Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Spurning

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum
Satt er það, en það er nú ekkert alltof mikið mál að fá slagi í Danmörku, Bretlandi eða Írlandi. Þú ferð heldur ekkert að keppa í pro MMA nokkrum mánuðum eftir að þú byrjar að æfa, ekki nema þú hafir gaman að láta buffa þig… :D Þannig að þér er alveg óhætt að byrja að æfa ;)

Re: Spurning

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum
Vandamálið er það þeir æfa allir hjá sama klúbbnum ;) Svo er lagaleg staða MMA á Íslandi ekki á hreinu. Síðan Jimmy setti 2 MMA bardaga á svið ásamt Muay Thai bardögum í Valsheimilinu fyrir nokkrum árum hefur ekkert gerst. Aftur á móti hafa nokkrir Íslendingar keppt erlendis og staðið sig bara helvíti vel.

Re: Skandall!!!!!

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum
Ég er ekki alveg að koma auga á skandalinn…mikið af þessari gagnrýni á langflestar austurlensku stílana hafa komið fram aftur og aftur og aftur í gegnum tíðina…Bruce Lee var einn sá fyrsti til að þora að segja þetta á opinberum vettvangi.

Re: HÆ????????

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum
Allsstaðar annarsstaðar en hér. Afhverju er svona erfitt fyrir þig að skilja að 99% af þeim sem stunda alvöru bardagalistir HATA þetta sorp, og ef það væri opnað á umræður um prowrestling hérna á /martial_arts þá myndi meirihlutinn af umræðunni bara vera eintómt diss á það…hefurðu virkilega áhuga á að senda inn efni sem væri bara drullað yfir út í það eina?

Re: HÆ????????

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum
Einmitt!!! Þetta er entertainment - ekki íþrótt. Þessvegna er þetta ömurlegt og á ekki heima á /martial_arts Þú virðist leggja allt aðra meiningu í “fake” heldur en flestallir aðrir. Fake er eitthvað sem að er fyrirfram ákveðið, algerlega burtséð frá því hvort það er erfitt eða sárt. Allir sem hafa eitthvað komið nálægt alvöru bardagalistum sjá á innan við 10 sek. að hver einasta hreyfing í hringnum er gerð í fullri samvinnu og þaulæfð.

Re: HÆ????????

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum
Eina sem þetta myndband sannar er að menn leggja ýmislegt á sig líkamlega til að setja á svið flott show. Þetta er náttúrulega ekki gert með tölvugrafík. Ég held að það sé enginn sem afneiti því að prowrestling er líkamlega erfitt og oft meiðast menn í þessum sýningum. En það er allt allt annað en að eitthvað sé ekta keppni. Þó svo að menn meiði sig þá eru úrslitin fyrirfram ákveðin og atburðarásin í hringnum æfð í þaula. Og það er það sem gerir prowrestling fake - hversvegna að horfa á...

Re: Töffarinn

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum
Þetta er skuggalegasti keyboard warrior sem ég hef nokkurntíman séð.

Re: Örlög Þórs

í Metall fyrir 17 árum, 1 mánuði
Virkilega flott “fantastic” nálgun á þetta. Sýnist gömlum spilanörd að þín túlkun á Þór sé a.m.k að hluta til undir áhrifum frá hinum mjög svo svölu “trollslayers” úr Warhammer Fantasy…er ég heitur? :D Svona fyrir þá sem ekki vita, þá líta þeir svona út: http://www.geocities.com/danielmataylor/trollslayer.gif Dálítið lægri í loftinu en Þór, en samt smá svipur…enda þekktir fyrir að takast á við sér mun stærri skepnur, líkt og Þór við orminn langa :D

Re: Genki Sudo

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Genki er hættur að keppa í MMA, allavega í bili. Hann sagði á blaðamannafundi þar sem hann tilkynnti þessa ákvörðun að hann hefði verið staddur inni á almenningsklósetti í Japan, og rekið augað í tilkynningu sem hvetur menn til að standa nálægt mígildunum, þar stóð s.s “take one step forward” - þessi speki olli gríðarlegri hugljómun hjá kalli, sem tók þessu sem merki frá örlögunum að það væri tímabært að taka næsta skrefið í lífinu og segja skilið við barsmíðar. Í staðinn ætlar hann að helga...

Re: Hvernig er best að lyfta með Bardagaíþróttum?

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég fór ekki á neitt námskeið, fékk bara smá tilsögn um grunn æfingarnar hjá Guðjóni þegar ég keypti mínar eigin bjöllur, og þar á undan hafði ég tekið nokkur session með reyndari mönnum niðri í Mjölni. Efast samt ekki um að þessi 6 vikna námskeið séu dúndurgóð til að ná sem mestu út úr bjöllunum, hef ekki heyrt neitt nema góða hluti um kennsluna hjá þeim Guðjóni og Völu… Mín rútína þessa dagana er að mestu heimagerð, þó með prinsippin hans Pavel alltaf í huga…og hún svínvirkar! :D

Re: Ný MMA mynd

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég held að það sé alveg augljóst að Red Belt mun verða svoleiðis mynd…David Mamet er nafntogaður bæði í Hollywood og leikhúsheiminum fyrir að vera sérfræðingur í einföldum en raunsæjum dialog…er virkilega spenntur hvernig hans nálgun á MMA verður.

Re: Ný MMA mynd

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 1 mánuði
LOL@Gary Busey…gott credibility þar. Fer örugglega beint á video. Eina MMA myndin sem er í farvatninu sem ég hef einhverja trú á er Red Belt. David Mamet er háklassa leikstjóri og með betri handritshöfundum í bransanum.

Re: Nýtt Taekwondo félag fætt - Dojang Hörður á Ísafirði

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Til hamingju með það TOTAL TAEKWONDO POWER!!!

Re: jahá

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Fujita komst nálægt því, en Fedor hélt sér á löppunum og náði clinch áður en hann datt. Fedor lýsti því einmitt í viðtali einu sinni að þeir hjá Red Devil hafi æft það að boxa vankaður sérstaklega - þeir snéru sér í hringi “like ballerinas” eins hratt og þeir gátu þangað til þá fór að svima, og svo sparrað við óvankaðan andstæðing. Einfalt en flott drill að mínu mati, setja sig í verstu hugsanlegu aðstæður á æfingu svo þú hafir í einhverja reynslu að sækja ef þú lendir í því í hringnum.

Re: jahá

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég held nú reyndar að þú myndir gráta líka ef Crocop væri nýbúinn að brjóta á þér augtóftina :D Sapp var með lepp í einhvera mánuð yfir hægra auganu á sér eftir bardagann…

Re: jahá

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 1 mánuði
bwahahaha…náðist loksins mynd af Deathblow í action?

Re: Hvernig er best að lyfta með Bardagaíþróttum?

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Fyrst þú hefur aðgang að nóg að hefðbundnum lóðum þá er ekki spurning, verslaðu þér bókina “Power to the people” við fyrsta tækifæri. Í millitíðinni þá er þessi síða: http://www.owresource.com/ afar góð til að kynna þér ólympísku lyfturnar tvær, sem að eru alveg massagóðar fyrir heildar líkams styrkingu. Bætt við 27. október 2007 - 14:24 Nota bene: Ef þú getur króað einhvern af í box klúbbnum þínum sem hefur reynslu af lyftunum, plataðu hann til að taka fyrstu tvær æfingarnar eða svo með...

Re: Hvernig er best að lyfta með Bardagaíþróttum?

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Satt er það, stóru compound lyfturnar eru bestar ef þú hefur takmarkaðann tíma til að lyfta meðfram öllum bardagalistaæfingunum og vilt þyngja þig, þó svo að ég persónulega myndi svissa út bekkpressunni algerlega og setja Power Clean inn í staðinn.

Re: Hvernig er best að lyfta með Bardagaíþróttum?

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Akkúrat…styrkur sem hlutfall af líkamsþyngd er það sem þetta allt snýst um - ef þú stekkur upp um þyngdarflokk vegna lyftinganna þinna þá ertu yfirleitt að skjóta sjálfan þig í löppina, þar sem núna þarftu að berjast við menn sem eru stærri, sterkari og faðmlengri, nema þú hafir verið alger Óli Prik fyrir… Þetta er kostur #1 við kettlebells - þú eykur þéttleika vöðvanna án þess að auka ummál og þyngd þeirra með flestum æfingunum.

Re: Hvernig er best að lyfta með Bardagaíþróttum?

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Sammála því, myndi sleppa bekknum fyrst…það er alveg hægt að taka hnébeygju og réttstöðulyftu á sömu æfingu á meðan þú tekur fá, en þung sett í ekki meira en 5 reps, og reynir ekki við reps sem að þú ert ekki 100% viss um að þú getir klárað.

Re: Hvernig er best að lyfta með Bardagaíþróttum?

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ef þú hefur aðgang að venjulegri stöng og svona 150 kg af lóðum þá mæli ég með því að þú kíkir á bók sem heitir “Power to the people” eftir Pavel Tsatouline. Hún er massagóð fyrir þá sem eru í bardagalistum. Einföld og stílhrein prógrömm sem svínvirka. Byggja á gömlum merg og taka það besta úr kraftlyftingum og ólympískum lyftingum og bræða það saman. Mikil áhersla á að lyfta rétt, góð tæknitips og allt skrifað á mannamáli… Ef þú hefur aðgang að kettlebells lóðum, þá eru þau TVÍMÆLALAUST það...

Re: Fight Night in Clanree Hotel - Letterkenny

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Til hamingju félagi! Gaman að sjá að gömlum Huga-mönnum frá back in the day gangi vel… Ég verð nú að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um að þú værir farinn að kickboxa á þessu leveli..good shit.

Re: Gunnar Nelson sigrar Irish BJJ Open!

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég er ekki alveg að skilja þessa fréttatilkynningu - vann Gunni s.s opinn þyngdarflokk fjólublábeltinga og undir, eða keppti hann í opnum beltaflokki(s.s vann hann einhvern með brúna eða svarta?) Mig grunar að um hið fyrrnefnda sé að ræða, en vil samt hafa þetta á hreinu…

Re: Jujitsu*

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 1 mánuði
hef ekki heyrt um þennan mann áður, en hann virðist vera tiltölulega góður í BJJ!!! Þú segir hann vera Evrópumeistara, veistu nokkuð í hvaða belta- og þyngdarflokki, og innan hvaða sambands? Já og frá hvaða landi er hann? P.S Þetta afbrigði Jiu-Jitsu sem hann er að stunda í þessu video er Brazilian Jiu-Jitsu, sem að er kennt í Mjölni, Fjölni og hjá gracie.is…ekki það sem er kennt í Faxafeni(World Jiu-Jitsu, sem er með allt aðrar áherslur í kennslu), þannig að þú hefur um nokkra staði að...

Re: Gracie.is ???

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Vá sorry, ætlaði ekki að brengla tilvitnunina, þetta kom bara svona út þar sem huga spjallið styður ekki þessa smilies :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok