Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: FSN - Hraðbraut

í Skóli fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Mætti ég spyrja hver þú ert og í hvaða skóla þú ert? :)

Re: Eing og þetta var í alvöru í Seðlabankanum.

í Tilveran fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Já, það kæmi nú góðu orði á Ísland á alþjólegum vettvangi, sem er nógu slæmt fyrir, ef við færum að gera stjórnarbyltingu með rioti og veseni, jafnvel ofbeldi. Ekki misskilja mig, ég er hlynntur mótmælum, mjög gott mál, en þau þurfa að vera lögleg of friðsamleg. Fasistaríki með ofreglu eru mjög slæm, en stjórnlaus anarkistaríki eru engu skárri.

Re: FSN - Hraðbraut

í Skóli fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Þetta var líka fyrsta skiptið hjá Ágústi Fannari, samt var hann með yfirburðum besti ræðumaður kvöldsins að mínum dómi, bæði hvað varðar skýrmælgi, framsetningu rökfærslna og nákvæmni í tímasetningu. 4:00 og 4:01 er ekkert grín.

Re: Kostulegasti kennari í skólanum þínum

í Skóli fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Já… Hehe… Sorrý maður… 8-)

Re: FSN - Hraðbraut

í Skóli fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Þar sem ég hef lokið störfum sem fundarstjóri á þessarri keppni þá get ég tjáð mig um þetta. Eftir að hafa skoðað dómblöðin get ég ekki annað en viðurkennt að ég mun aldrei á ævinni mæla með Sögu Garðarsdóttur sem dómara í Morfís. Dómgæslan var fyrir neðan allar hellur og að stuðningkona FSN hafi fengið fleiri stig en Svandís Bergmann ætti að varða við lög. Seinni ræðan hennar var engin ræða, bara samansafn af illa upp settum punktum og minnst hálf mínúta af málflutningi ræðunnar fór í þögn...

Re: MH - Borgó

í Skóli fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Enda er heildareinkunn fyrri ræðu þeirra margfölduð með 1,5 þegar reiknað er hver er stigahæstur, til að jafna möguleika þeirra. Það er kallað “meðalstig framsöguræðu”. Annars er það mjög vondur ósiður að gefa 10 fyrir framsöguræðu því þær eru gjarnan notaðar til viðmiðs við einkunnagjöf kvöldsins, ef þú gefur henni 10 þá er ekki hægt að gefa ræðu sem reynist betri en hún sanngjarna einkunn. Það að það sé ekki sanngjarnt að vera búinn að ákveða að gefa henni ekki hærra en 7 fyrirfram tel ég...

Re: Kostulegasti kennari í skólanum þínum

í Skóli fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Siggi er bestur. Man þegar ég var í stæ103 hjá honum og allur bekkurinn var saman á msn í einu risa samtala að chatta um rassinn hans, svo sagði einhver “Sjáið rassinn þegar hann teygir sig til að skrifa efst á töfluna” *Siggi teygir sig og sýnir rassinn* *Allir springa úr hlátri* Siggi snýr sér við og segir “Gerði ég eitthvað fyndið?”

Re: Bónusfánamaður handtekinn

í Tilveran fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Rétt, var að grínast. En fer annars eftir því hversu langt menn ganga í að lifa lífinu eftir sínu höfði, ef menn gera það án þess að skaða aðra, þá fínt.

Re: Bónusfánamaður handtekinn

í Tilveran fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Anarkistar, einmitt það sem þetta ríki vantaði. Af hverju að búa til nýja ríkisstjórn þegar við getum bara sleppt henni?!?!?! Og vera hip og kúl og kvlt í leiðinni!!!!111oneoneone

Re: Lengsta íslenska orðið

í Tilveran fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Einhverntíma var plakat í grunnskólanum mínum þar sem sagt var að lengsta orð í íslensku væri : Vaðlaheiðarvegavinnuverkamannavinnuskúraútidyralyklakippuhringur.

Re: Þynnka

í Djammið fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Líffræðikennarinn segir að það sé gott að borða epli eftir drykkju. Vítamín og safaríkt=vatn.

Re: Forrit til að stjórna viftum.

í Tilveran fyrir 16 árum
Ég er nú stúdent í ensku, lauk 15 einingum og er vel talandi, skrifandi og lesandi á ensku. Frábærlega jafnvel. “thydir a mannamali ”eg er fail i ensku og veit ekki hvernig madur segir thetta“” Þýðir: “Ég kann ekki íslensku, málfræði né vélritun.”

Re: Forrit til að stjórna viftum.

í Tilveran fyrir 16 árum
Haha, ævinlega jafn fyndið, sérstaklega þar sem ég óska sérlega eftir aðstoð sökum leti. Nafn á forriti væri alveg gull.

Re: FG - MR

í Skóli fyrir 16 árum
Kjartan Darri Kristjánsson, meðstjórnandi í framkvæmdastjórn Morfís og nemandi í MR sat á fundinum og fór með atkvæði MR.

Re: FG - MR

í Skóli fyrir 16 árum
Ef að MR-ingar eru svona hræddir við klíkuskap og skandal frá dómarateymi frá MH og Verzló þá ættu þeir svo sannarlega ekki að semja um dómara frá umræddum skólum, hafna þeim með þeim rökstuðningi að þeir gæti verið hlutdrægir. Annars mætti ég ekki á keppnina og ætla ekki að tjá mig um hvort liðið var betra, hef heyrt skoðanir á báða bóga. kv. Geir Guðbrandsson, meðstjórnandi í framkvæmdastjórn Morfís.

Re: Cannabis, enn og aftur.

í Tilveran fyrir 16 árum
Hefð fyrir notkun vímuefna er mun rótgrónari í Bandaríkjunum vegna innflutnings frá Kólumbíu en hérna nokkurn tíma. Svo erum við að bera saman 320.000 manna samfélag og 300.000.000 manna samfélag. En auðvitað er hörku bjartsýni í mér að vona að það sé hægt að minnka eiturlyfjaneyslu.

Re: Cannabis, enn og aftur.

í Tilveran fyrir 16 árum
Þér finnst semsagt svindl að einn maður sé tekinn á 130 og sektaður af því einhver annar komst upp með að keyra á 110? Ég vona ekki. Þetta bann getur vel virkað, samfélagið þróast, þannig varð til lýðræði í heiminum og einræði var að mestu lagt niður í vestrænum heimi, fólki fannst það fáránlegt fyrst.

Re: Cannabis, enn og aftur.

í Tilveran fyrir 16 árum
Hvað heldurðu eiginlega að ég sé? Einhver Hitler í uppsiglingu? Auðvitað vil ég ekki láta banna öðrum og skerða mig ekkert. Það væri heimskulegt. Fólk lærir almennt alls ekki nóg af reynslunni, annars væru ekki til síafbrotamenn, rónar, eiturlyfjaneytendur og annars lags skríll. Eru það mannréttindi að fá að neyta eiturlyfja? Ég er ekki að tala um að svipta fólk málfrelsinu, eða grípa fyrir hendurnar á því í einu og öllu, heldur setja grundvallarlöggjöf er snýr að almannaheillum.

Re: Cannabis, enn og aftur.

í Tilveran fyrir 16 árum
Já, Aþena, fyrir 2 árum þegar við eyddum sumrum í að poppa el-tigre og reykja hass voru góðir tímar útaf fyrir sig, en myndi ekki gera það aftur. :P Og ég reykti nú mun lengur en í tvær vikur, hætti ekkert eftir að við hættum að hitta Óla, hélt áfram með reykjavíkurpakkinu.

Re: Cannabis, enn og aftur.

í Tilveran fyrir 16 árum
Jú, það finnst mér. Það þarf almennt að passa upp á fólk með lögum því fólk er fljótfært og breyskt og brennir sig á því.

Re: Cannabis, enn og aftur.

í Tilveran fyrir 16 árum
Ágætt, hver er?

Re: Cannabis, enn og aftur.

í Tilveran fyrir 16 árum
Veistu það er greinilega ekki hægt að ræða þversagnir við þig. Og hvað varðar þolmörk cannabis þá er þetta engin þjóðsaga, hef séð þetta gerast, oftar en einu sinni. Ég er ekki að tala um að banna reykingar, ekki dæma þetta rökleysu ef þú skilur dæmið augljóslega ekki. Það sem ég á við er að það sem okkur finnst fráleitt í dag getur okkur þótt sjálfsagt á morgun, og öfugt. Auðvitað bönnuðu flugvélar og bíó sjálf reykingar, var bara að taka dæmi um það hversu sjálfsagt það þótti að reykja allstaðar.

Re: Cannabis, enn og aftur.

í Tilveran fyrir 16 árum
Þversögn? Nei. Mér er alveg sama þó fólk reyki, mér finnst það bara eigi ekki að vera löglegt. Alveg eins og mér er sama þó að fólk keyri yfir hámarkshraða, en mér finnst hraðatakmarkanir samt nauðsynlegar. Hvað varðar samanburða á cannabis og bjór miðað við gateway er ég ekki alveg sammála, ástæðan fyrir því að cannabis virkar oft sem gateway-drug er að oft verður fólk nánast ónæmt fyrir áhrifum þess, hættir að finna vímuna og langar samt í vímu og leitar því í eitthvað harðara. Hvað varðar...

Re: Cannabis, enn og aftur.

í Tilveran fyrir 16 árum
Mér hryggir að þú sért svo blindaður af eigin löngun í cannabis að þú sjáir ekkert annað frá mér en “bitra einstakling sem vill banna öðrum”. Af hverju ætti mér ekki að vera sama hvort aðrir reyki, mér finnst bara óþarfi að leyfa það, það hefur ekki gefið góða raun, sjáum bara Amsterdam, ekki er dópmarkaðurinn þar skattskyldur og fallegur og löglegur þó svo að cannabis sé löglegt.

Re: Cannabis, enn og aftur.

í Tilveran fyrir 16 árum
Það er rétt að cannabis verður ekki útrýmt frekar en áfengi, en ég er samt ekki hlynntur lögleiðingu, þó svo að það sé hægt að færa rök bæði með og á móti henni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok