Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

HoddiX
HoddiX Notandi frá fornöld 38 stig

Re: Robocop 1

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Óóóóójú. Hún á sko skilið 4 stjörnur, ef ekki 5. Fyrst fólk vill gefa Forrest Gump fjórar, á þessi það sko alveg skilið, enda miklu betri mynd.

Re: Holy Wood (in the Shadow of the Valley of death)

í Metall fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Mér finnst hann alls ekkert leiðinlegur, kannski frekar bitlaus. En ég fíla þetta konsept sem hann er með á næstu plötu.

Re: Holy Wood (in the Shadow of the Valley of death)

í Metall fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Allt í góðu, boðskapur MM leiddi mig til að hlusta á Scooter.

Re: Holy Wood (in the Shadow of the Valley of death)

í Metall fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég vil ekki vera neinn besserwisser, en þú ert alveg way off hérna. Marilyn Manson hefur marglýst því yfir að hann hvetji ENGANN til sjálfsmorðs, og að ef einhver gerir það út frá einhverju sem hann heyrir í tónlist þá sé hann bara bjáni. Platan hins vegar snýst fyrst og fremst um hvernig menn verði píslarvættir út frá dramatískum dauðdaga, svona eins og Jesú og Kennedy, svo ekki sé minnst á skotárásina í Columbine (The nobodies). Eins og ég segi, ég vil ekkert vera að skemma fyrir þér...

Re: Win2K Vs. WinXP í CS

í Half-Life fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Mæli líka með því að þú fáir þér refreshforce, það er alræmdur böggur í win2000/xp sem sér til þess að þú stökkvir aftur í 60hz þegar þú ferð í fullscreen í tölvuleikjum. Með reforce getur þú “læst” skjátíðnina hærra. Ég er til dæmis með mína læsta í 75hz, og ég meika ekki að horfa á tölvuskjá á 60hz. Það fer einfaldlega verr með augun í þér.

Re: sjúk myndbönd

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Og bara til að bæta við, þá er ekki þar með sagt að ekki sé of mikil áhersla lögð á kynferði í poppkúltúr, heldur bara að forsendurnar fyrir mótmælum eru oft svo bandvitlausar. Auðvitað ættu börn ekkert að klæðast “revealing” klæðnaði, það býður bara Steingrími Njálssyni í heimssókn. En að mótmæla því með þeim rökum að þau séu klædd “eins og druslur” er bara móðgun við allt of mikið af fólki, og ætti engin SÖNN kvenréttindakona að láta slíkt í sér heyrast.

Re: sjúk myndbönd

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Nákvæmlega, tautandi feministar sem kalla aðrar konur druslur eru einmitt það versta sem komið hefur fyrir jafnréttisbaráttu kvenna. Þetta er klassískt dæmi um öfundarhatur, ljótar konur að væla yfir því að hafa ekki sama vald yfir karlmönnum og þær fallegu. Og það sem verst er: Þessi tegund “feminista” er sammála karlrembum þegar þær kalla Aguilera “druslu”. Þær eru að vinna fyrir afturhaldið sem vill halda konunni í eldhúsinu. Eða eru konur kannski ekki færar um kynferðislegt sjálfræði...

Re: Win2K Vs. WinXP í CS

í Half-Life fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Sko þetta er mjög einfalt. WinXP er bara Win2000 með aukafítusum. Sumir þessara aukafítusa taka meira minni, aðrir klukkutif. En þegar hins vegar leikur er hlaðinn, þá fær hann “high priority” á báðum kerfum. Svo lengi sem minnið er nóg, ÞÁ KEYRIR HANN NÁKVÆMLEGA EINS á xp og 2000.

Re: Spam er ógeð!

í Netið fyrir 21 árum, 8 mánuðum
www.opera.com Opera er langlanglanglangbestur.

Re: Eiturlyfjaneysla unglinga

í Tilveran fyrir 21 árum, 8 mánuðum
“Það er oft þannig sem þeim er gefið efnið í fyrsta skipti og komast í vímu, verða háð efninu og kaupa það af manninum sem gaf þeim það.” Það er bull eins og þetta sem blindar fólk fyrir hinum raunverulega dópvanda. Dópi er ekki “troðið” upp á krakka, þeir sækja sjálfir í það. Það er ekki hópþrýstingur, heldur löngun til að falla í hópinn (ef það er þannig félagsskapur) sem fær krakka til að nota dóp. Ef, til dæmis, krakki fer að umgangast “flotta” fólkið, og kemst að því að þau séu að dópa,...

Re: Gremlins

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Og strákurinn sem heldur partí og lék í Burbs heitir Corey Feldman. Hann er loser.

Re: Mayhem

í Metall fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Og sona for the record þá er ég ekkert að reyna byrja neitt flamewar, heldur bara að segja að þetta er ekkert í fyrsta skipti sem tónlistarmenn sem þurfa að viðhalda ímynd sökkvi inn í karakterinn sem þeir skapa. Þetta kom fyrir David Bowie, Alice Cooper, Marilyn Manson og marga fleiri.

Re: Mayhem

í Metall fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Neineinei, þeir eru ekkert að þykjast vera “evil” í alvörunni. Þeir segja sjálfir í viðtölum að þeir séu bara áhugamenn um gamlar hryllingsmyndir og hafi gaman að setja upp show. Þeir nota meirað segja orð eins og “old chap” og “jolly good” þannig að þeir eru ekki beint að þykjast. Þeir eru bara að gera eikkað sem þeim finnst GAMAN að og viðurkenna það alveg. Getur nú varla kallað þá feikara eða pósera fyrir það. En nóg um það, það sem ég meina með klisjuevil er bara það að allt þetta...

Re: Mayhem

í Metall fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Kemur málinu ekkert við. Mayhem og Burzum halda að þeir séu geðveikt “EVIL”. Sumir kannski falla fyrir því og finnst þeir geðveikt kúl, en mjer finnst þetta bara merki þess að þeir hafi kippt aðeins of mikið í hann. Ég er ekkert að setja út á tónlistina, en þeir eru bara svo augljóslega að rembast við að vera “evil”, og þá eru þeir bara póserar og (ég verð skotinn fyrir þetta) nördar. Ég trúi ekki á þetta því þetta er svo “klisjuevil”.

Re: Breyta WinXp til hins flottara :)

í Windows fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hvar fær maður sona theme fyrir uxtheme.dll? Er einhver sér tegund af skinni fyrir það?

Re: Mayhem

í Metall fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ekki það að ég sé að dissa tónlistina, en ég bara get ekki tekið svona fólk alvarlega. Ég meina hver tekur alvarlega fólk sem trúir því raunverulega að það sé “evil”. Þá tek ég nú frekar CoF.

Re: Hvern Villt Þú fá í hlutverk Tinna?

í Myndasögur fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hafiði spáð í því að ef það yrði gerð þessi mynd, þá yrði Kolbeinn kafteinn sennilega edrú alla myndina? Hvenær sáuð þið síðast barnamynd þar sem ein söguhetjan er alltaf pissfull?

Re: Hvern Villt Þú fá í hlutverk Tinna?

í Myndasögur fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hafiði spáð í því að ef það yrði Kolbeinn kafteinn sennilega edrú alla myndina? Hvenær sáuð þið síðast barnamynd þar sem ein söguhetjan er alltaf pissfull?

Re: Motley Crue - seinni hluti

í Metall fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það er reyndar líka verið að fara að gera full-blown leikna bíómynd um þá.

Re: lögleiðing kannabis

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Um hvað ertu að tala drengur? Ef þú hefðir LESIÐ allt sem ég skrifaði hefðirðu líka LESIÐ að ég var dagreykingamaður í 3 ár, ég þekki söguna á bak við bannið, er fylgjandi lögleiðingu, og að ég þekki minn skít hugsanlega töluvert betur en þú. Ég var ekkert að segja að “hasshausar væru heimskir”. Ég sagði að fólk sem heldur sig vera rosalega djúpt þegar það er freðið eigi það til vera heimskt ÞEGAR það er freðið. Og hvað kemur það áfengi við? Fólk er líka heimskt ÞEGAR það er fullt, spíttað,...

Re: Motley Crue - fyrri hluti

í Metall fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Akkurru eru allir að dissa cradle? Það er eitt af svona 3 metalböndum síðastliðinna 5 ára sem ég nenni að hlusta á? Ég er búnað hlusta á mötley síðan ég var 11 ára, en ég er ekki frá því að cradle sitji á alveg jafn háum stalli í mínum huga.

Re: lögleiðing kannabis

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Datt líka í hug að minnast á grein sem ég las einhvers staðar um hvernig bannið við cannabis byrjaði. Það var fyrir þrýsting frá bandarískum pappírsframleiðendum sem áttu heilu ekrurnar af skógum, og notuðu þeir einmitt rökin að mexikanar yrðu svo ofbeldishneigðir þegar þeir væru freðnir. En ég sel það ekki dýrar en ég kaupi það.

Re: Skid Row-Skid Row

í Rokk fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Verður að fá þér hina tvo líka sko, þeir fara batnandi þannig að þú fékkst þér “minnst góða” diskinn. Svo langt sem það nær.

Re: lögleiðing kannabis

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hö hö hö, veit ekki neitt um kannabis? Dagreykingamaður í þrjú ár þakka þér. En ég sé alveg að þú ert hlynntur dópreykingum og ætla að svara þér sem slíkum manni. Þú þarft svo sem ekkert að taka mark á mér en fyrir mitt leyti veit ég fyrir víst að þessi svokallaða snilligáfa sem margur reykingamaðurinn telur sig búa yfir er bara bull. Ef þú lest ofar sérðu að ég er fylgjandi lögleiðingu, en eins og ég segi þá er ENGIN vímuefnanotkun, hvort sem það er áfengi, hass eða heróín af hinu góða....

Re: lögleiðing kannabis

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Persónulega hef ég bara tvennt í viðbót um þetta að segja: 1. Það sýndi sig í Hollandi að “lögleiðing” bæði cannabis og heróíns hafði góð langtímaáhrif á fíkniefnaheim landsins, líkt og kom fram að ofan. 2. Það er alls ekki þar með sagt að þótt efnin verði “lögleidd” á Íslandi, að þau verði þar með félagslega viðurkennd svo að segja. Auðvitað myndi enginn nota dóp eða halda framhjá eða heyja stríð í fullkomnum heimi. En það breytir því samt ekki að þessi vandamál munu alltaf vera til staðar....
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok