Mér finnst nú bara geðveikt þegar ég er að hlusta á mikla hávaða tónlist (ed gein, napalm death, anaal nathrakh o.s.frv.) og spila hana hátt og stoppa á rauðu ljósi eða er að fara út úr bílnum og fólk heyrir þetta og horfir á mig eins og ég sé allt sem er að heiminum í dag. Þá er maður stoltur af því að vera metalhaus :D