Daginn eftir héldu þeir áfram norðvestur, í átt að Firíons fjalli, sem var aðeins vikufjarlægð í burtu. Á milli þeirra og fjallsins lá ekkert nema hraun, sem fjallið hafði spýtt útúr sér einhverntíma við dögun tímans, við og við var hægt að koma auga á steingerða líkamshluta, sem reynt höfðu að sleppa undan hrauninu, ekkert óx þar, ekki einu sinni sveppagróður. “Jemundur minn!”hrópaði Durgur. “Hvað kallast þessi volaði staður?” “MorGurth hraun, eða Svartadauðahraun” sagði Voltranos.