Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Fedora Core 5: Nokkur upphafsskref

í Linux fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ég er að reyna að setja upp ntfs stuðninginn hjá mér og var að velta fyrir mér þessu hérna “kernel-module-ntfs-2.6.15-1.2054_FC5smp-2.1.26-0.rr.10.0.i686.rpm” Hvar færðu “2.1.26-0.rr.10.0.i686.rpm”? Ég er nokkuð viss um að ég fatti hitt, en veit ekki hvað restin er.

Re: Að skipta um útgáfu

í Linux fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hvort á ég að ná í i386 eða x86?(eða er kanski enginn munur á því?)

Re: SPOILER.....Smá pæling.....SPOILER

í Harry Potter fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Er fólk ekki að skilja það sem Rowling er búin að segja? DUMBLEDORE ER DÁINN!!!!!!!!!! Sættið ykkur við það. Rowling er búin að segja það! Ég held hinsvegar að Snape sé góður og hafi alltaf verið það! Það eru margar vísbendingar um það að Dumbledore hafi vitað að Snape myndi gera eitthvað ljótt undir lok ársins. Besta vísbendingin er sú að hann setti Snape sem Varnir gegn Myrku öflunum kennara þrátt fyrir að vita um bölvun sem veldur því að enginn kennari haldist lengur en eitt ár í...

Re: DirectX

í Windows fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Neibb… Þetta er lítill leikur sem heitir Soldat og maður nær bara í hann á www.soldat.pl og eina sem maður nær í er setup.exe Búinn að prófa að reinstalla leiknum, en hann virkar samt ekki. Fæ alltaf sömu villuna þegar ég keyri leikinn upp.

Re: Banna homerjsimpson / VaselinBio!!

í Harry Potter fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Nei… Held ekki. Hann er yfir það hafinn skilurru. Það er búið að hrósa honum í hástert bæði innanlands og vestanhafs skilurru. Og svo er Baggalútur.is einlægur aðdáandi hans skilurru. ;)

Re: Slembitölur?

í Forritun fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þetta eru ekki slembitölur. Fyrsta talan er alltaf 41. Næsta er alltaf 18 þúsund og eitthvað og svo framvegis. Ef maður notar srand() þá er maður að velja hvaða tölu maður byrjar á. Random í java hefur það framyfir að vera meira tilviljanakenndar tölur. Ég er að spá í hvort það sé til eitthvað svipað því í c++.

Re: helkrossar *spoiler*

í Harry Potter fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Sko… Það er pottþétt búið að eyða helkrossunum sem voru í hringnum og dagbókinni og hann hefur notað einn helkross þegar hann kom aftur. Sem sagt búið að nota eða eyða 3 af 7 og því fjórir eftir(ef hann hefur náð að búa til alla 7 helkrossana). Þá er talið að hinir helkrossarnir séu snákurinn hans Nagini, bollarnir sem voru í eigu Helgu Hufflepuff(held ég), eitthvað í eigu Ravenclaw(eða annar hlutur í eigu Hufflepuff) og að lokum hálsmenið frá Slytherin(Ekki alveg víst hvort búið sé að eyða...

Re: Hvernig á að overclocka nýju AMD 64 bita örgjörvana?

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Góð grein. En til að örgjövinn ofhitni ekki er fínt að smíða sér bara kælikerfi sem kælir hann á móti hitanum. Örgjövarnir vinna nefnilega betur í kulda. Kunningi minn var fyrir nokkrum árum að yfirklukka nýjan 3 gígariða örgjöva(sem var með því mesta sem maður fékk á þeim tíma). Hann smíðaði sér tveggja þrepa kælikerfi og kældi örgjövann niður í -130 °C og náði að setja hann upp í 4,2 gígarið að mig minnir. En það er nú reyndar soldið extreme og dýrt að smíða sér svona kerfi.

Re: Afhverju treysti Dumbledore Snape?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Já. Ég er sammála þér í því. Verður bara að koma í ljós. Þangað til hef ég rétt fyrir mér…. eða ekki ;)

Re: Afhverju treysti Dumbledore Snape?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég held að Snape hafi drepið Dumbledore, en það hafi verið skipun frá Dumbledore sjálfum að gera það, ef hann nauðsynlega þyrfti. Staðreynd 1: Dumbledore vissi að það voru álög á Defense against the Dark Arts kennara starfinu og vildi þess vegna ekki leyfa Snape hingað til að fá starfið. En nú lét Dumbledore hann fá starfið. Staðreynd 2: Þegar Snape drap Dumbledore þá var svipnum á honum lýst sem einhvers konar ógeðis haturssvip(man ekki nákvæmlega). Var þetta ekki nákvæmlega sami svipurinn...

Re: Á stöðugum flótta, Dartanía Derów, 4.kafli.

í Harry Potter fyrir 18 árum, 11 mánuðum
O jæja… en þú ættir allavega að geta klárað nokkra kafla yfir jólin er það ekki? ;)

Re: Á stöðugum flótta, Dartanía Derów, 4.kafli.

í Harry Potter fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Þetta er svo mikil snilld. Þú verður að koma þessu fljótar frá þér ;)

Re: Aftur í skólann?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Af hverju að drepa horcruxinn sinn síðan? Harry er ekki horcrux. Ég er nokkuð viss um að sverðið sé ekki horcrux. Þó að honum hafi vafalaust langað það. Horcrux-arnir sem ég man eftir í augnablikinu er eitthvað frá Helgu Hufflepuu(var það ekki eitthvað bollastell eða eitthvað) og hálsmen Slytherins. Hann valdi sér einhverja hluti sem hafa mikið magical power(einhver hlutur sem merkir töframenn áttu, eins og stofnendur Hogwarts). En ég held að hann hafi ekki getað gert sverðið að horcrux. En...

Re: The White Stripes eins og ég upplifði þá

í Rokk fyrir 19 árum
Já… Þessir tónleikar voru geðveikir. Ég var sérstaklega ánægður þegar þau tóku Little Ghost, Seven Nation Army og Blue Orchid. Ég var mjög ánægður með lagavalið, en þau hefðu mátt taka Take, Take, Take og Fell in love with a girl.

Re: Mourinho besti þjálfari í Úrvaldsdeildinni eða hvað?

í Knattspyrna fyrir 19 árum
Það þarf góðan þjálfara til að halda öllum þessum stórstjörnum ánægðum hjá liðinu. En það gætu örugglega allir þjálfarar í Ensku Úrvalsdeildinni. Mourinho sannaði það að hann væri snjallur og virkilega góður þjálfari þegar hann var með Porto. En þennan titil átti hann engan veginn skilið. Að mínu mati hefðu Alex Ferguson og Arsene Wenger átt að vera ofar en Mourinho. Kanski eftir nokkur ár ef Mourinho heldur áfram á sömu sigurbraut þá á hann þetta skilið. Að öðru leiti er ég sammála öðrum...

Re: Tolkien, tengsl hans við ísland og myndin eða bókin?

í Tolkien fyrir 19 árum
Tumi gat sett hringinn á fingur sér án þess að það hefði nein áhrif, í framhaldi af því að því atriði var sleppt þá varð einnig að sleppa kumlhólum en það er staðurinn þar sem Nornakóngurinn er grafinn Ekki vissi ég að Nornakóngurinn hefði verið grafinn einhversstaðar. Ég hélt að allir Nazgúlarnir hefðu í raun og veru aldrei dáið. Bara orðið að einhverjum verum sem eru hvorki dauðar né lifandi. En þetta fannst mér mjög fín grein.

Re: Til hamingju áhugamálið Veiði!

í Veiði fyrir 19 árum
Nei… Urriði og Bleikja eru silungur, en silungur er ekki urriði eða bleikja. ;)

Re: Farice og þau vandamál sem hafa verið uppá síðkastið

í Netið fyrir 19 árum
Ég veit þetta eingöngu vegna þess að það kom maður í skólann til okkar frá Farice(eini starfsmaður þess) og hann var með skemmtilegan fyrirlestur um Farice. En hann vildi ekki meina að Farice 2 myndi bitna svo illa á notendunum. Ég man hins vegar ekki alveg útskýringuna á því. Ég er hins vegar mjög hlynntur Farice 2 vegna þess að þegar Cantat 3 þarf að taka við allri umferð þegar Farice bilar þá annar Cantat engann veginn eftirspurn.

Re: Farice og þau vandamál sem hafa verið uppá síðkastið

í Netið fyrir 19 árum
Það sem hefur verið að bila hjá Farice er landleiðin í Skotlandi. Núna seinast var það vegna þess að rottur nöguðu strengin í sundur. Stundum hefur það gerst vegna einhverra byggingaframkvæmda. Þó að það séu önnur lönd að nota Cantat-3 þá eigum við Íslendingar alltaf 2,5 Gbit örugg frá honum. En nú eru komin einhver vandamál með Cantat því að það var eitthvað indverskt(minnir mig) fyrirtæki að kaupa fyrirtækið sem átti mestan hluta í strengnum(var kanadískt) þeir hjá Farice telja að að ef...

Re: Stop being so stupid!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 1 mánuði
Eitt sem ég skil ekki. Hvernig er þessi launamunur reiknaður? Þegar ég veit hvernig hann er reiknaður út þá skal ég kanski samþykkja hann. Ég er ekki að segja að hann sé rangur, en ég hef aldrei heyrt hvernig hann er reiknaður út. ps. Ég styð jafnrétti alveg 100%, langar bara að vita hvernig þetta er reiknað út.

Re: Sauron

í Tolkien fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þetta er eins og beint þýdd grein í Language Tools á Google, eða þá að þú ert svona lélegur í íslenskri málfræði. Fyrir utan það þá er þetta fín grein.

Re: Jólin, jólin, jólin koma brátt ;)

í Hátíðir fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ertu ekki að grínast???? Það er ótrúlegt hvernig er búið að nauðga þessari hátíð. Þetta er fyrsta árið mitt hér í bænum og mér býður við því að það skuli vera byrjað að auglýsa jólin, og selja jólavörur. Í október!!!! Sem betur fer er ekki byrjað að auglýsa jólin heima að ráði fyrr en undir lok nóvember. Það ætti að koma frumvarp sem bannaði að auglýsa jólin fyrr en á aðventunni. Síðan er maður í engu jólaskapi á jólunum sjálfum. Kanski svolítið harðort hjá mér, en þetta er það sem mér finnst

Re: Will & Grace

í Gamanþættir fyrir 19 árum, 1 mánuði
Sjöundu þáttaröð. Það var verið að byrja að sýna áttundu í Bandaríkjunum.

Re: Sannleikurinn á bakvið baugsmálið og Illuminati

í Deiglan fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Búin að lesa aðeins of mikið í Englum og Djöflum?

Re: Random

í Forritun fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Já… Hvernig vissiru? ;) En takk kærlega
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok