Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hver er...SBS?

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
SBS getur þá varla verið meira en 8 ára fyrst The Shawshank Redeption fannst í móður hans við fæðinguna. Það gæti skýrt hversu óþroskaður hann er ;)

Re: Bara Ísraelum að kenna?

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Fairy, thossinn útskýrði þetta ágætlega en mér þykir undarlegt að þú skiljir ekki muninn á því sem er skiljanlegt og réttlætanlegt. T.d. ef einhverjum hefði verið misþyrmt í æsku ákveður að drepa sakamanninn þá finnst mér það skiljanlegt en alls ekki réttlætanlegt. Hann er að taka lögin í sínar hendur sem er auðvitað rangt(samt skiljanlegt). Þótt Óli Tynes sé að sýna hina hliðina(sem er ágætt) þá má gagnrýna hans lélegu fréttamennsku. Hann segir nefnilega að Arafat hafi hrint blóðbaðinu af...

Re: Bara Ísraelum að kenna?

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Fairy, ég hef aldrei sagt að hryðjuverk Palestínumanna séu réttlætanleg. Það sem ég hef sagt er að þau séu skiljanleg í ljósi þess hvernig hefur verið farið með Palestínumenn undanfarinna áratugi.

Re: Memento limited-edition DVD

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Það er ekki rétt, er það bmainstone? Er ekki bara hægt að fá svona yfirlit um tímaröðina(tímaás)? Ég er nokkuð viss um það sé ekki hægt að horfa á myndina í öfugri röð þar sem leikstjórinn sagði fyrir stuttu í viðtali að hann ætlaði aldrei að hafa myndina þannig.

Re: Bara Ísraelum að kenna?

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Léleg grein hjá Óla Tynes. Hann hefur greinilega ekki kynnt sér Camp David samningana sem voru gjörsamlega óásættanlegir fyrir Palestínumenn. Léleg fréttamennska. Svo held ég að flestir sjái að sjálfsmorðsárásirnar koma bra ekki af sjálfu sér. Þær eru afleiðingar af hernámi Ísraels og ýmissa glæpa sem þeir fremja.

Re: Indiana Jones and the Temple of Doom (1984)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Frábær mynd en samt sú slappasta í seríunni. 9/10 Það má nefna að Myndin átti að verða rated R(bönnuð innan 16) því kvikmyndareftirlitið fannst hún of óhugnanleg til þess að vera PG. Steven Spielberg lét þá bara búa til nýtt aldurstakmark eða PG-13. Sýnir áhrif Spielbergs í Hollywood.

Re: Memento limited-edition DVD

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Leikstjórinn er búinn að segja að myndin muni ekki verða sýnd í réttri tímaröð því það mundi eyðileggja það sem er heillandi við myndina. Ætla pottþétt að kaupa mér þessa útgáfu.

Re: NSTC ?

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Fyrst spilarinn þinn er fjölkerfa þá ættirðu að geta notað diskinn.DVD spilarinn þinn verður að geta breytt NSTC yfir í Pal merki eða þá að sjónvarpið þitt ráði við bæði merkin.<br><br> —————————— “I ain't gonna hurt ya. I'm just gonna bash your fucking brains in.” “Honey! I'm home!” - Jack Nicholson, the Shining

Re: Ísrael og Palestína

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Já stuðningur við Ísrael hefur verið að minnka í nánast öllum heiminum nema kannski í Bandaríkjunum. T.d. hafa sumar evrópuþjóðir hætt að selja vopn til Ísraels.

Re: Ísrael og Palestína

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég er ekki að afsaka hryðjuverk Palestínumanna en það hefur verið löngum vitað að Ísrael hefur stundað ríkisrekin hryðjuverk í áratugi sem er náttúrulega verst af öllu. Það sem er ofar mínum skilningi er að Bandaríkin koma fram við Arafat eins hryðjuverkamann en Sharon sem mann friðarins.

Re: Ghost Dog:The Way of the Samurai

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Sá hana á RUV fyrir nokkrum mánuðum síðan. Kom mér þvílíkt á óvart. Virkilega fersk og skemmtileg.

Re: Misery (1990)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Frábær mynd og aðallega út af stórleik Kathy Bates. 9/10

Re: JFK

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Frábær grein cactuz! Þessi mynd er alveg frábær. Þetta mál ætti að vera miklu meira í umræðunni enda mjög grunsamlegt. JFK er með bestu klippingu nokkurtntíma í bíómynd að mínu mati enda fékk hún óskarinn fyrir klippingu á sínum tíma.

Re: Pax Americana í Miðausturlöndum

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Alltaf jafn skrýtið hvernig hann heimtar að Arafat stöðvi allar sjálfsmorðsárásir eins og Arafat sé almáttugur.

Re: Mannkyn grætur.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 9 mánuðum
thulesol, um hvað ert þú að tala? Þegar tvær þjóðir eru í stríði þá eru svona ummæli frá einum aðilanum kannski ekki trúverðugar, eða eins og sagt er að sannleikurinn fjúki fyrstur í stríði. Eins trúir maður ekki öllu frá sem kemur frá Palestínumönnum. Þetta kemur gyðingum ekkert við. Ótrúlegt rugl í þér! Fairy, gaman að heyra í þér. Við höfum víst lent í ansi miklum rökræðum um þetta mál áður :) ———————————————— Sagan hefur sýnt sig að Ísraelsmenn NOTA hryðjuverkaárásir Palestínumanna til...

Re: Mannkyn grætur.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Getur þú sýnt fram á það Fairy að sjúkrabílar hafi verið notaðir undir vopnaburð? Ég hef aldrei heyrt neitt um það nema frá Ísraelsmönnum sjálfum og það eru kannski ekki bestu heimildamennirnir. Svo segirðu að það sé búið að bjóða Palestínumönnum nánast allt. Það er rugl. Barak bauð Arafat um 90 % vesturbakkans en þótt það hljómi ágætlega þá voru nokkur óásættanleg skilyrði fyrir þessu. Palestínumenn fengju ekki Jerúsalem og landsvæði þeirra yrði skipt í eins og 3 eyjar með sveitum Ísraela...

Re: Saga Hernaðar - Orrustan við Megiddo 1479 f.Kr.

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Áhugaverðar greinar. Þú virðist hafa óendanlegan áhuga á hernaði. Hvað býstu við að þetta verði margar greinar?

Re: We Were Soldiers

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Regnboginn sýnir líka oft evrópskar myndir.

Re: Lord of the Rings (The fellowship..) leiðinleg!!!

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Þín skoðun er góð og gild. Það er ekkert svo gott til að einhver hati það ekki. Svo mættu sumir hérna hætta dónaskapnum og virða annarra manna álit. Sjálfum finnst mér þessi mynd vera meistaraverk og flestum finnst hún vera mjög góð. Menn eiga ekki að taka nærri sér ef einhverjum öðrum finnst uppáhalds myndin sín vera leiðinleg.

Re: We Were Soldiers

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
sbs, fólk býst kannski við raunsæi. Það hafa verið gerðar góðar stríðsmyndir af Bandaríkjamönnum. Smokey hefur mína fulla samúð. Það er ekkert jafn ömurlegt og væmni og þjóðernisvæl í myndum(Pearl Harbor líklega besta dæmið). Maður getur líka verið á móti stríðum þótt maður styðji ekki kommúnista. Víetnam stríðið voru ein stærstu mistök Bandaríkjanna. Ég er ekki að segja að allar stríðsmyndir eigi að vera raunsæjar, en þessi ættjarðaást er komin út í öfgar að mínu mati.

Re: Óásættanleg Friðartillaga Saudi-Araba

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Rétt Augustus. Ísraelsmenn hafa yfirburði þarna og geta gert það sem þeir vilja. Palestínumenn geta ekkert gert til að verja sig. Sharon á stærstan þátt í því hvernig ástandið er þarna núna. Loksins samþykktu Bandaríkjamenn ályktun öryggisráðsins um að Ísrael eigi að hörfa með her sinn. Það er til skammar hvernig þeir fara með Arafat.

Re: Óásættanleg Friðartillaga Saudi-Araba

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Það segir sig sjálft að það er ekki heppilegt að aðili sem er að reyna að stilla til friðar sé ekki hlutlaus. Það getur ekki verið til góðs að að Bandaríkjamenn styðja annan aðilann frekar en hinn. Þetta elur á tortryggni og getur leitt slæma hluti af sér. Arafat er t.d eins og fangi á meðan Ísraelar fá að tala við varaforseta Bandaríkjanna eins og ekkert sé. Þetta kallast ekki hlutleysi og gerir illt verra og guð má vita að ekki er Sharon skárri en Arafat. Varðandi friðargæslusveitirnar þá...

Re: Óásættanleg Friðartillaga Saudi-Araba

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Já barnalegt í þínum augum Mal3 en ekki í mínum. Ég held virkilega að það gæti orðið mikill árangur af því. Svo hlýtur þú að vera sammála því að það sé slæmt að Bandaríkjamenn sem eru að reyna að stilla til friðar séu ekki hlutlausir aðilar.

Re: Óásættanleg Friðartillaga Saudi-Araba

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Sammála þessu Augustus. Palestínumenn grátbiðja um friðargæslusveitir en Bandaríkjamenn beita neitunarvaldi í öryggisráðinu. Það er þannig mjög slæmt að Bandaríkin séu ekki hlutlausir aðilar. Svo held ég að engin styðji hryðjuverkamenn Palestínumanna eins og einhver hér sagði heldur málsstað þeirra. Sjálfsmorðsárásir eru afleiðingar hernáms Ísraels og hvernig þeir halda Palestínumönnum í gíslingu. Svo er nú bara Ísraelsher engu minni hryðjuverkamenn heldur en Palestínumenn. Það má til dæmis...

Re: Lord of the Rings DVD upplýsingar

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Hef ekki hugmynd. Verður bara að koma í ljós.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok