Ég er búsettur í Arnhem í Hollandi og bý í hverfi sem samanstendur af fólki frá Asíu, Afríku, Karabíahafi, Tyrklandi og svo Hollendingum (og mér :-). Hér búa heilu fjölskyldurnar þvers og kruss, allir saman. Þessi fimm ár sem ég hef búið hér hef ég aldrei tekið eftir kynþáttahatri á nokkurn hátt. Þó verð ég að benda á það að þeir hollensku krakkar sem búa í þessu hverfi fara ekki í sama skóla og hinir, hvers vegna veit ég ekki? Það eru tveir skólar hérna, næstum, hlið við hlið og annar er...