OBHave: Hehehe… það er von þú spyrjir. :D Sko, nú skal ég útskýra: Hobbitanöfnin í LOTR eru öll meira eða minna “ensk” (Baggins, Brandybuck, Took, Boffins, Bolger o.s.frv.), á meðan mennirnir og álfarnir heita nöfnum á sínum tungumálum (Legolas = álfamál, Éowyn = Rohanmál o.s.frv.) Skýringin er sú, segir Tolkien, að þetta eru “þýðingar” úr hinu upprunalega tungumáli hobbitanna, sem er þá væntanlega glatað í dag. Frodo heitir t.d. “Maura” upprunalega, og Sam “Banazír”. - Vonandi meikaði þetta...