Fyrst skaltu spyrja þig hvort þú ætlir í kross (krossarar í lokuðum brautum og hvergi annarsstaðar) eða enduro. Þú getur líka fengið þér götuhjól en sjálfur mundi ég velja enduro (sem má fara á götuna). Pabbi keypti eitt hjól fyrir ári. Honda XR 650cc 2000 model. Eigandinn var búinn að fara mjög vel með hjólið og þetta hjól er frábært í alla staði. Það má reyndar ekki fara á götuna því það uppfyllir ekki einhverja staðla sem Evrópusambandið setur (ef ég fer rétt með það). Það er sérstaklega...