Ohh… miðvikudagar. Þeir voru frekar þægilegir. Ég þurfti bara að fara í þrjá tíma, eðlisfræði, stærðfræði og dönsku. Mér gekk vel í eðilis- og stærðfræði, og danskan var skítlétt, þannig að miðvikudagar voru bara nokkuð unaðslegir. Nú sat ég í stærðfræðistoufunni og var að pakka saman, bjallan var nýbúin að hringja. ,,Á að skella sér á árshátíðina?” spurði Pétur, nafni minn, mig. Við vorum eiginlega alnafnar, ég hét Pétur Örn Ástþórsson, Hann hét Pétur Örn Arnórsson. Þetta var svona það eina...