Mér fannst myndin mjög skemmtileg og smellpassaði Samuel L.Jackson í hlutverk töffarans Shaft.Ég get þó verið sammála að í lokin missti myndin aðeins dampinn.Sá leikari sem mér fannst þó standa upp úr var Christian Bale(úr American psycho)og var frábært að sjá hann í hlutverki vonda ríka stráksins.Hann er orðinn einn af mínum uppáhalds leikurum.
Mér fannst þessi mynd hreint og beint léleg.Ok ég viðurkenni að búningar hafi verið flottir og allt það en myndin var alls ekki góð.Til dæmis fannst mér asnalegt hvernig þau fundu stúlkuna og ekki nóg spenna byggð í kringum það atriði.Handritið er mjög ófrumlegt og leikurinn hörmulega lélegur hjá Jennifer Lopez.Gef myndinni 3 af 10 mögulegum.
Jú jú, þessi mynd er mjög góð.Samt kemst hún ekki með tærnar þar sem Shawshank Redemption hefur hælana en það er langbesta fangelsismynd sem gerð hefur verið.
Djöfull,ég á einmitt svona spilara sem spilar öll svæði í einu.En eru spilarar sem skipta má um kerfi handvirkt til á Íslandi?Ég hef að minnsta kosti ekki séð neinn þannig.
Já ég er sammála.Þótt þessi mynd sé ekki neitt meistaraverk þá er hún mjög spennandi og skemmtileg.Ég held að mér hafi aldrei brugðið jafn mikið í bíó og við sum atriði í þessari mynd.
Ekki má heldur gleyma Lord Of The Rings myndunum sem koma árin 2001,2002 og 2003 en það eru þær myndir sem ég hlakka mest til að sjá.Einnig má nefna Terminator 3,Spiderman,Blade 2 og svo AI sem Spielberg leikstýrir.
Ég verð því miður að segja að ég sé sammála þótt ég sé mikill Bond fan.Það eru þó sérstaklega síðustu 2 myndir sem ég er óhress með.Mín skoðun er sú að framleiðendurnir verði að ráða betri leikstjóra í verkið.
Já það er öruggt að Terminator 3 verður gerð.Á þessum tímapunkti er verið að klára handritið.Það er lítið vitað um plottið í myndinni en talið er að í myndinni verði stríðið milli vélmennanna og mannanna árið 2001 gerð góð skil.Arnold mun leika í henni sem og Eddie Furlong(Connor).Slæmu fréttirnar eru þær að James Cameron mun ekki leikstýra henni.Ekki er vitað hver mun leikstýra henni en áætlað er að myndin verði frumsýnd einhvern tíma á árinu 2002.
Ég verð nú bara að segja að ég er ekki sammála þér.Ég hafði gert mér miklar vonir um þessa mynd en því miður voru væntingar mínar of miklar.Ég verð þó að viðurkenna að sum atriði voru býsna fyndin en í heild var myndin ekkert sérstök.Í raun hundleiðinleg.
Ég hef keypt nokkrar myndir af amazon og hafa þær oft kostað um 20 dollara(ca 1500 kr). Síðan hef ég þurft að borga svona 600-700 kr í toll svo heildarpakkinn hefur verið á svona 2000-2200 kall.
Hvar heyrðirðu það? Ég las einhvern tíma nýlega (man ekki hvar) að hann væri með 5 milljarða á ári með auglýsingatekjum og öllu.Skiptir svo sem ekki öllu máli.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..