Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Jakobínarína

í Íslensk Tónlist fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Fyrirgefðu, kunningi, en núna ertu farinn að hljóma eins og þú sért bara bitur. Allt í lagi, þín skoðun. Þér finnst hljómsveitin ekki góð og allt í lagi með það. En þegar þú ferð að setja út á hljómsveitarmeðlimi og það sem annað er, að dæma aðra því að þeir fíli þá, þá tekur enginn mark á þér og þú virkar bara sem einhver öfundsjúkur snáði. Allavegana er það þannig sem þú virkar á mig. En í sambandi við hljómsveitina, þá finnst mér hún fín. Skemmtilegur fílíngur, og ég held að margir verði...

Re: Mitt fyrsta fyllerí

í Djammið fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ég er 16 ára. Og ég hef engan áhuga á að verða fullur… :) Get skemmt mér vel Edrú. 2 - 3 bjórir finnst mér allt í lagi, en fyllerí… Nahhh

Re: Keppni 1 - Signature tæknir hjá frægum gítarleikurum

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Þið gerið ykkur ekki grein fyrir hvað var mikið hlegið af mér þegar ég spurði hvort einhver vissi ekki um einhverja góða tónlistarmynd eins og: Almost Famous eða Crossroads. Crossroads? Ertu hommi (Jebb, þá rann upp fyrir mér stórslysið með Britney Spears) :)

Re: Delay?

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég er ekki endilega að leita að multipedal. Það að Line 6in er mulitpedall, er það sem er að bögga mig. Vill hafa það plain, hinsvegar er hann að fá svo svakalega góða dóma frá mörgum :) En þarna T-Rex pedallinn. Replica held ég. Einhver var að tala um hann um daginn. Hvernig er hann'

Re: Hvað er besti gítarinn

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 4 mánuðum
En ef hann vill mikið og gott Sustain? Á magnarinn þá að búa það til? :) Þetta er voða persónubundið, held ég.

Re: Innflutningur

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Síðan hvenær eru þessar reglur? 2004 pantaði ég mér Gibson Lp Studio, frá Music123.com. Ég fékk hann beint upp að dyrum á 5 dögum. Var ég á einhverri undanþágu? :) Ég veit þetta er svona hjá Gibson núna, en….

Re: Matthew Bellamy og gítararnir!

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þetta er í raun einhverskonar Midi Controller held ég. Mig langa í, já. En held þú verðir að fá svör frá einhverjum fróðari mönnum hér um þetta Pad

Re: Bassamagnarrar

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég hef lent í þessu á tveim mismunandi stöðum. Og þeim verslunum reyni ég að sleppa núna nema í illri nauðsyn. Fór í Gítarinn, sá einhvern 12 strengja gítar á 80þús. Beygði mig niður án þess að snerta hann (hann hékk svona við gólfið) og skoðaði hann. Kemur kallinn hlaupandi : Nei,nei passaðu þig. Þetta er með dýrari gítörum hérna og þú vilt varla vera borgunarmaður fyrir þessu. Seinna meir, var ég í Hljóðfærahúsinu. Var að leita mér að kassagítar, kannski með góðum gítar....

Re: Matthew Bellamy og gítararnir!

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég sá að einn svona var í endursölu, smíðaður fyrir Matt, en hann hætti við hann. Því það var annar í smíðum Hann fór á 5000 pund. Þannig hinir fara mun ofar. Hinsvegar geturu látið Manson gera allan andskotann. Á síðunni auglýsir hann ísetningar á Fuzz Factory, Mxr Phase, Wah Prope. Þannig að ef viljinn og Peningarnir eru fyrir höndum þá…. :)

Re: Wah pedall.

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Er það ekki rétt sem ég heyrði…. Að Jimi Hendrix hefði fengið borgað fyrir að vera “andlit” fyrir dunlop Wah Wah, og þar af leiðandi skilar það sér í = Jimi Hendrix Wah…. og þar fram eftir götunum. Hinsvegar hafi hann alla tíð notað Vox Wah í raun? Það væri nefnilega gaman að fá að vita svona lagað :)

Re: Restored faith in youth!!!

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Já, hef spjallað endrum og sinnum við Kristján sem er í þessari hljómsveit (Mikið hár, krullað) Mikill snillingur þar á ferð. Það var/er svona hópur af krökkum niðrí tónlistarskóla, sem hann var einmitt í, sem eru ótrúlega fær á hljóðfærin sín. Djass ofarlega þar, og ýmiskonar þjóðlagatónlist. Trommari í þessum hópi trommaði einmitt með stúlknasveit sem var á músíktilraunum í fyrra. Barbarella. Hörkutrommari þar á ferð. Langar mikið að heyra meira í þeirri hljómsveit (einnig var systir mín í...

Re: Muscle Memory

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Einkar góð grein. Einmitt einn af þeim hlutum sem klassíski gítarkennarinn minn hefur verið að dæla inn í mig síðastliðið ár, því ég á það til að drífa mig of mikið þegar ég er að æfa mig. :) (Það vottar fyrir smá athyglisbrest hjá mér, þannig það getur útskýrt) Ánægður með þetta framtak. Er hljóðfæri dálkurinn kannski að lifna við? :D

Re: Vírus?!?!

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég elska makka :O) Þarf ekki að segja meira! Haha… (Ég er viljandi leiðinlegur, þannig skjótið þetta niður eins og þið viljið)

Re: Hvernig semjið þið lög ??

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég veit ekki. Hef aldrei verið mikill “semja eftir tónskölum” maður. Hugsa yfirleitt lítið út í 3undir, 5undir og annað. Langbest finnst mér að hlusta á hvað ætti að koma næst, ef þið skiljið hvað ég meina. Nota bara eyrað. Bulla bara. Hinsvegar er mjög gott að nota tónskala, til að finna út ef þig vantar upp á röddun og fleira hjá öðrum hljóðfærum.

Re: Midi til trafala?

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 4 mánuðum
*Ég næ að taka upp í Pro Tools, en fæ ekkert signal inn á Reason. (Þarna væri Edit takki sniðugur :) )

Re: Midi til trafala?

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég næ að taka upp Midi. Búinn að stilla þetta inn sem þú varst að tala um. Hinsvegar er ég ekki með kveikt á Reason í gegnum Audiosuite möguleikana í Pro Tools. Bara stakt. Skiptir það máli, og ef svo, hvernig “adda” ég því í Audiosuite. Og ein önnur spurning. Hvernig monitora ég Midi-ið. Fæ venjulegt Audiotrack í gegnum heyrnartóls pluggið, en ekki Midi rásina. Annars er öll hjálp vel þegin. Er algjörlega hreinn sveinn í þessum Midi málum :), og Pro Tools eiginlega líka.

Re: Muse - Showbiz

í Rokk fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Hann er kominn út. Fékk hann í dag :) (Nú sem annað svar) Diskurinn hefur allavegana fengið glimrandi góða dóma, og eitthvað hlýtur það að vera við hann. Þetta er náttúrulega alls ekki alveg sú sama Muse og gömlu diskarnir gefa til kynna. En góður er hann. Var búinn að heyra hann hjá félaga mínum (ekkert download, neibb. Segjum bara að sumir þekki suma :)) Gott að sitja ekki alltaf í sama stílnum. Dæmi um þetta er þegar Radiohead tók stökkið, urðu þvílíkt elektrónískir. Eru margir sem segja...

Re: Peningur og magnarar

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ég fékk Peavey Classic 4/10 í Toppstandi, með öllum nýjum lömpum á 50þús hér innanlands. Leitaði bara vel í 2 mánuði, las Harmony Central, spurðist fyrir, eftir það vissi ég nákvæmlega hvað mig vantaði. Og var svo með 50þús kall sem viðmið. :) Ef þú átt 100þús kall, þá ættiru að geta fundið hvað sem þig vantar eiginlega.

Re: Ný tónlist?!

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Indierock og eins og það var skilgreint fyrir mér einhvern tímann er mjög einfalt. Independent rokk. = Sjálfstætt Rokk. Sem í öðrum orðum þýðir nógu andskoti mikið af hljómsveitum. Þannig er Sigur Rós Indie, og já, kannski Franz Ferdinand líka. En í leiðinni eins ólíkar tónlistarstefnur og hægt er. Þið þurfið ekki að taka mark á þessu, en mér finnst þetta mjög rökrétt skýring. Ég er ekki mikið inní þessum lyftingarbransa (Já, ég er einn af aumingjunum). En er ekki gott að hafa eitthvað...

Re: Ein enn myndin af settinu minu..

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Mjög kúl sett. En uss, ég væri ekki til í að vera þú eða rótarinn þinn þegar tónleikar eru í nánd. (Maður hefur nú séð þau stærri, en samt….)

Re: ATH: Hljóðfæri stolið.

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Það er nú örugglega erfitt að selja þetta. Ekki oft sem maður sér rafmagnsfiðlur. Alltaf leiðinlegt. (Við erum að tala um klassa magnara, og dýran líka. Hef spilað á klassískan gítar í gegnum svona.) Vona að þetta finnist.

Re: Kirkjutóntegundirnar!

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Haha, kjaftur á sumum. Tónfræðikennarinn skrifar þetta alltaf svona. Þetta stóð í svarinu félagi, og hef ég vanist á að skrifa þetta eins og hann. Hélt aldrei fram að þetta væri skrifað með y-i, heldur einfaldlega hef ég skrifað þetta svona. Undarlegt, undarlegt. Hinsvegar er ég að leita að tónstigunum á gítar, þannig…

Re: þarf aðstoð

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Félagar mínir keyptu fiðluboga, og celloboga á 1000 kall. Og það fína boga (allavegana fyrir gítar og bassa). Held það hafi eins og einhver sagði verið í Hljómar og List.

Re: Kirkjutóntegundirnar!

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 6 mánuðum
? Ahamm, þetta heita þeir. Tónfræðikennarinn skrifar þetta bara alltaf með y-i ekki ý-i. Lítil hjálp í þessu samt. Ég verð greinilega bara að leita betur.

Re: Ian Anderson

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Sebastian Bach í Djassi var svakaleg. Raulaði laglínuna í djasstaktinum allan næsta dag. Mozart Súpan, var nett. Og Kashmir mjög svo kúl. Ótrúlega ánægður með að hafa farið, (fékk boðsmiða). Þessir tónleikar minntu mig dálítið á Shadows tónleikana í fyrra. Svona létt “chill” í fyrirúmi, og volume kannski í það lægra. En ég gekk sáttur út. Mjög svo.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok