Til eru kenningar um hvað geri setningu sanna sem vísa til samhengis hennar við aðrar setningar eða annarra einkenna hennar. Ég ætla hinsvegar að sleppa öllum vangaveltum um slíkar kenningar og gera ráð fyrir að sannleikur setningar felist í einföldum hlut: Samsvörun hennar við það sem hún er um. Þannig er lýsing sönn, túlkun sönn, upprifjun sönn eða rétt ef það sem sagt er samsvarar atburðinum, eða hlutnum, eða því sem túlkunin, upprifjunin, lýsingin er um. En nú er augljóst að það er ekki...