Til að stilla þetta á per-user basis þá væri ~/.profile rétti staðurinn, þ.e.a.s. þú myndir setja eftirfarandi línu þar: export LANG=is_IS LANG er bara svona “default” breyta, sem allar LC_* breyturnar herma eftir ef þær eru óstilltar. Þannig að með því að breyta LANG þá ertu að breyta fleiru en bara stafasettinu(LC_CTYPE), sem er ástæðan fyrir OpenOffice ruglinu, þú ert t.d. líka að breyta tungumálinu sem viðmót forritana nota(LC_MESSAGES), dagsetningarformi, mælieiningum, gjaldmiðli o.fl....