“Þar sem við erum að tala um texta þá eru íslenskir textar í miklu undanhaldi, persónulega hef ég ekki heyrt góðan texta hjá íslensku bandi í langt skeið.” Hvaða svartsýni er þetta. Bang Gang, Dr. Gunni, Ensími, Maus, Botnleðja, 200.000 Naglbítar og Sign eru bara brot af þeim sem hafa verið að gera góða texta nýlega (Sirkabout á síðustu 2-3 árum). Þá eru ekki taldir með rappararnir sem hafa margir verið að gera feykigóða texta og nær allir á íslensku. Þetta er allt þarna.