Um bardagan frá taekwondo.is Haraldur Óli keppti í þungavigt og mætti þar Zakariah Azidah úr Rødovre, sem hefur meðal annars keppt á ólympíuleikunum ásamt flestum stórmótum í heimi. Haraldur stóð sig sem hetja og var einu stigi undir eftir fyrstu lotu, 3-4. Hann náði að jafna í annarri lotu og koma stöðunni í 7-7. Í þriðju lotu sýndi Zakariah reynslu sína og eftir að hafa komist yfir þá drap hann tímann fram að lokum og náði að knýja fram sigur 10-11.