Mér hefur aldrei liðið eins ömurlega eftir kvikmynd eins og Cube. Þá er ég ekki að meina að hún sé léleg. Langt í frá, heldur var aðstaða einstaklinganna svo vonlaus og óhugnaleg að mér leið einfaldlega illa þegar henni lauk. Tvímælalaust mjög góð mynd en ég efast um að ég meiki að horfa á hana aftur. Miðað við fjármagn, sem var nú litið, þá var þetta mjög vel gerð mynd.