Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Isslander
Isslander Notandi síðan fyrir 21 árum, 1 mánuði 142 stig

Re: Michael Schumacher kveður Formúlu 1

í Formúla 1 fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Þessi maður hefur alltaf farið í taugarnar á mér, sérstaklega eftir að hann reyndi að svindla svívirðilega á Villeneuve til að tryggja sér titilinn eitt árið. En hann hefur gert margt gott og ég óska honum alls hins besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Re: Bæði FIFA 07 og PRO EVO XBOX 360 Exclusive næstu 12 mánuði!!!!

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 2 mánuðum
huh? Þetta segir nú einn aðalgaurinn á bak við Pes Aki Saito: "Sorry, but I have to say one thing about the Microsoft presentation. The presentation was misleading. We never said exclusive for one year for the next generation. We said this year. We were agreed that it was this year." Og seinna í sama viðtali: "So this announcement was made, but it wasn’t anything to trigger any issues with the other parties. But actually this one year thing that we didn’t kind of allow, it triggered a little...

Re: Bæði FIFA 07 og PRO EVO XBOX 360 Exclusive næstu 12 mánuði!!!!

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Þetta er ekki rétt. Konami hefur staðfest að það sé enginn 12 mánaða samningur. Bara út árið. Microsoft voru bara svona lúmskir að orða yfirlýsinguna þannig að hún gæti misskilist á þennan hátt. Quote-ið hér fyrir ofan er gott dæmi um það. En þetta er sem sagt rugl.

Re: Gta

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 3 mánuðum
“Er þetta fake?” Þetta er hörmung!

Re: Aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hezbollah

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég skil bara alls ekki að það sé hægt að styðja Ísrael í einu eða neinu. Þeir eru svo löngu búnir að fyrirgera rétti sínum til eins eða neins að það er ekki hlægilegt. Þeim er nákvæmlega sama um allar tilskipanir og sáttmála. Brjóta alþjóðalög oftar en ég bursta tennurnar. Það er ekki til ein einasta þjóð í heiminum sem fengi að ganga svona langt án þess að gripið yrði inn í. Anon, þú stendur þig eins og hetja, haltu áfram að skjóta þetta lið í kaf (ekki bókstaflega), verst að sumir taka engum rökum.

Re: Aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hezbollah

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Er það nú bull. Ísrael brýtur alla mögulega og ómögulega sáttmála sem samþykktir hafa verið, daglega, og helst oft á dag. Auk þess haf þeirra æðstu menn oft á tíðum verið margfaldir stríðsglæpamenn og eru þeir nú allir sem einn að fremja stríðsglæpi í þessum töluðu orðum, rétt eins og hefur verið stefnan hjá stjórnvöldum þessarar þjóðar í áratugi. Það hefur ekki verið hægt að gera neitt í þessu vegna hins óþolandi neitunarvalds Bandaríkjanna, þar sem Gyðingar ráða meiru en flestir kæra sig...

Re: Metal Gear Solid: Twin Snakes

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Whoa, what's with the hostility? Ok gleymið því sem ég skrifaði en seljið Bmainstone Twin Snakes og látið hann fá góðan díl.

Re: Metal Gear Solid: Twin Snakes

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ég vona að það sé í lagi að ég auglýsi hér eftir MGS2:Substance á PS2, nenni ekki að gera nýjan þráð. Gott verð fyrir góðan grip. Ekki fáránlegt fullt verð samt. Sendu boð ef þú hefur áhuga.

Re: FFH eiga sér eðlilegar skýringar

í Geimvísindi fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Þær komu ekki hingað, þær urðu til hérna! Nema að þú meinir Ísland ;)

Re: FFH eiga sér eðlilegar skýringar

í Geimvísindi fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Coverup smoverup. Hingað hafa vitsmunaverur aldrei komnið og munu aldrei koma.

Re: Auglýsing Orkuveitunar

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Á meðan fólk sveltur í heiminum á ekki að kasta peningum í svona ógeð.

Re: Xbox leikir til sölu

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Massívur pakki. Ef ég ætti XBox væri ég all over it!

Re: Fanboys

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Þetta er gott dæmi um lélega veftölvuleikjabrandara. Hittir beint í mark.

Re: modduð xbox til sölu

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 6 mánuðum
ég held að tilboðið myndi fara eftir því hvað þú meinar með helling af myndum og leikjum og seríum, nákvæmlega.

Re: Vantar MGS2: Substance á PS2

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég get keypt hann án þess að bjóða í hann á 20 pund á E-bay þannig að ég hlyti að vera alvarlega vitlaus ef ég keypti hann hér á fullu verði, hvað þá meira. En það er gott að hann er svona eigulegur. Njóttu hans vel, áfram.

Re: Vantar MGS2: Substance á PS2

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Fáránlegt verið? Býð koddaverið :-P Hvað ertu annars að tala um, fullt verð miðað við nýjan leik?

Re: Góða nótt Silvía Nótt.

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Skiptir engu með Silvíu Nótt, en það að Belgía komst ekki áfram sýnir hvað þetta er orðið mikið rugl. Símakosning er bara útdautt fyrirbæri, það á að breyta þessu aftur í gamla kerfið.

Re: Tripod vefsíðan mín fríkaði út skyndilega! Hjálp!

í Vefsíðugerð fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég þakka ráðin, en ég held ég sé búinn að finna út hvernig ég bjarga þessu, það er með hjálp þessarar síðu http://www.danol.is/breyta.html sem breytir íslensku stöfunum sjálfkrafa í html stafi. Það tekur smá tíma en það kemur. Google getur bjargað manni stundum!

Re: Jeffrey Wright

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 7 mánuðum
hann er samt bestur í shaft

Re: 4 PS2 leikir til sölu

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 8 mánuðum
er þetta nokkuð substance útgáfan af MGS2?

Re: Beyond Good and Evil.

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Jamm þetta er algjör snillsi. Frábært plott og bara allt hið besta mál. Eina sem ég fann að honum var að það var stundum kvöl að eiga við cameruna þegar maður var í “stealth”inu.

Re: Metal Gear Solid 4: Guns of the Patriots

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég væri alveg til í að sjá Solid Snake deyja hetjulega í þessum leik, þá gæti Kojima líka hætt þessu eins og hann hefur verið að reyna undanfarið, og látið aðra um að gera prequel, leiki sem gerast áður.

Re: Lucid dream áhugamál

í Hugi fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Meðvitaðar draumfarir eru mjög skemmtilegt fyrirbrigði. Það er mjög gaman þegar manni tekst að fljúga, en mér reynist það reyndar oft erfitt. Oftar en ekki endar það í hálfgerðum Matrix-stökkum :P Það er auðveldast að gera þetta ef maður getur fengið sér blund yfir daginn, t.d. í hádeginu. Gallinn er bara sá að maður hvílist ekki nærri eins vel því heilinn er á fullu að vinna úr vitleysunni sem okkur dettur í hug!

Re: Killswitch

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þetta er fínasti leikur. Flott gameplay og nokkuð erfiður. Ég á hann meira að segja hérna einhvers staðar, ef þú hefur áhuga.

Re: Er UFO-þagnarstíflan loks að bresta?

í Geimvísindi fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þetta er ágætis umræða þótt ég leggi nú ekki í að lesa þetta allt saman :-P Svona ég lít ég á þetta: Það eru miklar líkur á því að það séu til geimverur í alheiminum. Talsverðar líkur á að það séu til milljónir menningarheima. En líkurnar á því að við höfum hitt eða munum hitta þær á meðan á líftíma mannkyns stendur eru afskaplega litlar. Stjarnfræðilega litlar, raunar. Fjarlægðirnar í geimnum eru ótrúlegar og svo fáheyrðar að ímyndunarafl okkar ræður vart við þær. Með tækni dagsins í dag...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok