Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Fjandafala
Fjandafala Notandi frá fornöld 190 stig
Áhugamál: Rokk, Jaðarsport, Metall, Ljóð

Re: Love's worth

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Æææ, ég er sennilega bara svona grunnhygginn og leiðinlegur, en mér finnst að þetta ljóð hafi veri samið einum of oft til þess að vera flott. En jafnvel þó svo að við látum vera að tala um efnið þá finst mér þetta bara ekki alveg virka, hvorki sem prósi né hefðbundið. Það hefur vissa hrynjandi sem þú hikar ekki við að bregða út af, Það má greina rím á einum stað, vott af stuðlasetningu sem virðist hafa verið dritað þangað óvart. Það er sama hvort ljóð er órímað eða ekki, það ætti alltaf að...

Re: Þjófur

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Faðmlag er einn besti vettvangur til fatahreinsunar(vasaþjófnaðar), vissuru það?

yo fligger.

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
hey mommyflummer, wa da flumm is mea culpa?

afsakið.

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
síðasta orðið á sem von er að vera fleira. Ég hef séð að mér er ekki ætlað annað en að verða mér endurtekið til skammar með skissum mínum og ritvillum og skal því refsast með svipuslögum þungum af hinum óarga böðli alheimsins eins oft og auðið er.

Re: Tregahórur...

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Vel var þetta mælt Rebekka. Þetta með kork þar sem menn myndu hveðast á er alls ekki svo vitlaus hugmynd, og ég hef eiginlega verið að vellta því fyrir mér sjálfur frá því að þú sendir frá þér fyrriparta sem fólk botnaði. Samt held ég að það væri sniðugast að hafa þann kork meira í spjallrásaformi þannig að spekin gæti ollið upp úr fólki óritskoðuð, þannig að kanski þyrfti fólk ekki að bíða mjög lengi eftir að einhver botnaði það. Svo gæti verið siðgæðisvörður sem fylgdist með að allt færi...

Ath.

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ath. Smá prentvillur. líkja er víst ekki með ý. minnst er ekki með einu enni. og svo á næstsíðasta lína síðasta erindis að vera þar er ekkert chatroom glamúrglenna.

Re: Andleysi

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Já, mun skárri.

gubb gubb.

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Snilldarleg ályktun Lime, hverjum hefði getað dottið eitthvað svona tvírætt og sniðugt í hug að segja nema þér?

...

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
…ég er í nýjum sokkum.

Re: Sarsauki

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þetta ljóð er reyndar alveg drullugott. Voðalega sorglegt en gott engu að síður. Ég ráðlegg þér að prófa að semja órymuð en þó stuðluð ljóð. Þannig koma fram hvassar og sterkar áherslur sem gefur ljóðinu góðan hljóm. Það sést vel að þú hefur góða tilfinningu fyrir stuðlum í línum þrú og fjögur, þar mynda orðin: fuglarnir, fyrsta og þegar, áherslur sem gera þennan hluta sennilega flottastan. Hlakka til að sjá meira. hveðja, fjandafæla.

Re: Sarsauki

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
emm, astabesta, hvað áttu eiginlega við með að það sé ekki sagt beint, er hægt að orða hlutina eitthvað skýrar?

Allt að koma.

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Maður þyrfti helst að vera aðeins betur að sér til þess að skilja boðskap þessa ljóðs en mig rennir í grun að við höfum ekki ósvipaðar hugmyndir um kristnina, hvað heldur þú djöfull minn góður. Ég verð líka að gefa þér prik fyrir a viðleitni til stuðlasetningar þó svo að henni sé enn ábatavant.

Vá.

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hreint ekki slæmt. Þó svo að ég bókstaflega þoli það ekki þegar landar mínir skemta sér við það að tæta niður okkar fallega tungumál með þessum óþolandi enskuhveðskap… þá verð ég bara að viðurkenna að þeir eiga það alveg til að yrkja vel á því ungumálinu. Þetta ljóð er bara virkilega flott, en ég held nú samt að þú getir gert öllu betur á hinu alhýra

Tungumálaörðugleikar.

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Veistu, ég held í alvöru að frasinn ,,Íslenska er okkar mál" eigi við þig. Þú ert bara ekki alveg nógu góð á þessu Bíó-ensku flippi.

Re: Komdu nú að kveðast á !

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Eins og fjaðrir flugu hátt, fannhvít korn í rokinu. Spökum verður svara fátt, situr bara á dokinu. (Ég veit, ekki segja það en ég fann bara ekki óbrúkað rímorð.) Og nú bauna ég einum á þig. Ruglumkolli rauðum á raular Sólufegri. Og botnaðu nú. (Þetta gildir um alla þá sem lesa þetta og kæra sig um að botna).

Re: Rigning

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Sjálfsagt ekki neitt. Hugmyndin um að þvo á sér hárið í rigningunni er mjög skondin. En það sem ég er að meina er að einhverntíman hefur maðurinn þurft að notast við rigningu og annað vatn í náttúrunni til að þrífa sig (ef menn a´annað borð gerðu það). Það væri sannarlega skemtilegt að sjá einhvern reyna að ná sambandio við náttúruna og fortíðina með þessu móti, en auðvitað er þessi litla skrítla ekki miskilinn, hitt er annað mál að þú getur alltaf átt von á að fólk sjái eitthvað í ljóðunum...

Re: Bitur að eilífu!

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
En hvað þetta er fallega hugsað. Ég væri svo sannarlega ekki til í að vera óvinur þinn.

Saff Oddi litli b.

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Rugl er þetta í þér krakkaandskoti. Ég þekki þig alltof vel til að þú getir logið svona upp í opið geðið á mér og öðrum hugum. Þú hefur samið mjög góð ljóð en hitt er rétt að þú verður að vanda þig betur áður en þú gefur eitthvað út sísona. Það er ekki svo langt síðan þú dáðir ljóðalistina sjálfur. Vertu ekki svona bitur út í ein helvítis mistök, og bættu þig með því að gera reglulega gott ljóð, og láta einhvern prófarkarlesa það áður en þú birtir það. Þú fékkst hluta af mínum hæfilekum og...

Re: Bál

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Vá! Flott. Getur verið að þetta sé samið með virkjanir í huga?

Heimsspeki.

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þú talar af visku heimsspekings maður minn. Undarlegt hversu vitagagnslaus hún er en þó svo bráðskemtileg. Ja, kanski ekki svo vita gagnslaus, það má til dæmis gera menn geðveika með þeirri einföldu spurningu: Hvort kom á undan hænan eða eggið? Hvað sem því líður er ljóðið skemtilegt.

gubb

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það er ekkert persónulegt en þetta ljóð er hreinlega lélegt. Ekki festa þig svona rosalega í rímið. Betra er að ríma ekki heldur en að ríma illa og betra er að ríma vel heldur en að ríma ekki. Sem sagt maður rímar ekki í miðri setningu eins og t.d: þótt. Og ekki láta línu enda á slíku orði né heldur að setja kommu á eftir því. Ekki segirðu við vin þinn: Ég ætla aldrei aftur að gráta þótt… einhver skilji mig eftir eina. Öllum verða okkur á glappaskot þú þarft ekkert að örvænta, en það er ágæt...

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það er ekkert að þessu ljóði sem slíku. Annars held ég að maður þurfi að vera Heiðar til að skilja almennilega hvaða sársauki þetta er.

flott.

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hreinn losti, þetta mættu sumir hugar taka sér til fyrirmyndar. Það mætti vera meira af þessu í stað þessarar bleiku leðju sem mér finst einkenna hugann og er kallað ástarljóð.

Söguskáld

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þú hefur þetta þokkalega í þér. En það klæðir ferskeitlur svo vel að nota stuðla og höfuðstafi. Þú ættir að vera harðari á þeim, þar sem stuðlar eru eldra bragform en rím og þú hefur mikinn áhuga á sögu og góða máltilfinningu.

Re: Ljóðabarn

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
dæs svona getur þetta verið með þessi ljóðabörn
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok