Ræktandi kærir myndatökur og atvinnuróg „Ég ætla að kæra þetta. Ég er búin að fá meira en nóg,“ segir Ásta Sigurðardóttir, hundaræktandi að Dalsmynni á Kjalarnesi. Stormasamt hefur verið í kringum hundaræktarbú hennar og fjölskyldu hennar í Dalsmynni í gegn um tíðina. Nú hefur ófriður blossað upp að nýju. Að þessu sinni er um að ræða myndir sem teknar eru á búinu, í óleyfi, að sögn Ástu. Þær hafa verið settar inn á netsíður, auk fullyrðinga um slæma meðferð á hundunum í Dalsmynni. „Ég trúi...