1975 hefur verið valið besta dægurlag síðustu hálfu aldar í könnun sem gerð var á Netinu í Bretlandi á vegum fyrirtækis sem sér um bresku vinsældarlistana. Í næstu sætum voru lögin Imagine með John Lennon, Hey Jude með Bítlunum, Bridge over Troubled Water með...

Masters of the Universe (1987) (18 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Hver man ekki eftir He-Man og vinum hans? Allir sem eru á aldur við mig og nokkrum árum eldri kannast við þessa ofur-ofurhetju. Við horfðum á hann í sjónvarpinu og flestir áttu helling af He-Man köllum. En færri vissu sennilega af því að árið '87 (þegar ég var tveggja ára…) var gerð mynd um ævintýri He-Mans. Í henni leikur sænska vöðvabúntið Dolph Lundgren He-Man og gerir það ekkert voðalega vel… Auk þess er hann frekar gay eitthvað, nánast nakinn og glansar alltaf allur sennilega af...

Teamplay strákar! Teamplay... (56 álit)

í Battlefield fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ok, nú er ég búinn að spila demo-ið á fullu í gær og dag og ég er heillaður! En það eru samt nokkrir hlutir sem fara mjög í taugarnar á mér, og þá sérstaklega hversu lélegt teamplay menn sýna oft. Þessi leikur gengur útá teamplay og ef það er lélegt er liðið lélegt… Svo við tökum dæmi úr tveimur síðustu leikjum kvöldsins hjá mér: Axis að riðjast inní eitt base-ið, ég er einn þar, scout. Bakka inní hús og þeir vita ekki af mér, er með 5 skot í byssunni. Reporta að ég hafi séð units og...

Góður Joel... (29.08.2002) (18 álit)

í Sápur fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Jæja gott fólk, Joel og Flick eru hætt saman (eitthvað sem var nú að ég held óumflýjanlegt…). Meðan að Flick var í burtu í þessum námsbúðum sínum var Joel mikið með Dione, enda var hún að ganga í gegnum erfið sambandsslit. Flick var ekki alveg að meika það að Joel skildi vera svona mikið með sinni fyrrverandi en hann sagði að hann væri bara að reyna að vera góður vinur. Abbababb! sagði Flick þá og spurði Joel hvort hann vildi losna úr sambandi, svona þrisvar eða svo, og alltaf sagði hann...

Búdrýgindi, sínum smá biðlund! (79 álit)

í Metall fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég finn mig knúinn til að verja Búdrýgindi aðeins. Flestir hér hafa talað um þá á mjög neikvæðan hátt, þeir spili ekki metal og þar fram eftir götunum. En við hverju á að búast? Þetta eru ekki nema svona 12-14 ára guttar (myndi ég giska á, þar sem að söngvarinn er ekki enn kominn í mútur, hann er varla eldri en 12 ára!) og eiga vafalaust eftir að þroskast með aldrinum. Einhver talaði um að skipta um söngvara, en ég held að við ættum bara að bíða eftir mútunum ;) En svo er það textagerðin sem...

Sófar - Þægindum fórnað fyrir útlitið? (8 álit)

í Heimilið fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Komiði nú öll heil og sæl. Hér fyrr í sumar flutti ég í nýtt herbergi og keypti í framhaldi af því nýtt skrifborð, hillusamstæðu (bæði úr IKEA) og nýtt rúm (Húsgagnahöllinni). Ég ber nú báðum verslunum vel söguna, sérstaklega IKEA sem voru meir en tilbúin að láta mig fá nýjar hliðar í skúffurnar í hillusamstæðunni frítt, eftir að ég hafði barið í gegnum þær gömlu með hamri… Á öllu þessi vafstri mínu í gegnum húsgagnaverslanir varð ég áþreyfanlega var við eitt, það fannst vart þægilegur sófi!...

Og þar fór það! (01.08.2002) (10 álit)

í Sápur fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Jæja, Flick flutt út frá Joel og allt fallið aftur í ljúfa löð hjá Skully fjölskyldunni, ég hef tekið eftir því að Joe er allur orðinn miklu rólegri yfir öllu saman eftir að Flick flutti og hann er meira að segja farinn að segja brandara! Vonandi breytist það ekki þó að hún sé flutt heim aftur ;) En það voru nú ekki allir á eitt sáttir við fluttning Flick. Joel kom heim í dag og þegar hann komst að þessu var hann alveg brjálaður og sakaði Toadie og Dee um að hafa hrakið Flick á brott....

Fíflið hann Darcy! (20 álit)

í Sápur fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Það er nú komið á hreint að Darcy er ekki bara skíthæll og undirförull þegar kemur að samböndum heldur einnig í viðskiptum, skiptir þá engu hverjir verða þar fyrir barðinu á honum, ættingjar eða aðrir, manninum er ekkert heilagt og enginn virðist sjá í gegnum hann. Undanfarna daga hefur hann dregið Tess á asnaeyrunum og segist alltaf vera á leiðinni að segja Dee upp en hann kemur sér engan veginn til þess. Núna síðast sendi Tess Dee einfaldlega bréf þar sem hún skýrði frá öllu saman en Darcy...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok