Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Cannabis, enn og aftur.

í Tilveran fyrir 16 árum
Jájá, ég átta mig alveg á því að bann við áfengi og tóbaki er ómögulegt og mjög vitlaust, réttara væri að segja að ég myndi óska að áfengi og tóbak væru ekki til :)

Re: Cannabis, enn og aftur.

í Tilveran fyrir 16 árum
Já, mér finnst að það eigi að banna tóbak og áfengi þó ég sé neytandi beggja.

Re: Cannabis, enn og aftur.

í Tilveran fyrir 16 árum
Enga hræðilega svosem, en þetta hefur slæmt áhrif á líðan og minni.

Re: Cannabis, enn og aftur.

í Tilveran fyrir 16 árum
Ekki alveg daglega, en nokkrum sinnum í viku.

Re: Cannabis, enn og aftur.

í Tilveran fyrir 16 árum
Ég vil enga lögleiðingu, enda vil ég bann á áfengi því þessir hlutir eru álíka skaðlegir. En þessi rök þín “þetta hefur verið til í þúsundir ára og er ekki að fara að hverfa núna þar sem fólk elskar þetta greinilega” er algjör rökleysa, ég meina nauðganir og ofbeldi hafa fylgt manninum frá upphafi og margir elska hvort tveggja, samt á það að vera ólöglegt. Auðvitað er heróinfíkill og grasfíkill ekki sama dæmið, ekki sama hvort það er Jón eða Séra Jón. Ég flokka bæði sem eiturlyfjaneytendur...

Re: Könnunin er ekki rétt.

í Tilveran fyrir 16 árum
Ég skil, þú ert fyndinn.

Re: Könnunin er ekki rétt.

í Tilveran fyrir 16 árum
Ok, þú getur ekki komið með rök svo þú spilar fimm ára “segja nei aftur og aftur og halda fyrir eyrun” spilinu. Andlegur þroski þinn virðist ekki vera meiri en svo.

Re: Könnunin er ekki rétt.

í Tilveran fyrir 16 árum
Komdu með rök fyrir máli þínu, ekki rökræða eins og 5 ára barn. Ég hef vitnað í íslensk refsilög sem segja svart á hvítu að ég hef á réttu að standa. Komdu með mótrök eða þínar röksemdir eru dæmdar til lífstíðar fangelsisvistar, sem verður framfylg!

Re: Könnunin er ekki rétt.

í Tilveran fyrir 16 árum
Bíddu, ekki rétt? Kanntu ekki að lesa, þetta stendur svart á hvítu í lagasafni Alþingis frá árinu 2007. Svo var bróðir minn sem er í lögfræði í HÍ að segja mér að einhverntíma í kringum 1940 var lífstíðardómi beitt af íslenskum dómsvöldum, og honum var framfylgt.

Re: Game boy color!

í Tilveran fyrir 16 árum
Getur fengið minn, soldið rispaður en virkar fínt, á 5 þúsund kall.

Re: Könnunin er ekki rétt.

í Tilveran fyrir 16 árum
Ísland. Hvað fæ ég í verðlaun? V. kafli. Um refsingarnar. 31. gr. [Hegningar samkvæmt lögum þessum eru fangelsi og fésektir. Fangelsi skal tiltaka í dögum, mánuðum eða árum. Merkir dagur 24 klukkustundir, mánuður 30 dagar og ár 360 dagar.]1) 1)L. 82/1998, 3. gr. 32. gr. …1) 1)L. 82/1998, 4. gr. 33. gr. …1) 1)L. 48/1988, 31. gr. 34. gr. Í fangelsi má dæma menn ævilangt eða um tiltekinn tíma, ekki skemur en 30 daga og ekki lengur en 16 ár. Þegar lögin leggja fangelsi við afbroti, er átt við...

Re: Könnunin er ekki rétt.

í Tilveran fyrir 16 árum
Það er rétt hjá þér og rangt hjá þeim sem segja að lífstíðardómur sé 16 ár. Var einmitt að rökræða þetta við bróður minn sem er að nema lögfræði við HÍ, það er leyfilegt að dæma mann til lífstíðar í fangelsi eins og segir í þeirri grein laga sem þú vísar í, hins vegar hefur það aldrei verið gert. Tímabundnir fangelsisdómar eru frá 30 dögum til 16 ára. Nokkrum sinnum hafa menn verið dæmdir í þennan hámarksdóm, 16 ár og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kallað það lífstíðardóm.

Re: er í djúpum skít..

í Tilveran fyrir 16 árum
Já, en samt ömurlegt að lenda í því að vera brotinn í sjálfsvörn… Auðvitað vill maður fá það bætt. :S

Re: er í djúpum skít..

í Tilveran fyrir 16 árum
Rangt hjá þér. Þið voruð beittir sjálfsvörn með hnefum sem vörn við hnefaárás geri ég ráð fyrir. Það er sjálfsvörn. En ef ég ræðst á þig með hnefum og þú mænubrýtur mig með handafli þá get ég svo sannarlega kært þig, því það er ekki sjálfsvörn. Ástæðan fyrir því að refsing hefur verið látin niður falla í þínu tilfelli að 2 hnefahögg teljast jafn mikil valdbeiting, þrátt fyrir að annað hafi valdið beinbroti/um en ekki hitt. Semsagt, þú ert í sjálfsvörn ef þú veldur líkamsmeiðingu/líkamstjóni...

Re: Zeitgeist málsvörn. Nóg komið af kjaftæði!

í Sagnfræði fyrir 16 árum
Ég vona innilega að þú sért ekki kristinn, það væri móðgun við það sem þú vitnar í í undirskrift þinni.

Re: Who'd you kill?

í Tilveran fyrir 16 árum
Af því honum finnst rapp leiðinlegt? Eða finnst hann ekki jafn góður og þér?

Re: er í djúpum skít..

í Tilveran fyrir 16 árum
Lagalega færð þú aldrei samþykkta sjálfsvörn nema með því skilyrði að vörnin hafi ekki verið hættulegri en árásin sem þú ert að verjast, s.s. ef einhver ræðst að þér með hnefum og fótum telst það ekki sjálfsvörn ef þú lemur hann með vopni (í þessu tilfelli kylfu). Slík gagnárás er bara líkamsárás og á hluteigandi hér fyllilega skilið að vera kærður.

Re: Ofdekruðu ógeð

í Tilveran fyrir 16 árum
Að mínu mati eru til 2 tegundir af dekruðum börnum, annars vegar sú tegund sem á foreldra sem hafa efni á að veita þeim ýmislegt, fá ýmislegt frá foreldrum, eru mjög þakklát fyrir það en fá heldur ekki ALLT upp í hendurnar. Ég tel mig falla undir þessa skilgreiningu, ég fékk fartölvu þegar ég byrjaði í menntaskóla því í þeim skóla sem ég var í var lögð rík áhersla á tölvunotkun, ég fékk bílprófið gefins en engan bíl, fæ afnot af mömmu bíl þegar hún er ekki að nota hann og mig langar/vantar...

Re: Ofdekruðu ógeð

í Tilveran fyrir 16 árum
Sem þú hefur ekki, hvað ert þú að tjá þig? Tík!

Re: Próflaus undir stýri ?

í Tilveran fyrir 16 árum
Það myndi vonandi fá fólk til að hugsa sig tvisvar um áður en það keyrir próflaust. Það gilda lög í landinu og þau verða að ganga jafnt yfir alla, sama hversu ríkir, frægir og/eða góðir ökumenn þeir eru, það er grundvallar skilyrði fyrir því að lýðræði gangi upp.

Re: Próflaus undir stýri ?

í Tilveran fyrir 16 árum
Það að þú sért góður ökumaður afsakar ekki að þú brjótir lögin, svo sama hversu góður driver þú kannt að vera þá stend ég fastur á þessarri skoðun minni.

Re: Próflaus undir stýri ?

í Tilveran fyrir 16 árum
Og finnst þér það sniðugt eða fyndið eða kannski bara eðlilegt? Fólk sem keyrir próflaust án þess að vera í æfingaakstri eða ökukennslu ætti ekki að fá bílpróf fyrir þrítugt, það myndi kenna fólki lexíu!

Re: Ef þið mættuð kjósa.

í Tilveran fyrir 16 árum
Nákvæmlega, og Joe Biden er toppnáungi.

Re: Ef þið mættuð kjósa.

í Tilveran fyrir 16 árum
Í mínum huga snýst þetta ekki um Obama vs Mccain heldur Biden vs Palin. Þ.e.a.s., mér þykir valið á Joseph Biden yfir Söruh Palin mun meira afgerandi en valið á Barack Obama yfir John Mccain.

Re: HÆTTIÐ AÐ RAKKA NIÐUR DAVÍÐ ODDSON.

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
Hefna sín á hverjum og hvernig? Hefna sig á íslensku þjóðinni sem gerði honum hvað? Elskaði hann, dáði og hyllti árum saman, fyrst sem borgarstjóra og svo sem forsætisráðina?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok