Mig langar að fá að vita eitt, ég, eins og nokkrir hérna finn oft fyrir fylgjum og sálum allt í kringum mig og ég veit alveg hvað það getur verið óþægilegt að finna bara fyrir því en sjá ekkert. Samt trúi ég líka á fyrri líf, þú sagðir í greininni að þetta sem birtist væri frá fyrra lífi. Ef það er fyrra líf er þá ekki líka líf eftir þetta og hvaðan koma þá draugarnir og það alltsaman??? Ef ég myndi endurfæðast, yrði ég samt áfram til sem draugur, getur verið að einhver “ég” sé þá draugur...