Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Nafnið Sirius

í Harry Potter fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ekki Narcissa, hún var undantekning ef ég man rétt. Hún heitir víst eftir blómi.

Re: Eins og álfur út úr kú! *spoiler*

í Harry Potter fyrir 17 árum, 1 mánuði
Mér finnst meirihlutinn af þessu fólki bara OF trúað. Auk þess var það Hvítasunnusöfnuðurinn sem hirti alla peningana af hálf-geðsjúkum manni sem ég þekki. Hehe. Ég sofnaði í páskamessu þegar ég var ca. 12 ára, enda var presturinn grúúútleiðinlegur! Til allrar hamingju er komin annar, ung kona með tvö dúlluleg börn og þýskan karl. Ég hef aldrei farið í messu í hvítasunnukirkju svo að ég veit ekki hvernig það er, en ég get sagt það að gospel-kórar og allar myndirnar þar sem er einhver svona...

Re: Albus Dumbledore and the Chamber of Secrets poster

í Harry Potter fyrir 17 árum, 1 mánuði
Mér fannst hann alveg ágætur í 5.myndinni, en það fer alveg í mínar fínustu hvernig búninga hann fær. Harris var með þetta hvíta skegg, rauðar, gullitaðar eða fjólubláar skikkjur í sterkum og fallegum litum, Gambon fær þetta gula skegg og þessar dauflituðu skikkjur sem virðast alltaf vera óhreinar. Sama þótt hann leiki Dumbledore vel, þá verður hann ekki Dumbledore fyrr en hann fær réttan búning!

Re: Eins og álfur út úr kú! *spoiler*

í Harry Potter fyrir 17 árum, 1 mánuði
Maður hugsar ekki “ó, mér var kennt í kristnifræði um miskunnsama samverjann, ég á að vera góð”. Ég skildi aldrei hvað þessi Samverji var fyrr en ég var orðin 12 ára! Mér fannst eins og þetta væri eins og eitthvað heiti yfir samúðarfulla manneskju o_O En hins vegar ef manni er kennt hvað t.d. Búddhatrúarfólk gerir í sinni trú þá hefur maður meira umburðarlyndi fyrir því og þannig, maður veit að þetta er bara þeirra trú og svona gera þeir, end of story. Ef ég væri ekki svona gott barnabarn þá...

Re: Albus Dumbledore and the Chamber of Secrets poster

í Harry Potter fyrir 17 árum, 1 mánuði
Haha, einmitt, eftir smá tíma þá fer maður að sjá svolítið skringilega og hlutir virðast hreyfast. Annars ætti maður að sjá það strax ef kúlan hreyfðist, ekki eftir einhvern tíma.

Re: Er að selja HP 1-6

í Harry Potter fyrir 17 árum, 1 mánuði
Er sú ameríska skrifuð öðruvísi en sú breska?

Re: Albus Dumbledore and the Chamber of Secrets poster

í Harry Potter fyrir 17 árum, 1 mánuði
Júbb, augun eru að plata þig.

Re: Eins og álfur út úr kú! *spoiler*

í Harry Potter fyrir 17 árum, 1 mánuði
Mér finnst nú bara fáránlegt hvernig börn eru stundum heilaþvegin með kristni. Gamli kristnifræðikennarinn minn var með þá skoðun að öll önnur trúarbrögð en kristni væri algjör hryllingur og viðbjóður og reyndi að telja okkur líka trú um það. Af undarlegum ástæðum hef ég samt alltaf haft meiri áhuga á öllum öðrum trúarbrögðum en kristni svo að þetta hafði ekki mikil áhrif á mig. Af hverju er ekki trúarbragðakennsla í staðinn, ekki kristnifræði, heldur almennt um trúarbrögð. Þá fara krakkar...

Re: Eins og álfur út úr kú! *spoiler*

í Harry Potter fyrir 17 árum, 1 mánuði
Engar áhyggjur, þetta átti að vera svona orðað. Ég gat nefnilega ekki valið og ákvað því að taka bæði! Gott að litla bróður þínum er farið að líka við bækurnar! En… þú lest… Njálu… fyrir lítið barn? Er það heilbrigt? (Og er þetta rétt skrifað? Heilbrigt?)

Re: Harry potter bækurnar

í Harry Potter fyrir 17 árum, 1 mánuði
Haha! Þegar það var verið að segja frá sölu 7.bókarinnar, enginn önnur bók hefði selst svona hratt, Bloomsbury er að raka inn milljónum… greyin þeir! ^^

Re: Mildred Bernold?

í Harry Potter fyrir 17 árum, 1 mánuði
Heyrðu, já! Geðveikt góð hugmynd, af hverju datt þér þetta ekki í hug fyrr!? *sakleysislegt bros* Hvað? Ég er komin með main-plottið niður á blað! Ég bara nenni aldrei að skrifa meira en byrjunina og endirinn. Má ég ekki bara senda inn söguna þannig? Byrjun og endir í samheldu máli, meginmálið bara “svo gerðist þetta, hann hitti þessa manneskju sem var svona og svo fóru þau þarna og þá gerðist blablabla og síðan hoppaði hann út um glugga”. Það yrði örugglega gaman að lesa það.

Re: Harry potter bækurnar

í Harry Potter fyrir 17 árum, 1 mánuði
Mig minnir að það hafi verið fleiri en einn sem neitaði sögunni fyrst. Djöfull hljóta greyin að sjá eftir því í dag!

Re: Eins og álfur út úr kú! *spoiler*

í Harry Potter fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Já, Peeves! Þeir sleppa öllu þessu fyndna og bæta einhverju tilgangslausu og dramatíku inn í staðinn. Kvikindi.

Re: lord of the rings eða star wars?

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Hringadróttinssaga! Ég aldist upp bæði með bókunum og Star Wars, en mér fannst hobbitar bara miklu skemmtilegri heldur en náungar fljúgandi um í himingeimnum. Ég vil líka búa í hobbitaholu! Eldri Star Wars myndirnar eru reyndar miiiiklu betri en nýju, sú fyrsta var ágæt (Jar Jar Binks var nógu fyndinn fyrir mig þegar ég sá hana fyrst) og ég sofnaði í bíói yfir númer 2 og hef aldrei nennt að horfa á 3 í heilu lagi, hef alltaf þurft að taka mér nokkurra klukkutíma/daga pásu áður en ég nenni að...

Re: Lion King og heimavistirnar

í Harry Potter fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Í stuttu máli: Gary Sue. (Ef þú veist hvað Mary Sue er úr fanficum.) Prince Charming. Þess vegna elska ég Shrek! ^^

Re: HP Fan Art

í Harry Potter fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Æi! ^^ Hann er með alveg jafn saklausan og aulalegan svip og Kolur! (Hundurinn okkar. Mjög heimskur en vænsta skinn, nema þegar kemur að öðrum hundum).

Re: Jæja elskurnar

í Harry Potter fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég hef bara séð fyrstu tvær í bíó, ég vildi ekki eyða pening í að sjá hinar, þær voru það slæmar að mínu mati. Þannig að ég fæ þær bara að láni hjá vinum mínum eða kaupi þegar ég er í góðu skapi. Þetta minnir mig á að ég á enn eftir að sjá 5.myndina…

Re: The Dark Ages: The Beginning

í Harry Potter fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Það er á mörkunum að ég þori að lesa spuna sem er ekki búið að klára. Ég lendi alltaf í því að höfundurinn nenni ekki að halda áfram og þá verð ég alveg æðislega fúl. En kannski maður reyni á þetta… byrjunin er allavega ágæt.

Re: Hvert færi hann??

í Harry Potter fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég veit að það er næstum mánuður síðan þessu var póstað, en það verður að hafa það. Huffelpuff er engin afgangs-vist. Þar eru þeir sem eru duglegir og hægt að treysta. (Og, að mínu mati, náttúru unnendur enda oft þar). Réttlátt fólk, sem er rólegt. Pínu hobbitaleg, held ég.

Re: Auga Eilífðar - 8.kafli edited

í Harry Potter fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Haha, jújú, hárið mitt er æðislegt! YESSS! Góð stelpa að velja svona vel! Remus er frábær! ^^

Re: Grænu augun *spoiler*

í Harry Potter fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Iss, þið hafið ekkert betra með tímann að gera. Þið eruð kannski samtals fjóra daga með fyrstu þrjár, þrjá daga með 4. og svo fjóra daga með 5. Síðan fara aðrir 4 dagar í 6.bókina. Ekki málið! (Ég held að ég yrði reyndar bara dag með hverja bók…)

Re: Auga Eilífðar - 8.kafli edited

í Harry Potter fyrir 17 árum, 2 mánuðum
1. Ron? Harry? Fred/George? Ég ætla að útiloka Flitwick og Shacklebolt. Mér finnst Dean, Seamus og Neville ekki það líklegir, en þeir koma til greina. James, Remus og Sirius hafa mikinn möguleika ásamt Fred/George. Svo eru það auðvitað Ron og Harry… fjandinn hafi það, viltu ekki bara segja mér það?

Re: Auga Eilífðar - 8.kafli edited

í Harry Potter fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Nice ;) Ég stoppaði á vistinni hjá vinkonum mínum hálftíma áður en þetta byrjaði, það voru allir blindbandbrjálaðir þar fyrir utan. Hehe, svo var ég að finna mér far hingað vestur á helginni og spurði einn strák. Tja, hann var frekar fullur þannig að kærastan hans ætlaði bara að minna hann á það daginn eftir, svona til öryggis.

Re: Auga Eilífðar - 8.kafli edited

í Harry Potter fyrir 17 árum, 2 mánuðum
1. Ron? Harry? Remus? Sirius? Fred/George? James? Dean? Seamus? Neville? Shacklebolt? Flitwick? 2. Indeed. 3. Ég veit ^^

Re: Auga Eilífðar - 8.kafli edited

í Harry Potter fyrir 17 árum, 2 mánuðum
1. Er hann vondur, góður eða mitt á milli? 2. Engar áhyggjur, þetta verður nákvæm lýsing. Gæti orðið smá vesen með að segja allt í réttri röð, þegar maður segir frá tvem eða þrem persónum í einu veit maður ekki hvar á að byrja! 3. Úff, ég veit ekki hvort ég nenni að skrifa þetta allt upp í tölvu líka! Ekki að ég sé lengi að því, það er bara svo leiðinlegt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok