Nafnið virðist hafa verið notað á Íslandi frá því seint á 12. öld og verið vinsælt æ síðan. Í manntalinu 1703 báru 111 karlar það en 1910 voru nafnberar 160. Árið 1989 var 381 karl skráður með þessu nafni í þjóðskrá. Ritmyndin Andrjes tíðkast einnig. Árið 1982 rituðu 234 nafn sitt svo samkvæmt þjóðskrá en 124 rituðu nafn sitt Andrés. Á Norðurlöndum hefur nafnið tíðkast síðan á 12. öld í ýmsum myndum Anders og Andreas. Í Noregi tíðkuðust einnig ritmyndirnar Andres og Andris. Nafnið virðist...