Ég gæti notað orðið netheimar, en það er á vissan hátt ófullnægjandi, svo ég leita aftur í uppruna orðsins Cyber, sem kemur úr grískur og þýðir að stýra. Þar sem ég get ekki kallað þetta stýriheimur eða stýrimenning þar sem þetta er ekki stýrandi menning eða heimur, þá bregð ég á það ráð að bera fram C eins og það er borið fram á grísku, eða eins og K. Þar af leiðandi verður orðið að kýber. Þetta er ástæðan fyrir að ég kaus að íslenska það svona, ég er enn að leita að góðu íslensku orði...