Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Nágrannar eru..........

í Sápur fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ömm var ég eitthvað að móðga þig með því að koma með þessar upplýsingar? Ég ætlaði nú bara að vera voða almennileg og svara þessu. Var einmitt að velta þessu fyrir mér sjálf og fór bara að grúska. Átti ekki annars Tad afmæli um daginn í þáttunum og varð 16 ára?

Re: Fjölbreytni

í Sápur fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Það er víða erlendis sem fólk er bara ekkert að fara úr skónum. Ég á t.d. eina belgíska vínkonu og hún fer aldrei úr skónum hehehe. Svo er nú spurning, langar okkur að horfa á Felicity kúka í klósettið, eða Toadie að hrista úr sprellanum?

Re: Nágrannar eru..........

í Sápur fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Joe og Lyn, eins og flestir hinir foreldrarnir þarna eru svona á milli 40 og 50 ára. Felicity, Paul og Tad eru ca 16 ára. Michelle er 12 ára. Joel ca 20, Toadie ?, Steph 20, Libby ca 24, Drew ca 27, Lance ca 20, Dione ca 21, Matt Hancock 19 og Tess 24. Matt á svo yngri systkini sem eru 12 og 5 ára. Lolly litla er 6 ára.

Re: Áfengi og heilsutjón.

í Heilsa fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Áfengi er hluti af okkar menningu og þess vegna höfum við lært á notkun þess og þekkjum okkar takmörk, þ.e. flestir, ekki allir. Eiturlyf eru aftur á móti ekki hluti af okkar menningu, en í mörgum öðrum löndum eru þannig vímugjafar hluti af þeirra menningu og fólk þar kann að fara með þau, flestir, ekki allir. T.d. hafa ýmsar arabaþjóðir notað hass og þannig efni í langan tíma, indíánar og frumbyggjar víða hafa notað ofskynjunarefni og þetta hefur ekki verið vímuefnavandamál eins og notkun...

Re: Frá MBL í dag: Landssíminn óskar eftir rannsókn

í Deiglan fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Það er í raun ekkert fáránlegt við það að ásaka hann um að gefa upplýsingar áfram til þriðja aðila. Þetta flokkast væntanleg undir brot á þagnarskyldu sem þeir aðilar sem hafa aðgang að tölvupósti annarra eða öðrum persónulegum upplýsingum hafa. Yfirleytt er tekið frekar hart á broti á þagnarskyldu. Væntanlega hefur sá sem sakar manninn um þetta fengið upplýsingar úr þessum tölvupósti frá þessum þriðja aðila sem hann telur sig geta rakið til starfsmannsins, eflaust vegna þess að hann telur...

Re: Trúmál?

í Hugi fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Áhugamál eru ekki vegna þess að fólk er skyldugt til einhvers heldur vegna þess að það hefur áhuga á því. Ef það er áhugi fyrir sérstöku áhugamáli um trúmál sé ég ekki að það ætti að vera neitt því til fyrirstöðu. Það eru nú ýmis önnur áhugamál sem standa sér þó að hægt sé að flokka þau undir annað.

Re: Grein um Hitler???

í Deiglan fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég spyr nú bara hvað gerir stjórnendur Deiglunnar á Huga einráða um hvaða umræða sé æskileg og hvað er það ekki? Plús það að þessi grein var í raun ekki rasistaumræða.

Re: Tvítyngdur sonur

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Þú þarft nú ekki að vera í Danmörku til að fá svona viðhorf. Vinkona mín var 21 árs þegar hún eignaðist strákinn sinn og þar að auki var hún einstæð og barnið bara nafn móður sinnar en ekki föður. Þetta varð til þess að margoft var bara litið á hana sem einhvern fávita sem kynni ekki að ala upp börn og t.d. þurfti einu sinni að leggja barnið inn á spítala vegna barkabólgu og mamma vinkonu minnar fór með þeim mæðgininum. Læknirin virti varla vinkonu mína viðlits og beindi öllum spurningum um...

Re: hjálp

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Stundum er þetta vegna þess að þau tengja útlitið, t.d. skegg eða eitthvað annað, einhverjum slæmum atburði. Þegar ég var 2ja ára lenti ég á spítala með heilahimnubólgu og lá þar í töluverðan tíma á milli heims og helju. Pabbi minn átti svona hvítan slopp sem hann notaði þegar hann var að vesenast í einhverjum rannsóknum niðri í kjallara (var í líffræði í háskólanum á þessum tíma) og þegar ég kom heim af spítalanum var ég alltaf skíthrædd við pabba þegar hann var í þessum slopp. Ég man vel...

Re: Opið bréf til Stöðvar 2

í Sápur fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Tíhí :) Annars er maður nú soldið klikk að fatta ekki að nota viddjóið. Ég er orðin svo ryðguð í þessu vídeói, ég er eiginlega alveg hætt að taka upp. Fer kannnski að rifja það upp aftur núna :)

Re: Opið bréf til Stöðvar 2

í Sápur fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Varstu svolítið full SBS mín, hvað varstu að drekka elsku dúllan :Þ

Re: Helvítans Framhjáhöldin (afsakið orðbragðið)

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jæja krakkar. Ég er nú orðin 30 ára og hef nokkur sambönd að baki. Sem betur fer hef ég ekki lent í því að haldið hafi verið framhjá mér (allavegana ekki að mér vitandi) og ég hef heldur ekki haldið framhjá. Einu sinni var ég reyndar næstum búin að gera það og hefði satt að segja gert það ef tækifærið hefði boðist. Reyndar varð þetta til þess að ég áttaði mig á því að ég væri ekki lengur hrifin af kærastanum og sleit því sambandinu. Miðað við samtöl sem ég hef átt við vinkonur mínar og...

Re: hver getur sagt mér aðeins frá nágrönnum???

í Sápur fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Já ég dauðvorkenni Drew, mér finnst hann nebbla alveg æði. Libby er bara leiðinleg núna, langar ógeðslega að taka hana og hrista hana almennilega til.

Re: Opið bréf til Stöðvar 2

í Sápur fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Heyr heyr, plús það að það eru nú ekki nærri því allir sem komast heim í matartímanum, flestir eru bara að vinna.

Re: Trúmál?

í Hugi fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Oh ég er sammála þessu með heimspekina og þetta er eiginlega tú mötts fyrir mig. Er ekki hægt að ræða heimspeki á einhverjum léttari nótum? Þetta er allt svo HEVÍ djúpt þarna að manni finnst stundum að svona venjulegt fólk hafi bara ekkert erindi þarna inn. Trúmál ættu alveg að geta staðið sem séráhugamál, eflaust margt áhugavert sem gæti komið þar fram, samt er ég ekki trúuð á Guð sem slíkan, en finnst þetta mjög áhugavert efni.

Re: Tvítyngdur sonur

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Hey systir mín fæddist í Svíþjóð, var hjá sænskri dagmömmu og alltaf töluð íslenska á heimilinu og svo fluttum við heim til Íslands. Hún lærði aldrei sænskuna neitt að ráði. Vinur minn átti systur sem var tvítyngd, hún blandaði saman málunum og talaði svona hrognamál fyrst en síðan aðgreindi hún þau og er jafnvíg á bæði núna.

Re: Grein um Hitler???

í Deiglan fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Hvernig er þetta með tjáningarfrelsið, má nú ekki einu sinni tala um Hitler og nasismann? Held það væri nú einmitt slæmt ef þessir hlutir gleymast. Þá fyrst er hættan á endurtekningu orðin mikil.

Re: hjálp

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Það er bara svo misjafnt hvað börn eru hrædd við og einhverjar óskiljanlegar (fyrir okkur) ástæður liggja þarna að baki. Mín stelpa er skíthrædd við kallana í Sesamee street og var rosa hrædd við ryksuguna í stubbunum (noonoo) en er hætt því núna. Sum börn eru líka viðkvæmari en önnur fyrir hávaða og gassagangi og fljót að verða hrædd í svoleiðis aðstæðum. Þau eru bara misjöfn.

Re: hjálp

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Mín var einmitt svona, vildi hvorki pela né snuð, nema svo allt í einu þegar hún var 5 mánaða fattaði hún hvað snuddan var nú góð. Pelann vildi hún samt aldrei og þegar hún var í pössun fékk hún bara þurrmjólk eða brjóstamjólk úr stútkönnu. Hún var fljót að komast upp á lagið með þetta. Svo bara fór hún að borða fjölbreyttari mat þannig að hún var aldrei á pela (gott að þurfa ekki að venja hana af því). Gefðu þér góðan tíma í að finna dagmömmu, það getur verið smá vesen að fá eina, það var...

Re: Skindibitastaðir

í Matargerð fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ef það er skipt oftar þá kemur ekki þessi góða stökka skorpa á franskarnar og bragðið verður heldur ekki eins gott. Eða það var mér sagt.

Re: Margaritur

í Matargerð fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Uppskrift af margarítu pizzu: 1 pizzubotn keyptur í búð pizzusósa ostur pizzusósa og ostur settur á pizzubotninnn og hitað í ofni þar til osturinn er bráðnaður. Einfaldari uppskrift: Hringið í 5812345 og pantið ykkur margarítupizzu, stærð eftir smekk hvers og eins.

Re: Tilveru án tónlistar?

í Deiglan fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég er sammála mimi. Afhverju eru “kyrjurnar” okkar eitthvað á lægra plani en þessi klassíska tónlist? Þetta er bara hluti af okkar sögu og menningu og persónulega finnst mér t.d. fimmundarsöngur afskaplega heillandi og seiðandi tónlist. Rosa flott og sérstök. Mig minnir að Finnar hafi þessa tónlistarhefð líka. Eins var vísnagerð mikil hefð hér og það þótti eiginlega íþrótt að kveðast á. Ég hugsa að það hafi ekkert verið minna þroskandi en að læra að leika á blokkflautu, sérstaklega sem að...

Re: Lolly ( Lousie)

í Sápur fyrir 23 árum, 8 mánuðum
6 ÁRA!!! Kræst, ég sæi mín dóttur í anda haga sér eins og Lolly. Svona 90% meiri fyrirferð á henni og 90% meira vit sem kemur upp úr henni. Já þessir framleiðendur mættu sko aðeins skoða þetta. Ég hélt að greyið barnið ætti að vera svona 4 ára og fannst hún nú samt frekar óþroskuð miðað við það. Og já óeðlilega þæg… það er sko á hreinu. Belíf mí, 6 ár börn eru EKKI svona þæg :Þ

Re: Hvað á ég að gera?

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ja jú það getur slokknað svona á manni. Ef þetta eitthvað sem þú gerðir var nógu slæmt í hennar huga þá kannski bara dó ást hennar til þín á þessum tíma. Hef sjálf upplifað svona *slokkn*. Allavegana þá held ég að þú græðir ekkert á að vera stanslaust að reyna að ná í hana aftur. Hún verður líka að fá tíma til að átta sig á sínum tilfinningum og athuga hvort hún sakni þín þegar þú ert ekki hjá henni. Það er englin leið að hún komist að því nema þú látir hana í friði. Allt í lagi að láta...

Re: Vinir Sminir

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Bara go for it, hefuru einhverju að tapa fyrst þú vilt hvort sem er ekki hanga í einhverju vinasambandi. Annað vhort gengur þetta bara vel og hún vill þig, eða hún vill að þið verðið bara vinir og þú vilt það ekki og þá ertu hvort sem er ekki að skemma neina vináttu með því að segjast vilja meira.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok