Láttu strákinn eiga sig…hann er í sambandi og það er alveg óþarfi að eyðileggja það…það er náttla mjög shallow af þér að vilja bara vera með gítarleikurum og eikkað þannig en ég kann ekkert ráð við að hætta því, held að þú verðir barað reynað hugsa einhvern veginn öðruvísi eða eikkað…
Ég er alveg sammála þér það eru allsekki allir strákar sona…kærastinn minn t.d. er yndislegasti strákur sem ég hef nokkru sinni kynnst…og það er mjög ósanngjarnt þegar stelpur segja að allir strákar sé fávitar…
Ég mundi frekar fyrirgefa framhjáhald…mar á ekki að búa við ofbeldi…en ég veit ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur kallinn minn er so mikið æði sæði=)
Ok í sambandi við nærbuxur (ekki naríur *klígja*) að þá eru það pottþétt flottir boxerar sem eru að geraða fyrir mig…alsekki sona þröngar vibba buxur danke… hmmm…svo er sítt hár ógeðslegt…vera með stutt og snyrtilegt hár…þarf ekkert endilega að vera með strípum eða lit eða eikkað þannig…og alls ekki að vera í þröngum fötum…alltílæ að vera í sona semi þröngum bolum og eikkað þannig en allsekki of þröngt þannig það liggur við að bolurinn ýtist inn í nabblann líka… =)
Mér finnst þú ekki hafa sýnt það að hún sé mjög góð vinkona þín, mar gerir aldrei sona við vini sína og ég get vel skilið að hún vilji ekki tala við þig…en þú þarft barað reynað hitta hana og tala við hana annars lagast þetta ekket held ég sko…
Ég og kærastinn minn vorum með sona innikisu en hún var orðin svo sorgmædd…“grét” einmitt mikið…og við eiginlega ekkert heima á daginn þannig við ákváðum að leyfa henni að fara út….og einn daginn þá opnuðum við bara gluggann og hleyptum henni út…og hún er mjög happy núna=) en hún týndist reyndar einusinni…kom samt heim strax daginn eftir…hún heldur sig mest í garðinum og sona í kringum húsið þannig hún fer nú ekkert langt sem er gott=) Gangi þér vel með kisurnar=)
Ég held að það sé til einhver einn…eða fleirri handa hverjum og einum….en sumir vilja náttla bara vera einir en það þýðir ekki að þeir hafi engan tilgang…mar getur alveg verið fullkomlega hamingjusamur þótt mar sé ekki giftur og með börn…
Ég er í framhaldsskóla, og held að það sé bara ekki einhverjir sérstakir sem eru vinsælastir í skólanum….en mar getur alveg verið vinsæll í sínum vinahópi, ef þú átt góða vini sem finnst þú skemmtileg/ur og sona þá mundi ég segjað þú værir vinsæl..
Það hefur alltaf verið hamborgarahryggur á jólunum hjá mér…og það mun aldrei breytast…þegar ég verð komin með fjölskyldu þá verður líka alltaf hamborgarahryggur:)
Ég lenti á svona tímabili þegar ég og kærastinn minn vorum nýflutt inn saman…mar þarf bara að passa sig, þegar mar finnur að mar er að verða eikkað pirraður að fara þá bara útað labba eða eikkað…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..