ok. Heimspekingar benda gjarnan á fyndni sem dæmigerðan eiginleika sem hlutir hafa aðeins í krafti þess sem er í „auga sjáandans“, sem má kannski líka kalla huglægan eiginleika. Þannig er oftast litið svo á að brandari sé fyndinn ef og aðeins ef einhverjum finnst hann fyndinn, alveg eins og matur er bragðgóður ef og aðeins ef einhverjum finnst hann bragðgóður. Flestum finnst okkur ofureðlilegt að það sem einum þyki fyndið þyki öðrum ekkert fyndið og við teljum það ekki merki þess að annar...