9. gr. Handsömun katta. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar fer með eftirlit með framkvæmd samþykktar þess- arar. Starfsmenn umhverfissviðs Reykjavíkurborgar starfa í umboði nefndarinnar og er sem slíkum heimilt að fanga í búr ketti í eftirfarandi tilfellum: a. Sé köttur ómerktur, hvort sem er með hálsól eða örmerki. b. Sé ítrekað kvartað undan ágangi katta á tilteknu svæði. c. Sé köttur innandyra hjá nágranna í leyfisleysi, á óheimilum stað sbr. 7. gr. eða án sam- þykkis í fjöleignarhúsi,...