Mér líkar alls ekki við að orða þetta svona. Trúin sjálf er undir hverjum og einum komin en ég er nokkuð viss um það að enginn í félaginu trúir á þá í bókstaflega formi sínu, ásatrú hefur allt aðra stefnu en önnur trúarbrögð hér á landi.
Ég ætti kannski ekki algjörlega að alhæfa um þetta en allir sem ég hef talað við hingað til sem eru í þessu félagi lýta svona á þetta, þ.á.m. goðarnir sjálfir. Tek það samt til baka að allir lýti eins á þetta, veit að sjálfsögðu ekkert um það.
Hvet þig eindregið til þess að lesa a.m.k. Snorra Eddu áður en þú gengur í trúnna. Held að fólki eigi það mjög mikið til að misskilja ásatrúarfélagið, að maður sé algjör bókstafstrúarmaður sem trúir í raun og veru að æsirnir séu til í því formi sem þeim er lýst sem er bara algjörlega ekki satt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..