Jæja… Þá eru úrslitin ráðin. Núna rétt fyrir klukkan 9 komu seinustu atkvæðin úr suður-kjördæmi. Úrslitin urðu sú að X-B fékk 12 menn, X-D fékk 22 menn, X-F fékk 4 menn, X-S fékk 20 og X-U fékk 5. Aðrir flokkar fengu engann mann. Úrslitin eru því sú að ríkisstjórnin fékk 34 menn og stjórnarandstaðan fékk 29. Kosningarnar eru sögulegar að því leiti að Dabbi Dúmbó var í öðru sæti í sínu kjördæmi, Reykjavík Norður, og flokkur hans tapaði um 10% frá því í seinustu kosningum. Einnig tapaði X-D...