Nokkuð góðir punktar hjá þér. Þegar ég byrjaði að nota linux sem vinnustöð á sínum tíma, þá var aðeins eitt sem ég saknaði frá windows, og merkilegt nokk, það var Alnets Könnuðurinn. Þrátt fyrir alla annmarka þá sem hann hefur, þá var hann í nokkurn tíma eini frambærilegi vefrinn. Svo er þó ekki lengur. Og annað. Það að það séu ekki til reklar fyrir ýmsan vélbúnað, þykir mér lýsa betur viðhorfi vélbúnaðarframleiðenda en frambærileika stýrikerfisins. Til dæmis eru nokkrir sem ganga svo langt...