Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Alexander Karelin - Síberíska Tröllið (18 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Alexander Karelin - Síberíska Tröllið 1.175 mílum austur af Moskvu, mitt í óbyggðum Síberíu stendur iðnaðarborgin Novosibrisk (Íbúafjöldi:1.75 millj.)umkringd gríðarstórum furuskógum. Á veturna fer hitinn stundum niður í -50 gráður á Celsius. Það er þar sem að maður að nafni Alexander Karelin fæddist og býr enn þann dag í dag. Þó svo að fæstir á vesturlöndum kannist við nafnið hans þá var hann nýlega valinn einn af 25 bestu íþróttamönnum 20. aldar, ásamt fólki á borð við Pele, Michael...

Quinton "Rampage" Jackson - Hinn ameríski Skuggapétur? (5 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Sherdog.com voru að setja inn nýtt higlight video þar sem hinn ógurlegi blámaður Quinton “Rampage” Jackson er aðalnúmerið. Jackson þessi hefur verið að vekja mikla athygli undanfarin ár í MMA heiminum. Hann byrjaði í Gladiator Challenge og King Of The Cage og barði þar mann og annan af miklum móð. Flutti svo til Japan og hefur verið að gera það gott í Pride. Varð hann fljótt þekktur fyrir fremur villtan stíl og mikið líkamlegt afl. Hans aðalvörumerki er að lyfta andstæðingum sínum á loft og...

Masahiko Kimura - Júdókappi aldarinnar (16 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Masahiko Kimura er almennt talinn einn öflugasti Judomaður sem uppi hefur verið. Hann fæddist tíunda September 1917 í bænum Kumamoto í Japan. Hann byrjaði að æfa Judo þegar hann var tíu ára og strax þegar hann varð 16 ára var hann búinn að ná 4. Dan. Á þessum árum voru beltaprófanir ekki eins formlegar og í dag, og var það aðallega metið út frá keppnisárangri hvenær nemendur fengu hærra belti. Kimura hafði þá unnið sex 4. Dan andstæðinga í röð. 1935, þá átján ára að aldri varð hann yngsti...

Hvaða fræga bardagalistamenn viljið þið sjá greinar um? (11 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Nú geri ég mér það til gamans að skrifa greinar um nafntogaða bardagalistamenn, og plana að senda inn a.m.k 3 greinar á næstu dögum. Nú er bara spurning um, hverja viljið þið helst lesa um. Eina skilyrðið er að þeir séu hættir keppni eða ferill þeirra svona u.þ.b búinn. Þeir sem ég er með í sigtinu þessa dagana eru: Bas Rutten Alexander Karelin (Grísk-Rómversk glíma) Masahiko Kimura (Júdó) Helio Gracie (Brazilian Jiu-Jitsu) ef það er einhver bardagalistamaður sem þið viljið sjá grein á...

Veit einhver hvernig ég get pantap UFC live? (4 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Mér skilst að það sé hægt að horfa á UFC í beinni ef að þú ert með réttan gervihnattadisk og borgar fyrir Pay-Per-View. Ég fór í gegnum upplýsingarnar á heimasíðunni þeirra en þar er bara talað um kapalkerfi - getur einhver bent mér á hvernig maður ber sig að við að horfa á þetta? Ég þekki slatta af fólki sem á gervihnattadiska en þeir yppa bara öxlum ef ég minnist á pay-per-view. Mig langar svooooo mikið að horfa á UFC 43 í beinni. Chuck Lidell, Randy Couture, Frank Mir, Vitor Belfort, Matt...

Höfðu Þjóðverjar bolmagn til að hernema Bretland? (2 álit)

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Nú vita allir þeir sem eitthvað hafa stúderað seinni heimstyrjöldina að Hitler mat það sem svo að ekki þyrfti að hernema Bretlandseyjar til að sigra stríðið og skjátlaðist honum hrapalega. Það sem mig langar að vita er, hefðu þjóðverjar getað gert innrás í Bretland hefðu þeir viljað það? Breski flotinn var gríðarlega öflugur og stóð þeim Þýska mun framar. En aftur á móti var sáralítið af vopnfærum mönnum á Bretlandi fyrstu mánuðina eftir fall Frakklands og ennþá minna af vopnum. Mín spurning...

Stofnun regnhlífasambands grappling-lista? (15 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Með góðu gengi BJJ-æfinga undanfarnar vikur finnst mér að menn eigi að fara að huga að stofnun alvöru félagsskapar sem hefur það að markmiði að gera veg BJJ og annarra fangbragða-lista sem mestan hér á landi. Júdó er náttúrulega fast í sessi hér á landi en mér finnst að frekar en að vera með einhver BJJ-only félag ættu unnendur ALLRA fangbragðalista að bindast fastmælum um samvinnu í sínum málum. Legg ég hér með til að unnið verði að stofnun Fangbragða Félags Ísland(FFÍ) sem myndi verða...

Íslenskun á grappling frösum (5 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég hef mikið verið að velta fyrir mér hvort að ekki sé kominn tími á að menn geti farið að tala um BJJ og skylda hluti án þess að þurfa endalaust að vera að sletta. Þetta er orðið svolítið ruglandi þar sem að frasar á ensku, portúgölsku og japönsku eru notaðir í einum hrærigraut. Hér eru mínar hugmyndir um íslensk orð sem gætu hentað best. (mörg eru augljós, önnur ekki, ég skal reyna að rökstyðja) Stílar O.fl. Wrestling = Glíma Greco-Roman Wrestling = Grísk Rómversk Glíma Freestyle Wrestling...

Andy Hug (In Memorian) (11 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þar sem menn virðast vera í fíing fyrir greinar um merka bardagamenn þá er einn maður sem á svo sannarlega skilið aðeins meiri athygli þannig að ég ákvað að skrifa dálítið um hann. Andy Hug - Bláeygði Samúræinn 1964-2000 Andy Hug fæddist 7. September 1964 í þorpinu Wohlen í Sviss. Fyrstu ár ævi sinnar bjó hann á munaðarleysingjaheimili vegna þess að móðir hans gat ekki séð um hann af einhverjum ástæðum. Þegar hann var þriggja ára tók amma hans hann að sér. Vegna þess að hann var...

Alternative History (2 álit)

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Undanfarið hef ég séð fleirir og fleiri “alternative history” skáldsögur í hillum bókabúða. Ég hef verið svolítið forvitinn um þær, sérstaklega eina seríu sem ég man ekki hvað heitir um hvað hefði gerst ef Breska heimsveldið hefði skipt sér af Þrælastríðinu. Einnig hefur það verið að kitla mig að prófa að skrifa svona sögu eða uppkast af sögu um mögulega innrás Þjóðverja í Bretland sumarið 1940. Það sem ég vildi fá að vita er þetta: 1. Er eitthvað varið í alternative history sögur? Eru þær...

Til Sölu! Röde NT-1 Studio Mikrafónn (3 álit)

í Danstónlist fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Til sölu er einn prima NT-1 Micrafónn, hentar vel til söng og acoustic upptöku, t.t lítið notaður, með shockmount og popkiller. Dýnamískur og næmur hljóðnemi með afar “lifandi” hljóm. Brilljant græja, selst einungis úr neyð. Verðhugmynd 22.000 kr, er til í prútt ef menn geta borgað fyrr heldur en síðar.

Saga Pankration (5 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hér er stuttur útdráttur á sögu og þróun Pankration í Grikklandi til forna. Heimildir teknar af síðunni www.spartanacademy.com þar sem einnig er margt fróðlegt að finna s.s upplýsingar um kennslu á Boston svæðinu o.fl merkilegt í sambandi við þessa heillandi bardagalist. Hvað er Pankration Pankration, borið fram pan-crat-ee-on upp á gríska mátann eða pan-cray-shun á ensku er ævaforn hellenísk(grísk) bardagalist sem á sér 3000 ára sögu. Í beinni þýðingu þýðir orðið “allir kraftar” eða í...

Grísk-Rómversk glíma á Íslandi....Afhverju ekki? (7 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég verð að segja það að ég er verulega forviða yfir því af hverju Greco-Roman Wrestling náði aldrei að skjóta rótum hér á Íslandi. Júdó og Karatefélög eiga sér langa sögu hér á klakanum en samt hefur þessi aldagamla vestræna íþrótt ekki hlotið neinn hljómgrunn á landinu. Maður myndi halda að það stæði okkur nú aðeins nær en austurlensku stílarnir…..eða hvað? Veit einhver hvort að Greco-Roman hefur einhverntímann verið stundað hér á landi?

Pankration Reglur á Íslensku (16 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Pankration Reglur Það sem á eftir fylgir er úrdráttur af svokölluðum Developmental reglum fyrir Pankration-iðkun. Developmental reglur eru notaðar þegar sparrað er á æfingum og á æfingarmótum. Áhersla er lögð á að verðlauna nemendum fyrir framfarin í tæknilegum atriðum s.s glímutökum, köstum og högg- og spark tækni. Sumt af því sem gefur stig undir Developmental reglum gefur ekki stig undir International reglum sem eru notaðar á stærri mótum þar sem keppt er um verðlaun og titla. Þar sem...

Uppáhalds MMA maður (15 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Til að halda upp á að ég er kominn með íslenska stafi á lyklaborðið mitt þá ætla ég að koma með einn pointless en vonandi skemmtilegann spjall kork fyrir okkur MMA menn….veit ekki hvort einhver svipaður var í gangi nýlega. Spurningin er, hvaða MMA maður í UFC, Pride o.þ.h er í mestu uppáhaldi hjá ykkur. Ekki endilega hver ykkur finnst bestur heldur hver á sér sérstakann stað í hjarta ykkar vegna stíls eða bara “attitude” Ég held ég verði að segja að í dag sé ég ansi heitur fyrir Rumino Sato...

Frekari drog ad Pankration idkun i Reykjavik (8 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Eins og tid kannski vitid tha hef eg undanfarid reynt ad koma af stad umraedu her a huga medal manna ad koma Pankration klubb a laggirnar. Eg hef huga a ad i tessari grein verdi linurnar skyrdar enn frekar, eins og taer eru fra minum baejardyrum sed. Fyrsta mal er husnaedi. Salvar hefur godfuslega bodist til ad vera okkur innan handar med aefingaplass hja Hnefaleikafaelagi Reaykjavikur, sem ad er alveg snilld fyrir box/standup tjalfun. Svo er bara ad finna einhvern sal med dynu sem er nogu...

Pankration a naestu OL?!? (6 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum
Eg var ad heyra frettir tess efnis ad Pankration(gamla griska nafnind yfir Freestyle) hafi verid tekid fyrir sem hugsanleg syningargrein a naestu OL i Athenu 2004. Ef svo er ta er UFC-style freefighting um tad bil ad fa heljarinnar credibility-boost. Eins og flestir vita koma olympiskir hnefaleikar og grisk-romversk glima baedi fra gomlu grisku Olymnpiuleikjunum og sogulegar heimildir benda til tess ad einnig hafi verid keppt i svokolludu Pankration(sem tydir “allar adferdir”) Tessi grein...

A Freestyle ser framtid a Islandi (9 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum
Since my keyboard is fucked, I'll write this in english. There seems to be a lot of interest in MMA style training on this site, and I share that interest. At the moment I train Muay Thai in Akureyri, but I will move to Reykjavik in the fall. I will definently continue my MT training and maybe expand my skills with Jiujitsu, Aikido or Shootfighting. What I was thinking is that although it is far too early to think about holding tournaments or anything like that we can still form a solid core...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok