Mig langar að bæta við einni hugmynd sem ég pússlaði nýverið saman og væri til í að fá gagnrýni á hana; Þegar getnaður á sér stað, myndast ákveðin DNA-röð. Þessi DNA röð hefur áhrif á getu og eiginleika okkar í framtíðinni. Í gegnum reynslu, lærum við hluti. Við lesum, lærum og prófum sjálf og öðlumst þannig gífurlega þekkingu á heiminum, strax á fyrstu árum lífs okkar. DNA-runan getur haft áhrif á þessa reynslu, t.d. ef við fæðumst einbeitningarlítil, þá erum við líklegri til að fá lægri...