Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Hadrianus
Hadrianus Notandi frá fornöld 42 ára karlmaður
1.280 stig
Áhugamál: Kvikmyndagerð, Myndlist

Re: Hvernig set ég upp handrit?

í Kvikmyndagerð fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Besta forritið að mínu mati er Final draft, það gengur út frá hinum almennu stöðlum sem verða að vera í handrita gerð. það eru ótrúlega margar reglur um hvernig eigi að byggja upp sjónvarpsþætti og kvikmyndir, sjónvarpsþættir eru þó aðeins erfiðari. en best er bara að horfa á sjónvarpsþætti eða kvikmyndir út frá þeim punktum sem maður er að pæla í t.d hvar eru hvörfin í myndinni, hvernig hafa þau áhrif á persónurnar, hvernig þróast persónurnar í gegnum handritið o.s.fv p.s Persónulega finnst...

Re: spurning

í Kvikmyndagerð fyrir 18 árum, 8 mánuðum
ein blaðsíða, ein mínúta, gengið út frá því að handritið sé rétt sett upp. á við um fulla lengd sem og stuttmyndi

Re: nokkur nýleg verkefni

í Kvikmyndagerð fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég var að átta mig á villu í byrjunni hjá mér, “Rétt að byrja” stuttmyndin var ekki skotinn á canon xm2 vélina eins og sagt var, heldur sú ákvörun tekin að skjóta hana á gamla en trausta panasonic MS5, eina af þessum sem tekur heila VHS spólu. og mikið af hljóðinu var bara tekið upp á þá vél.

Re: nokkur nýleg verkefni

í Kvikmyndagerð fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það varð svona kornótt því ég vann með enga lýsingu, bara það sem var á staðnum sem var oftast eitt loftljós og ekkert meira, en svo í eftir vinnslunni ákvað ég að bæta það og draga upp frekar mjög ýkta mynd sem skilaði final lúkki sem ég var sáttur við.

Re: nokkur nýleg verkefni

í Kvikmyndagerð fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Já gleymdi líka að segja, 3d graffíkina gerði ég sjálfur í 3d studio max, basic gert en lýsingin var hell til að ná raunverulegu lúkki, endaði með meira en tíu mismunandi ljós á mismunandi styrkjum til að ná að gera réttu skuggana. og svo tók þetta næstum því sólarhring að renderast

Re: nokkur nýleg verkefni

í Kvikmyndagerð fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Skotin í tónlistarmyndbandinu áttu að verða sum að verða öðruvísi, en það fór svo ógeðslega mikill kostnaður í að búa til rúmið og herbergið að við urðum einhvernveginn að moða úr þessu. Þetta er reyndar allt skotið á sama settinu, bara mismunandi bakgrunnu

Re: nokkur nýleg verkefni

í Kvikmyndagerð fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Sambandi við spurningu hvaða áfangi þetta er þá er þetta MHL (Margmiðlunarhönnun) 313, þriðja árið á listnámsbrautinni

Re: FireWire

í Kvikmyndagerð fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ef þú átt ennþá við þetta vandamál þá þarf oft að breyta protocolinu fyrir firewire drivera til að myndavélin virki með þeim, þó er það ekki algengt vandamál.

Re: Hænan og eggið - svar?

í Heimspeki fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Þú komst með góðan punkt með tegundarheitið, því tegundin heitir: Gallus gallus ég veit ekki hvernig þetta kemur þessu við, ég vildi bara benda á þetta :P

Re: Hús nr. 34

í Kvikmyndagerð fyrir 18 árum, 11 mánuðum
ég hef sagt það áður og ég segi það aftur, byssu eru ekki flottar í íslenskum kvikmyndum, það hefur einu sinni verið notað almennilega, (tvisvar ef myndin Magnús er talin með) en það er 101 reykjavík, en þar var það ímyndun. Ef einhver ætlar að nota rökin að þær séu í umferð á íslandi þá virka þau ekki, skammbyssur er hreinlega ekki nógu sýnilegar fyrir hinn meðal áhorfanda. Ég gerði tilraun sem verkefni í kvikmyndagerð hjá mér um að komast framhjá byssunotkun á mjög einkennilegan hátt, ég...

Re: Skoðunarkönun...

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum
En þið verðið að íhuga hvaða útgáfu af orðabókinni þetta er því að íslensk tunga breytist mjög hratt. T.d Gella hefur allt aðra merkingu nú til dags en það gerði í gamla daga. Það er núna notað yfir flottan kvenmann en ekki part úr fiski. Hégómi þýddi köngulóarvefur, Nett þýddi eitthvað mjög smágert eða fíngert. Og ef ég man rétt þá var Sæmilegt jafnvel betra heldur en ágætt, komið af að bera sóma af einhverju. svo það skiptir í raun ekki máli hvernig þið setjið þetta upp, báðir...

Re: Premirere

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum, 1 mánuði
Hvaða útgáfu af premiere ertu að nota? það eru gölluð útgáfa af 6.5 í gangi á netinu, s.s beta útgáfan.

Re: Teiknimyndir og hvernig?

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum, 1 mánuði
Oft er þetta ennþá teiknað og þá er notast við t.d stopmotion forrit sem negla bara niður einn ramma í einu. s.s hver rammi teiknaður og svo er hluturinn settur inná. Með gömlu teiknimyndirnar þá var bakgrunnurinn ein teiknimynd, síðan var það sem átti að hreyfast teiknað á glæru og hún lögð ofaná. “Howl's moving castle” er t.d teiknuð með gömlu góðu aðferðinni. Margar teiknimyndir frá risunum í dag eru algjörlega gerðar í tölvu. Það er reyndar lítið um það að heilu teiknimyndirnar séu...

Re: Breyta divx í "klippanlegan" avi

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ég gleymdi að segja að það er hægt að importa Divx inní premiere en það vantar oftast hljóðið og stundum á til að verða error og premiere á til að crasha þar sem Divx er ekki mjög meðhöndlanlegir fælar í annanð en að horfa á þá.

Re: Breyta divx í "klippanlegan" avi

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Hérna kemur vondandi svar sem dugar: Það er spurning á hvaða form þú vilt breyta Divx skránni, og gallinn er að Pal er 576x720 en Divx miklu minna, oft rétt yfir 200 sinnum rétt yfir 300 eða eitthvað svoleiðis. hægt er að athuga www.divx-digest.com þar eru fullt af forritum til að breyta. Erfiðasti hlutinn er að finna forrit sem er frítt þar sem erfitt er að komast í gegnum forritin eða finna eitthvað sem brýtur þau. varðandi .divx sem einhver annar kom með þá er til *.divx en það er sjaldan...

Re: hjálp!!!

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum, 4 mánuðum
það er til ókeypis útgáfa af avid klippiforritinu. Það er ágætlega einfalt í notun, en nokkuð takmörkuð notkun.

Re: VHS yfir á tölvu

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum, 4 mánuðum
8mm er ekki vhs, það hljómaði þannig í greininni. Til eru kort frá pinnacle sem eru hönnuð í þetta. t.d dc10, dc1000, dc2000 og kosta á bilinu 10.000 til 150.000 einnig er hægt að láta gera þetta hjá myndbandavinnslunni. Hægt er að tengja VHS inní sumar myndavélar og þaðan yfir í tölvuna gegnum firewire tengi. mig minnir að það sé hægt að gera það með canon xm2, hef samt aldrei prufað það. Svo má gera það með DV tæki ef þú kemur höndunum yfir það. Það er mjög hentugt tæki.

Re: þú stjórnandi

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég gæti alveg hugsað mér að verða stjórnandi.

Re: Kominn með vindsokkinn

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Eða bara fara þægilegri leiðina eins og við félagarnir og skjóta allt innanhús. Erum að fara að byggja kirkjugarð innanhús, enginn vindur, einfaldara að stjórna ljósinu og ekki háðir neinni sérstakri tímastetningu vegna dagsbirtu

Re: hverna og hvenar ekki

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Það hafa langt í frá allar myndir mínar verið sýndar á huga, tónlistarmyndböndin hef ég ekki heldur sent á huga. Kannski kemur það þegar það er farið úr spilun.

Re: Þjappa Video

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Dr.divx ef þú vilt þjappa á Divx formatið, forritð sér um þetta að mestu sjálft. quicktime pro fyrir MP4 format og svo nota ég bara adobe fyrir SVCD, mp2, VCD, og mismunandi gerðir af Avi, svo gengur Adobe premiere líka ef það á að þjappa yfir á WMV

Re: Hefur einhver gefið e-h efni út hér?

í Smásögur fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hef “gefið út” eitt leikrit og er að vinna að því að koma út bókinni minni. Ferlið er frekar einfalt, með leikritið talaði ég bara við leikfélag og leikritið var sett upp. Með bók, þá er það bara að tala við bókarforlögin. JPV, Eddu eða Bjart (Þetta eru öll bókaforlögin á íslandi sem gefa eitthvað út.) og ef svarið er nei, þá annahvort bíður maður og vinnur að næstu bók eða byjar aftur á fyrsta forlaginu og sendir bókina aftur inn.

Re: Pinnacle blueBOX

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum, 7 mánuðum
ÉG er með pinnacle DC1000 klippikort og ég hef ávallt notað það með premiere 6.5, og fæ myndina yfir á sjónvarpsskjáinn. Þú getur athugað á heimasíðu pinnacle og séð hvort þú þurfir einhverja drivera eða eitthvað svoleiðis. www.pinnaclesys.com

Re: export

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það hefur ávallt fylgt´vandamál með því að exporta yfir á Divx, sjálfur hef ég yfirleitt exportað úr premiere yfir í uncompressed file og nota svo Dr.divx til að breyta því yfir í divx file fyrir mig (forritið er official forritið frá divx)

Re: export

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hvaða forrit ertu að notast við, og yfir á hvaða divx codec ertu að setja þetta
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok