Nú get ég ekki gefið þér nein ráð við þetta. En þegar ég var að taka upp einhvern útvarpsþátt í skólanum, þá vorum við með einhvern svona símamódul, sem semsagt var svo bara tengdur í tölvuna. Hringdum í gegnum það. Virkaði meget findt.
Ahhh… ég held að til að ná einhverri vinnslu með plug-in og master rás, þá sé 512mb minni ekki nóg. 1gb er lágmark, myndi ég frekar segja. Stefni á að stækka mitt upp í 2gb. Innra minnið og hversu hraður harði diskurinn er (snúningur, og ef utanáliggjandi þá þarf tenging að vera góð (ég er svo heppinn að hafa disk með Firewire 800 :))
Vil fyrst benda þér á www.hugi.is/hljodvinnsla. Þar ætti þetta frekar að vera. Þar er mikið af góðum ráðum. Margt er í boði. Vinsælast í litlar heimaupptökur er Mbox 2. Þá ertu með útvært hljóðkort, Pro Tools upptökuforrit. Hægt að tengja 2 mica. Svo ef þú ætlar í eitthvað stærra, þá er það t.d. Digi 002. Fínt í upptökur fyrir band. Málið er að hafa bara góða mica með. Svo geturu líka kíkt í tónabúðina, en þeir eru einnig með svona útvær hljóðkort. Um að gera að skoða sig bara um í hljóðfærabúðum.
Við vorum með Rack mounted tæki sem virkar álíka og Finalizer. Xider eða eitthvað álíkt. Man það ekki. Kom fínt út, þétti það vel og fínt. Í augnablikinu höfum við ekkert verið að taka upp, vegna þess við hentum öllum lögunum og byrjuðum upp á nýtt. Þannig stúdíóið var sett á bið. En þegar lögin eru komin, þá er það update í Digi 002 (erum að nota 001 núna), fleiri mæka (þyrftum helst 2 Sm57 auka) og einhverskonar Compress/Eq eða Finalizer. Sjálfur er ég svo með Mbox 2 og Powerbook tölvu.
Tek mið af undanfarið, því hljómsveitirnar eru frekar breytilegar! Reiður (og/eða vonsvikin)? Death from above 1979 Glaður? Feel good Djass, happy singing lög og svona. (Ef ég sletti smá :)) Þunglyndur? Sigur Rós. Fínt að leggjast upp í rúm og hlusta. Best samt að setjast og spila klassík á gítarinn, þegar maður er down. (Þunglyndur er dáldið sterkt orð) (Hlusta samt líka á Sigur Rós í glöðu skapi) Leiðist? Allt Ástfangin? Ahhh… ég verð nú ekkert eitthvað væmnari. Þannig ég hlusta þá bara á...
Pro Tools & Reason. (Mbox 2) Garageband þegar ég er að henda saman demo upptökum. Þægilegt í flýti, til að henda saman hljóðbútum og heyra svona smá heildarmynd.
Gamlan, nýjan, illa farinn, vel með farinn, Amerískan, Japanskan? Fer allt eftir pickuppunum, en hinsvegar geta verið margar aðrar ástæður fyrir suðinu líka.
Ertu með sincle coil pickuppa? Ef svo er prófaðu þá með humbuckerum, og sjáðu hvort að suðið minnki ekki. Gítarinn minn suðaði óskaplega, skipti um sincle coil pickuppa, setti noiseless í. Hvarf alveg. Einstaklega góðir.
Já, sá þetta á netinu einhvern tímann. Ég er nú bara einu ári eldri en þessir krakkar (1sta á menntó), og fannst ég allt í einu svo þroskaður miðað við þetta lið. Skondin tilfinning. Bara einhverjir gaurar með svaka stæla, sanna sig og eru geðveikt nettir. Svona gaurar/stelpur fara óneitanlega virkilega mikið í taugarnar á mér. Hinsvegar má ekki gleymast að þetta virtust helst vera einhverjar bæjarrottur, sem virtust greinilega hanga hálffullir þarna hjá Háskólabíói. Er það nýjasta...
Bakvið Hróa Hött. Og ef þið eruð nógu gamlir, og hafið verið að spila eitthvað, þá er Dvergur kannski inní málinu líka. (Fyrir ofan Bónusvídeó) En allavegana, Músík og Mótor er bakvið Hróa Hött
Hvernig ertu að fíla Line 6 Delay-in? Mynduð “þið” mæla með honum? Veit einhver verðið á honum í Tónastöðinni (á eftir að checka, en einhver talaði um 30 þús. Þá myndi ég nú frekar hoppa á Delayin í Tónabúðinni, minnir að hann heiti T-Rex)
Veit það :) Hinsvegar er langauðveldast að skilja þetta svona þegar þú ert að byrja. Enda sagði ég: “Idiotproof: Meiri wött, meiri hávaði” “En í raun er þetta miklu flóknara”
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..