Ég keypti nákvæmlega svona gítar í Rín fyrir 2 árum á 180 þús, lítið notaðan. Mundi ekki einu sinni hugsa um að kaupa þetta af netinu, útaf þessu andskotans gengi, alveg 300 - 350 þús með öllu. En annars er þetta bara LP eins og þeir eiga að vera, bara klassi út í gegn. Ég skipti reyndar um pikkupa, en það er bara smekksatriði. Bætt við 9. febrúar 2010 - 12:56 Minn var reyndar ekki með þessu Bigsby dæmi, mér finnst það vera frekar ljótt á þessum gíturum.